Ég er með jarðgöng á heilanum. Mér hefur verið bent á það hvernig eitt einfalt og stórtækt jarðgangnaverkefni getur haft mikilsverðari áhrif á byggðaþróun á Austurlandi en nokkurt álver. Markmiðið er sjálfbært samfélag.
Hinn danski Axel Beck fyrrverandi framkvæmdastjóri Þróunarfélags Austurlands og núverandi atvinnuráðgjafi í Danmörku sagði frá því á afmæli Þróunarfélagsins á föstudaginn að hefði hann verið spurður hvort ætti frekar að ráðast í. Álver eða jarðgöng - þá hefði hann hiklaust sagt jarðgöng. Því samgöngur eru jú viðurkennd forsenda og undirstaða samfélaga.
Hið svokallaða Samganga verkefni er stórhuga samfélagsverkefni hugsjónamanna sem ætlað er að tengja byggðir á Mið-Austurlandi saman. Fjarlægðir styttast um tugi kílómetra, Fjórðungssjúkrahúsið verður í alfaraleið, flutningskostnaður minnkar, slysum fækkar, viðhald vega minnkar og almenn þjóðhagsleg hagkvæmni næst fram. - Það er alvöru draumur.
Sveitarfélög Austanlands hafa svo tækifæri til að fjármagna verkefnið á eigin vegum og selja eins og ein jarðgöng til Vegagerðarinnar á sex ára fresti.
...og til að fyrirbyggja misskilning þá tengist þetta hvorki Vaðlaheiðargöngum, né Sundabraut - heldur er tillaga heimamanna um umbætur til að gera búsetu og atvinnu á miðausturlandi hagkvæmari og öruggari.
mánudagur, 31. mars 2008
föstudagur, 28. mars 2008
Svipuhöggin hætt að bíta?
Í þessum orðum skrifuðum er krónan að nálgast ný lágmörk.
Á þá að hækka stýrivexti um 2% á morgun?
Held reyndar að það sé að koma í ljós að stýrivaxtahækkun Seðlabankans eftir páska hafði engin áhrif - enda er ósköp lítill munur á svipuhöggi nr. 131 og nr. 132. Svipuhögg ættu líklega að hætta að meiða eftir ákveðinn fjölda, er þetta ekki bara svipað með vaxtastefnu Seðlabankans?
Á þá að hækka stýrivexti um 2% á morgun?
Held reyndar að það sé að koma í ljós að stýrivaxtahækkun Seðlabankans eftir páska hafði engin áhrif - enda er ósköp lítill munur á svipuhöggi nr. 131 og nr. 132. Svipuhögg ættu líklega að hætta að meiða eftir ákveðinn fjölda, er þetta ekki bara svipað með vaxtastefnu Seðlabankans?
fimmtudagur, 27. mars 2008
Áburðinn á túnin fyrst
Ég drekk einn líter af mjólk á dag, og svo borga ég mjólk oní fleiri á mínu heimili.
Þess vegna hlýt ég að velta því fyrir mér hvenær mjólk hækkar í verði og hvers vegna. Sjá frétt
Sérstök verðlagsnefnd búvara segir til um verðið sem framleiðendur fá fyrir mjólkina sína. Hversu gamaldags er þetta? Þegar að verið er að einkavæða í heilbrigðisþjónustu - þá er ennþá til verðlagsnefnd búvara. Það finnst mér fyndið.
Ástæður hækkuninnar eru sagðar vegna hækkunar á kjarnfóðri, áburði og fleiri rekstrarþátta.
Ég get keypt þetta allt saman, nema með áburðinn - hann er nú ekki ennþá kominn á túnin og þaðan af síður heyið sem af honum sprettur í hlöðuna. Væri ekki nær að koma áburðinum á túnin áður en hann veldur hækkunum?
Hví geta mjólkurstöðvarnar ekki keypt mjólk af bændum á því verði sem gengur í það og það skiptið? Hvað er verið að gera með einhverja nefnd? Er þetta ekki haftastefna?
Þess vegna hlýt ég að velta því fyrir mér hvenær mjólk hækkar í verði og hvers vegna. Sjá frétt
Sérstök verðlagsnefnd búvara segir til um verðið sem framleiðendur fá fyrir mjólkina sína. Hversu gamaldags er þetta? Þegar að verið er að einkavæða í heilbrigðisþjónustu - þá er ennþá til verðlagsnefnd búvara. Það finnst mér fyndið.
