fimmtudagur, 16. október 2008

Viðskiptahugmynd?

Venjulegar bílatryggingar bæta ekki það tjón sem yfirskuldsettir bílaeigendur geta orðið fyrir. Verði evruskuldsettur bíleigandi svo óheppinn að bíllinn hans reynist kakan ein liggur fyrir að hann fái andvirði bílsins greitt inn á bílalán sitt. Eftirstöðvarnar verður bíleigandinn að greiða sjálfur. Í sumum tilfellum nokkrar milljónir, stundum nokkur hundruð þúsund.

Er ekki eitthvert tryggingafélag sem sér hag í því að bjóða aukatryggingu sem væri til þess hugsuð að greiða eftirstöðvarnar?

Ég skal vera einn af fyrstu kúnnunum.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já og svo væri næsta skref að gleyma að setja í handbremsu og láta dolluna rúlla út í sjó. Snyrtilegasta leiðin undan myntkörfuhelvítinu.

Nafnlaus sagði...

Þetta er ekki góð hugmynd og myndi aldrei virka. Til þess að einhver væri tilbúin að taka þessa áhættu á sig, þyrfti sá tekið hefur bílinn á erlendu láni að greiða tryggingarfélaginu mánaðarlega því sem næmi vaxtarmunar á þessu erlenda láni og sambærilegu íslensku láni, að minnsta kosti. Það væri því alveg eins gott fyrir einstaklinginn að taka lán í íslenskum krónum.

Nafnlaus sagði...

hvað er að því að tryggja fyrir ákveðið verðmæti?

ef ég ákveð að vilja tryggja fyrir 3 milljónir í staðin fyrir tvær. þá borga ég bara fyrir það?

Króna/EURO