fimmtudagur, 23. október 2008

Fífl og dóni

Í gærkvöldi sagði Geir í rauninni frá því að meðan hann er forsærisráðherra sé enginn á leiðinni úr Seðlabankanum. Ekki á hans vakt. Hann er jú forsætisráðherra, og það er hann sem ræður Seðlabankanum – þetta sagði hann. Það er mikilvæg staðreynd.

Ég veit ekki hvað amma hans Davíðs segir, en amma mín er löngu búin að sjá að það þarf að skipta um bæði forsætisráðherra og seðlabankastjóra. Þessir menn eru búnir að steypa okkur í glötun, það kenndi amma mín mér.

Ókei, hann Geir beinir þá athyglinni að sjálfum sér. Fínt. Og hvaða skýringar hafði hann:. Honum fannst þetta víst hafa skeð soldið svona ÓVART. Við erum bara svona ÓVART fokked up.

Þegar maðurinn sagði ÓVART langaði mig til að rífa manninn út úr sjónvarpstækinu og taka Egilinn á hann, hrista hann til og öskra á hann: “Þú ert fífl og dóni.” Það er jú FÍFLALEGT að trúa því að hægt sé komast í þessa stöðu óvart, og DÓNALEGT að segja það við okkur.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Right on!

Nafnlaus sagði...

Auðvitað ber Geir miklu meiri ábyrgð en seðlabankastjóri og stjórn. Hann er ráðherra efnahagsmála. Seðlabankinn er í vinnu hjá honum og framfylgir stefnu hans.
Gleymdu svo ekki ábyrgð Björgvins viðskiptaráðherra og stofnun hans FME.
Neisti

Nafnlaus sagði...

Geir Hilmar er svona viðhafnarútgáfa af D.Oddsyni - kemur ekki á óvart að sami leikarinn skuli leika þá tvo í Spaugstofunni :)
Auðvitað á allt þetta fólk að víkja; Geir ,Davíð stuttbuxnadeildin með taktlausu frumvörpin sín svo ekki sé talað um ráðþrota pólitíkusana sem sjá bara álbræðslu sem lausn á öllum vanda.
Það væri hægt að þjálfa apa og páfagauka til að leysa þetta fólk af hólmi.

Nafnlaus sagði...

Góður

Nafnlaus sagði...

Þú ert ekki einn um þessa tilfinningu. Ég geri orð einhvers bloggara að mínum: Djísus hvað við erum fokked!

Nafnlaus sagði...

Þetta er alger misskilningur aðalatriðið er að Davíð verði aðal.

Það er lítil fórn þó börnin okkar þurfi að þræla fyrir skuldum í framtíðinni, bara ef hann er aðal.

Það er ekkert verð of hátt fyrir að Davíð verði aðal.

Króna/EURO