Ástæður hækkuninnar eru sagðar vegna hækkunar á kjarnfóðri, áburði og fleiri rekstrarþátta.
Ég get keypt þetta allt saman, nema með áburðinn - hann er nú ekki ennþá kominn á túnin og þaðan af síður heyið sem af honum sprettur í hlöðuna. Væri ekki nær að koma áburðinum á túnin áður en hann veldur hækkunum?
Hví geta mjólkurstöðvarnar ekki keypt mjólk af bændum á því verði sem gengur í það og það skiptið? Hvað er verið að gera með einhverja nefnd? Er þetta ekki haftastefna?
þriðjudagur, 18. mars 2008
Allir sofandi þegar skipið sekkur
Nú er semsagt að koma í ljós hversu viðbjóðsleg kjör almenningur í landinu býr við. Það er einmitt hann sem borgar fyrir lélegustu efnahagsstjórn sem þekkist. Fjórða hver króna sem við áttum fyrir nokkrum vikum er nú einskis virði.
Hvernig getur Sjálfstæðisflokkur með alla sína Gettu Betur- og Morfístitti innanborðs lokað augunum og neitað að horfast í augu við raunveruleikann?
Hvernig getur Samfylking með allar sínar rauðsokkur, neytendaráðherra, andstæðinga verðtryggingar og Evrópusinna falið sig í Mexíkó, Abu Dabi og dönskum ritstjórnarskrifstofum þegar efnahagslífið er að hrynja?
Hví í andskotanum stendur ríkisstjórnin í því að kjafta upp lánstraust bankanna þegar allt er að fara til fjandans?
....og svo er ekki einu sinni til plan um hvað eigi að gera í stöðunni. Stjórnmálamenn í landinu vilja líklegast sofa niður í lúkar þegar skipið sekkur - Því Bláa höndin mun ekki hrista þá á fætur.
Hvernig getur Sjálfstæðisflokkur með alla sína Gettu Betur- og Morfístitti innanborðs lokað augunum og neitað að horfast í augu við raunveruleikann?
Hvernig getur Samfylking með allar sínar rauðsokkur, neytendaráðherra, andstæðinga verðtryggingar og Evrópusinna falið sig í Mexíkó, Abu Dabi og dönskum ritstjórnarskrifstofum þegar efnahagslífið er að hrynja?
Hví í andskotanum stendur ríkisstjórnin í því að kjafta upp lánstraust bankanna þegar allt er að fara til fjandans?
....og svo er ekki einu sinni til plan um hvað eigi að gera í stöðunni. Stjórnmálamenn í landinu vilja líklegast sofa niður í lúkar þegar skipið sekkur - Því Bláa höndin mun ekki hrista þá á fætur.
föstudagur, 14. mars 2008
Einstaklingur greiðir fyrir vinnuslys kennara
Þessa frétt staldraði ég við - og hún olli mér hugarangri.
11 ára nemandi lendir í því óviljaverki að valda kennara sínum varanlegu líkamstjóni. Að mínu mati klárt vinnuslys sem atvinnurekandinn hefði átt að sjá sóma sinn í að bæta án málaferla. Móðir barnsins þarf að greiða kennaranum 9 milljónir króna í bætur og 1 milljón í málskostnað. Eiga einstaklingar nú að standa undir kostnaði af vinnuslysum?
Á vinnustað þar sem unnið er með börn og unglinga getur ýmislegt komið upp á. Þarna er um augljóst slys að ræða.
11 ára nemandi lendir í því óviljaverki að valda kennara sínum varanlegu líkamstjóni. Að mínu mati klárt vinnuslys sem atvinnurekandinn hefði átt að sjá sóma sinn í að bæta án málaferla. Móðir barnsins þarf að greiða kennaranum 9 milljónir króna í bætur og 1 milljón í málskostnað. Eiga einstaklingar nú að standa undir kostnaði af vinnuslysum?
Á vinnustað þar sem unnið er með börn og unglinga getur ýmislegt komið upp á. Þarna er um augljóst slys að ræða.
fimmtudagur, 13. mars 2008
Krullaða gyltan
Fyrst ég hef hafist handa við að rita minningar um Ólaf Ragnar Grímsson frá því ég var unglingur eða táningur. Þá verð ég að segja frá minningum mínum úr hinu forna Austurlandskjördæmi, þegar að Davíð hafði unnið formannssigur í Sjálfstæðisflokkunum og leiddi í fyrsta skipti flokkinn í gegnum kosningabaráttu.
