þriðjudagur, 14. október 2008

Kerlingar og kvóti

Fór við annan mann í bílferð síðastliðin sunnudag. Þórshöfn var áfangastaðurinn. Fengum okkur pylsu í sjoppunni. Sinntum erindinu og keyrðum heim á leið. Á bakaleiðinni vildi samferðamaður minn endilega skjóta gæsir, en þær virtust flestar hafa flúið land - og eru eflaust lentar á umráðasvæði Gordon Brown.

Komum við á Bakkafirði. Samferðamaður minn krafðist þess að líta við í höfninni, enda fyrrverandi trillusjómaður (kvótasölumaður). Þar komumst við á tal við alvöru íslenska trillusjómenn. Flestir þeirra leigja sér kvóta á 250 kall kílóið.

"Það væri nú betra að borga svona 90 kall á kílóið beint í ríkissjóð." sagði einn þeirra.
"Þeir eiga að leyfa okkur að veiða frjálst núna." sagði annar.
"Vantar bara kerlingar hérna í plássið." sagði sá þriðji.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fá veiðimenn ekki alltaf sendar kerlingar að sunnan með þyrlu?

Króna/EURO