Í forgrunni kosningabaráttunnar tók Davíð upp á að kalla Ólaf Ragnar ónefninu "Skattmann". Ekki löngur síðar uppnefndi Ólafur hann "Súper-Skattmann", og vísaði í álögur borgarinnar á skattborgara.
Skopmyndateiknari hins sáluga vikublaðs AUSTRA tók málið upp á sína arma. Ef ég man rétt þá teiknaði hann mynd af Davíð með svínsnef. Ég og liðfélagar mínir í handboltaliði Hattar rákum augun í skopteikninguna á Egilsstaðaflugvelli þegar við sátum og biðum eftir næsta okurflugi frá þáverandi Flugleiðum. Við flissuðum mikið af myndinni. Einhver sagði: "Þetta er eins og krulluð gylta!" og enn var hlegið.
Brá þá svo við að flugvél Flugleiða lenti á Egilsstaðaflugvelli. Nokkrir farþegar voru um borð. Einn þeirra var Davíð Oddsson sem tekið hafði flugið í atkvæðaleit. Við flissuðum mikið þegar hann steig inn í flugstöðina og varð honum litið til okkar, virtist hann ekki alveg öruggur um hvert væri hláturefnið.
Það varð svo að mínu hlutverki að verða sendiboði hópsins. Í hönd mína var settur AUSTRI og ég gekk í hægðum mínum í átt að þáverandi formanni Sjálfstæðiflokksins, ekki var laust við að ég yrði örlítið stressaður. Ég lét mig samt hafa það og pikkaði lauslega í öxlina á honum. Þegar hann leit við sagði ég: "Fyrirgefðu, ég ætla að gefa þér þetta blað - það er mynd af þér hérna sjáðu."
Formaðurinn tók við blaðinu leit á teikninguna og sagði þurrlega. "Þakka þér fyrir." Veltist þá yngsta handboltalið Hattar um af hlátri - og ég skynjaði að best væri fyrir mig að víkja brott frá þessum virðulega manni.
Í forgrunni kosningabaráttunnar tók Davíð upp á að kalla Ólaf Ragnar ónefninu "Skattmann". Ekki löngur síðar uppnefndi Ólafur hann "Súper-Skattmann", og vísaði í álögur borgarinnar á skattborgara.
Skopmyndateiknari hins sáluga vikublaðs AUSTRA tók málið upp á sína arma. Ef ég man rétt þá teiknaði hann mynd af Davíð með svínsnef. Ég og liðfélagar mínir í handboltaliði Hattar rákum augun í skopteikninguna á Egilsstaðaflugvelli þegar við sátum og biðum eftir næsta okurflugi frá þáverandi Flugleiðum. Við flissuðum mikið af myndinni. Einhver sagði: "Þetta er eins og krulluð gylta!" og enn var hlegið.
Brá þá svo við að flugvél Flugleiða lenti á Egilsstaðaflugvelli. Nokkrir farþegar voru um borð. Einn þeirra var Davíð Oddsson sem tekið hafði flugið í atkvæðaleit. Við flissuðum mikið þegar hann steig inn í flugstöðina og varð honum litið til okkar, virtist hann ekki alveg öruggur um hvert væri hláturefnið.
Það varð svo að mínu hlutverki að verða sendiboði hópsins. Í hönd mína var settur AUSTRI og ég gekk í hægðum mínum í átt að þáverandi formanni Sjálfstæðiflokksins, ekki var laust við að ég yrði örlítið stressaður. Ég lét mig samt hafa það og pikkaði lauslega í öxlina á honum. Þegar hann leit við sagði ég: "Fyrirgefðu, ég ætla að gefa þér þetta blað - það er mynd af þér hérna sjáðu."
Formaðurinn tók við blaðinu leit á teikninguna og sagði þurrlega. "Þakka þér fyrir." Veltist þá yngsta handboltalið Hattar um af hlátri - og ég skynjaði að best væri fyrir mig að víkja brott frá þessum virðulega manni.
miðvikudagur, 12. mars 2008
Að hrista soðinn sviðakjamma
Það eru nánast æskuminningar þegar ég tók í hendina á Ólafi Ragnari Grímssyni þegar hann var fyrst í framboði til embættis forseta Íslands. Ég man að nánast afi minn var kosningasmali fyrir hann. Kosningaskrifstofa Ólafs á Egilsstöðum var í Framsóknarkjallaranum þar í bæ. Ég man alltaf fyrir hversu miklum vonbrigðum ég varð þegar ég fékk að hrista lúkuna á honum eftir að hafa staðið í röð til þess arna. Hann rétti fram höndina og ég tók um hönd hans. Eftir að hafa ímyndað mér hraustlegt handaband, innblásið af föðurlandsást, þá varð ég fyrir ótrúlega sárum vonbrigðum. Lúka hans var hálflokuð þar sem hann hélt þumalfingri fast að lófanum. Þannig varnaði hann því að ég gæti fyllt lófa hans með lófa mínum, þannig gátum við ekki orðið að einu í stundarkorn. Því fannst mér eins og ég stæði og hristi soðinn sviðakjamma, í þessar tvær sekúndur áður en hann dró til sín lúkuna á nýjan leik - og leit á þann næsta í röðinni. Með þessari aðferð tókst honum að afgreiða ótrúlegan fjölda handabanda á ótrúlega skömmum tíma.
Ég bíð eftir að Össur lýsi handabandi sínu við Bush í smátriðum - því varla hefur það verið síðra. Svo verður forvitnilegt hvort og hvenær hann fær að snerta karlmannlegan Austurrískan líkama ríkisstjóra Kaliforníu. Mér skilst að þar sé Össur með allt í gangi - en það er víst leyndó hversu margar billjónir af íslenskum aur eigi að fara þangað til fjárfestingar í nýjasta áhugamáli Össurs, sem virðist vera að taka yfir heilaga trú hans á íslenska urriðann.
Ég bíð eftir að Össur lýsi handabandi sínu við Bush í smátriðum - því varla hefur það verið síðra. Svo verður forvitnilegt hvort og hvenær hann fær að snerta karlmannlegan Austurrískan líkama ríkisstjóra Kaliforníu. Mér skilst að þar sé Össur með allt í gangi - en það er víst leyndó hversu margar billjónir af íslenskum aur eigi að fara þangað til fjárfestingar í nýjasta áhugamáli Össurs, sem virðist vera að taka yfir heilaga trú hans á íslenska urriðann.
Frjáls(íþrótta) sjónvarpsstöð
Nú vill formaður frjálsíþróttasambandsins stofna sérstaka sjónvarpsstöð fyrir íþróttagreinar sem hann telur ekki njóta sannmælis á íþróttarásum RÚV og 365. Ég veit ekkert um það hvort sérsambönd ÍSÍ eigi yfir höfuð að reka sjónvarpsstöð. Það er gömul hugmynd að RÚV sendi út sérstaklega á RÚVsport sjónvarpsstöð - en hefur ekki náð fram að ganga.
Allmörg sérsambönd greina sig þarna frá öðrum sérsamböndum. Til að mynda var ekki óskað eftir nærveru KSÍ, HSí og KKÍ. Fyndnast fannst mér að Hestamenn voru ekki boðaðir á fundinn, enda að mati formanns Frjálsíþróttasambandsins ekkert annað sýnt í sjóvarpinu en bolti og hestar. Í hverri viku hefur hestamönnum nefnilega tekist að neyða 25 mínútna sjónvarpsþátt kostuðum af VÍS inn á RúV.
Þegar að hugmynd af þessum toga byrjar í barnalegum hártogunum, þá verður útkoman aldrei nema í besta falli barnaleg.
Allmörg sérsambönd greina sig þarna frá öðrum sérsamböndum. Til að mynda var ekki óskað eftir nærveru KSÍ, HSí og KKÍ. Fyndnast fannst mér að Hestamenn voru ekki boðaðir á fundinn, enda að mati formanns Frjálsíþróttasambandsins ekkert annað sýnt í sjóvarpinu en bolti og hestar. Í hverri viku hefur hestamönnum nefnilega tekist að neyða 25 mínútna sjónvarpsþátt kostuðum af VÍS inn á RúV.
Þegar að hugmynd af þessum toga byrjar í barnalegum hártogunum, þá verður útkoman aldrei nema í besta falli barnaleg.
þriðjudagur, 11. mars 2008
Bílstýrur og bæjarstýrur
Það er stórmerkilegt frumkvöðlastarf sem bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð hafa tekið að sér. Þar er embættismönnum nú í sjálfsvald sett hvernig þeir velja sér starfsheiti. Bæjarstjóri hefur nú þess kost að nefna sig bæjarstýru, og tekur þannig stöðuheiti gildishlaðið karlaveldinu og breytir því í kvenkynsnafnorð. Af því að hún er kona.
Þetta er góðra gjalda vert og sporgöngumennska af hálfu bæjaryfirvalda í Fjarðabyggð. Upphaflega vandamálið við karlkynsorðið “stjóri” er þó frekar takmarkað af íslenskri tungu, heldur en þröngsýni karlaveldisins. Líklegt er að aðrir embættismenn, eða öllu heldur embættiskonur nýti sér þessa heimild til að breyta starfsheiti sínu. Kvenkyns skólastjóri getur nú kallað sig skólastýru. Leikskólastjóri getur kallað sig leikskólastýru. Svo er aftur erfiðara að sjá fyrir hvar kynbreyting nafnorða lýkur í bæjarkerfinu. Mun kvenkyns skólabílstjóri vilja breyta starfsheiti sínu í skólabílstýra? Þetta er erfitt að sjá fyrir. Mun kvenkyns launafulltrúi fara fram á að vera kölluð launastýra? Hvernig fer fyrir orðinu yfirmaður, verður því breytt í yfirkona? Verður orðinu “ræstitæknir”, sem nú er sátt um, breytt í ræstitækna – eða verður horfið aftur til orðsins “ræstingakona” sem þótti niðrandi starfsheiti?
Gömul orðræða er til um starfsheitið sjómaður. Eins og viðhorfin í samfélaginu hafa verið til þessa, hefur þótt góðra gjalda vert að kona sé kölluð sjómaður. Skildi kona vera stoltari af nafnbótinni skipstýra, heldur en skipstjóri? Ætti iðnskólinn að hætta að veita kvenkynsútskriftarnemum “sveinsbréf”, og afhenda þeim “stúlkubréf”? Vill kvenkyns “bóndi” breyta starfsheiti sínu í “bænda” eða hvurnig á að leysa málið fyrir allt samfélagið – það þýðir varla að byrja á toppnum án þess að hugsa málið til enda.
Við nánari skoðun og vangaveltur hef ég komist að því að það sem virðist við fyrstu sýn vera mikilvægt jafnréttismál kynjanna, er í raun höft hinnar íslensku tungu. Aðgreining kynjanna verður með titlabreytingum embættismanna og embættiskvenna augljósari en áður. Að koma í veg fyrir aðgreiningu kynjanna er hins vegar upphaflegi tilgangurinn ef ég skil umræðuna rétt. Fyrir ekki svo löngu vildu forkólfar kvennabaráttunnar jafnvel að nýburar yrðu ekki kyngreindir með bláum og bleikum göllum á fæðingardeildum spítalanna. Þó er í sömu andrá farið fram á kyngreiningu á starfsheitum bæjarstarfsmanna. Í þessu felst ákveðinn tvískinnungur.
Það er umhugsunarefni hvað langt eigi að ganga í að breyta tungumálinu til þess eins að starfsheiti falli að réttu kyni. Starfsheiti er jú falið að lýsa innihaldi starfs, en ekki kyni starfsmannsins/starfskonunnar. Sé starfsheiti breytt eftir kyni fer það meira að snúast um einstaklinginn sem gegnir starfinu heldur en að lýsa starfinu sem einstaklingurinn gegnir. Það var hinn upphaflegi tilgangur, og kvenréttindabarátta ætti að snúa að öðrum hlutum sem enn hafa ekki náð fram.
Þetta er góðra gjalda vert og sporgöngumennska af hálfu bæjaryfirvalda í Fjarðabyggð. Upphaflega vandamálið við karlkynsorðið “stjóri” er þó frekar takmarkað af íslenskri tungu, heldur en þröngsýni karlaveldisins. Líklegt er að aðrir embættismenn, eða öllu heldur embættiskonur nýti sér þessa heimild til að breyta starfsheiti sínu. Kvenkyns skólastjóri getur nú kallað sig skólastýru. Leikskólastjóri getur kallað sig leikskólastýru. Svo er aftur erfiðara að sjá fyrir hvar kynbreyting nafnorða lýkur í bæjarkerfinu. Mun kvenkyns skólabílstjóri vilja breyta starfsheiti sínu í skólabílstýra? Þetta er erfitt að sjá fyrir. Mun kvenkyns launafulltrúi fara fram á að vera kölluð launastýra? Hvernig fer fyrir orðinu yfirmaður, verður því breytt í yfirkona? Verður orðinu “ræstitæknir”, sem nú er sátt um, breytt í ræstitækna – eða verður horfið aftur til orðsins “ræstingakona” sem þótti niðrandi starfsheiti?
Gömul orðræða er til um starfsheitið sjómaður. Eins og viðhorfin í samfélaginu hafa verið til þessa, hefur þótt góðra gjalda vert að kona sé kölluð sjómaður. Skildi kona vera stoltari af nafnbótinni skipstýra, heldur en skipstjóri? Ætti iðnskólinn að hætta að veita kvenkynsútskriftarnemum “sveinsbréf”, og afhenda þeim “stúlkubréf”? Vill kvenkyns “bóndi” breyta starfsheiti sínu í “bænda” eða hvurnig á að leysa málið fyrir allt samfélagið – það þýðir varla að byrja á toppnum án þess að hugsa málið til enda.
Við nánari skoðun og vangaveltur hef ég komist að því að það sem virðist við fyrstu sýn vera mikilvægt jafnréttismál kynjanna, er í raun höft hinnar íslensku tungu. Aðgreining kynjanna verður með titlabreytingum embættismanna og embættiskvenna augljósari en áður. Að koma í veg fyrir aðgreiningu kynjanna er hins vegar upphaflegi tilgangurinn ef ég skil umræðuna rétt. Fyrir ekki svo löngu vildu forkólfar kvennabaráttunnar jafnvel að nýburar yrðu ekki kyngreindir með bláum og bleikum göllum á fæðingardeildum spítalanna. Þó er í sömu andrá farið fram á kyngreiningu á starfsheitum bæjarstarfsmanna. Í þessu felst ákveðinn tvískinnungur.
Það er umhugsunarefni hvað langt eigi að ganga í að breyta tungumálinu til þess eins að starfsheiti falli að réttu kyni. Starfsheiti er jú falið að lýsa innihaldi starfs, en ekki kyni starfsmannsins/starfskonunnar. Sé starfsheiti breytt eftir kyni fer það meira að snúast um einstaklinginn sem gegnir starfinu heldur en að lýsa starfinu sem einstaklingurinn gegnir. Það var hinn upphaflegi tilgangur, og kvenréttindabarátta ætti að snúa að öðrum hlutum sem enn hafa ekki náð fram.
föstudagur, 7. mars 2008
Ævintýri Superman
Á móti skrifstofu minni á Reyðarfirði er staðsett gult bárujárnshús. Þar býr kona um sjötugt. Ég dáðist að henni með öðru auganu í morgun þegar hún mokaði fleiri rúmmetrum af snjó af bílastæðinu sínu. Þetta tók hana svona tvær klukkustundir. Þegar hún lagði frá sér álskófluna við útidyrna heyrðist vélargnýr sem færðist nær og nær. Ég sperrti eyrun, um leið og ég sá hvernig augnlok hennar drógust upp og höfuð hennar reygðist fram.
Vélargnýrin yfirgnæfði loks þögnina í götunni, og traktorsgrafa bæjarins færðist nær og nær. Um leið og hún lagði hönd sína á hjartað, og virtist fyllast angist. Brunaði traktorsgrafa bæjarins framhjá og fyllti bílastæði hennar af snjó á nýjan leik. Hún sneri sér við í snatri, opnaði útidyrahurðina og gekk inn. Þegar vélargnýrin fjarlægðist óðum og þögn var að komast á, þá mátti heyra dyninn í hurðastafnum þegar konan skellti hurðinni af fullu afli.
Ég tók af mér gleraugun. og smellti mér í Superman búninginn, flaug yfir götuna og mokaði snjó í gríð og erg af bílastæði hennar. Eftir að Súpermann hafði mokað af offorsi í um 20 mínútur varð leið bifreiðar hennar greið út úr bílastæðinu á nýjan leik. Kevin Klark þóttist lítið vita þegar hún gerði sér ferð yfir götuna til að þakka fyrir - en hann þáði þó mjólkurglas og hafrakex með osti og smjöri í gullituðu bárujárnshúsi.
Góða helgi.
Vélargnýrin yfirgnæfði loks þögnina í götunni, og traktorsgrafa bæjarins færðist nær og nær. Um leið og hún lagði hönd sína á hjartað, og virtist fyllast angist. Brunaði traktorsgrafa bæjarins framhjá og fyllti bílastæði hennar af snjó á nýjan leik. Hún sneri sér við í snatri, opnaði útidyrahurðina og gekk inn. Þegar vélargnýrin fjarlægðist óðum og þögn var að komast á, þá mátti heyra dyninn í hurðastafnum þegar konan skellti hurðinni af fullu afli.
Ég tók af mér gleraugun. og smellti mér í Superman búninginn, flaug yfir götuna og mokaði snjó í gríð og erg af bílastæði hennar. Eftir að Súpermann hafði mokað af offorsi í um 20 mínútur varð leið bifreiðar hennar greið út úr bílastæðinu á nýjan leik. Kevin Klark þóttist lítið vita þegar hún gerði sér ferð yfir götuna til að þakka fyrir - en hann þáði þó mjólkurglas og hafrakex með osti og smjöri í gullituðu bárujárnshúsi.
Góða helgi.
fimmtudagur, 6. mars 2008
Veiðileyfi gefið út á dýrið
Hæ ég heiti Einar. Það er búið að gefa út á mig veiðileyfi í Jökuldal. Er víst siðlaus, illviljaður og tala úr mórölsku hásæti - jú og ég var víst líka kallaður fífl.
Skrif mín í staðarblaðið um skemmtiatriði á þorrablóti sveitarinnar virðast hafa valdið uppnámi á nokkrum bæjum í Jökuldalnum. Einn bóndinn sagði mér að hann ætti spánýjan riffil sem færi svo illa með mig að ég yrði óþekkjanlegur á eftir. Þarf að keyra í gegnum sveitina seinni partinn á morgun á leið minni til Þórshafnar - þannig að bóndinn ætti að hafa séns á skjóta mig úr launsátri.
Hins vegar á ég á Jökuldal líka ágætis vini og kunningja - og trausta heimildamenn.
_______________
p.s. - Mun keyra fram hjá um kl. 17:15.
Skrif mín í staðarblaðið um skemmtiatriði á þorrablóti sveitarinnar virðast hafa valdið uppnámi á nokkrum bæjum í Jökuldalnum. Einn bóndinn sagði mér að hann ætti spánýjan riffil sem færi svo illa með mig að ég yrði óþekkjanlegur á eftir. Þarf að keyra í gegnum sveitina seinni partinn á morgun á leið minni til Þórshafnar - þannig að bóndinn ætti að hafa séns á skjóta mig úr launsátri.
Hins vegar á ég á Jökuldal líka ágætis vini og kunningja - og trausta heimildamenn.
_______________
p.s. - Mun keyra fram hjá um kl. 17:15.
Ísland viðurkenni Vestfirði
Datt í hug að fyrst Ísland er búið að viðurkenna Kosovo, hvort það væri ekki ágætt að næsta skref væri að viðurkenna Vestfirði. Það væri hægt að senda utanríkisráðherra þarna vestur, eða iðnaðarráðherrann þar sem hann hefur reynslu af ferðalögum til framandi landa.
________________________________________
....eða eigum við kannski að fjárfesta fyrir billjónir í orkuiðnaði í Kalíforníu áður en við getum skapað Vestfirðingum atvinnu?
________________________________________
Var að spá í að kaupa mér belju, en áttaði mig svo á að ég hef engan rétt á að fá greitt sama verð fyrir mjólkina úr henni og beljueigendur sem eiga "kvóta", þannig að ég hætti við.
________________________________________
....eða eigum við kannski að fjárfesta fyrir billjónir í orkuiðnaði í Kalíforníu áður en við getum skapað Vestfirðingum atvinnu?
________________________________________
Var að spá í að kaupa mér belju, en áttaði mig svo á að ég hef engan rétt á að fá greitt sama verð fyrir mjólkina úr henni og beljueigendur sem eiga "kvóta", þannig að ég hætti við.
miðvikudagur, 5. mars 2008
Tengdapabbi með betra lánstraust en Kaupþing?
Sko....
Tengdafaðir minn er þýskur og býr í Þýskalandi. Hann var að athuga með lán fyrir mig í Þýskalandi. Hann sagði mér að eðlilega gæti ég ekki tekið lán þar, en hann gæti tekið fyrir mig lán þannig að í hverjum mánuði myndi ég greiða honum og hann bankanum.
Já út úr athugun hans kom að hann gat fengið lán á 6,8% óverðtryggðum vöxtum. Honum fannst það frekar léleg kjör.
Í framhaldi af þessu fór ég að velta fyrir mér risaláni Kaupthings sem sagt var m.a. frá í fréttum RÚV í gær. Þar skildist mér að þeir tækju risalán á 7% vöxtum.
Fór þá að velta fyrir mér hvort tengdapabbi væri með betra lánstraust en Kaupthing. Fór líka að velta fyrir mér hvort ég ætti að bjóða Kaupþingi að tengdapabbi tæki fyrir þá lán.......
Tengdafaðir minn er þýskur og býr í Þýskalandi. Hann var að athuga með lán fyrir mig í Þýskalandi. Hann sagði mér að eðlilega gæti ég ekki tekið lán þar, en hann gæti tekið fyrir mig lán þannig að í hverjum mánuði myndi ég greiða honum og hann bankanum.
Já út úr athugun hans kom að hann gat fengið lán á 6,8% óverðtryggðum vöxtum. Honum fannst það frekar léleg kjör.
Í framhaldi af þessu fór ég að velta fyrir mér risaláni Kaupthings sem sagt var m.a. frá í fréttum RÚV í gær. Þar skildist mér að þeir tækju risalán á 7% vöxtum.
Fór þá að velta fyrir mér hvort tengdapabbi væri með betra lánstraust en Kaupthing. Fór líka að velta fyrir mér hvort ég ætti að bjóða Kaupþingi að tengdapabbi tæki fyrir þá lán.......
þriðjudagur, 4. mars 2008
Mér er sama - um Obama
Ég er einn af þessum "bændamoððerfokkerum" sem er alveg hjartanlega sama um 3ja mánaða langa prófkjörsbaráttu Obama og Clinton hinum megin við Atlantshafið.
Þó að tveir fréttaritarar RÚV í fullu starfi hafi það að atvinnu að fylgjast með prófkjörinu. Þá er mér sama um Obama.
Þó að tuttugu frábærustu bloggarar landsins bloggi um hvernig gekk í prófkjörsbaráttunni í fátækrahverfi í Alaska. Þá er mér sama um Obama.
Þó að Össur Skarphéðinsson sé staddur á miðjum vígvellinum að læra um hvernig rautt bindi fjölgar atkvæðum. Þá er mér sama um Obama.
Þó að mér sé sagt reglulega frá prófkjörinu í fjórum netfréttamiðlum, þremur dagblöðum og í Silfri Egils. Þá er mér sama um Obama
____________________________________
Þó að Clinton og þessi Obama
þeysi með "atkvæðasökker"
Þá er mér nokkuð sama
því ég er "bændamoððerfökker"
Þó að tveir fréttaritarar RÚV í fullu starfi hafi það að atvinnu að fylgjast með prófkjörinu. Þá er mér sama um Obama.
Þó að tuttugu frábærustu bloggarar landsins bloggi um hvernig gekk í prófkjörsbaráttunni í fátækrahverfi í Alaska. Þá er mér sama um Obama.
Þó að Össur Skarphéðinsson sé staddur á miðjum vígvellinum að læra um hvernig rautt bindi fjölgar atkvæðum. Þá er mér sama um Obama.
Þó að mér sé sagt reglulega frá prófkjörinu í fjórum netfréttamiðlum, þremur dagblöðum og í Silfri Egils. Þá er mér sama um Obama
____________________________________
Þó að Clinton og þessi Obama
þeysi með "atkvæðasökker"
Þá er mér nokkuð sama
því ég er "bændamoððerfökker"
mánudagur, 3. mars 2008
Seyðfirsk rómantík
Ég er einn af þeim sem vermdu sófann og horfði á Kaldaljós Hilmars Oddssonar í sjónvarpi Ríkisins í gærkveldi. Þar sást meðal annars einstök götumynd með Seyðisfjarðarkirkju í bakgrunni - og það besta er að þetta er allt saman raunverulega leikmynd sem kostar ekkert aukalega.
Ég fylltist austfirsku stolti þegar ég horfði á götumyndir Seyðisfjarðarbæjar í kvikmyndinni. Seinast var ég á Seyðisfirði á föstudag og dáðist þar að hversu vel Seyðfirðingar standa að viðhaldi á gömlum húsum. Þar sá ég að endurbætur standa yfir á að minnsta kosti tveimur eldri húsum og munu þau bætast í hóp þeirra fjölmörgu húsa á staðnum sem hljóta tilhlýðilega virðingu. Með færslunni birtist tilviljanakennd ljósmynd sem ég tók af einhverju húsi í firðinum. Einnig hengdi ég við mynd af kirkjunni tekna sama dag.
Seyðfirðingar þurfa reyndar ekki að kljást við lóðaskort undir verslunarmiðstöðvar og því freistar þeirra ekkert að láta húsin standa í niðurníðslu uns þau eru mörg hundruð milljón króna virði.
sunnudagur, 2. mars 2008
Borg í ríki, eða ríki í borg.....
Ég hallast ætíð meir að því að Ísland verði brátt borgríki. Það væri samt sem áður ekki lógískt af okkur að gerast slík þjóð. Borgríki verða til á auðlindasnauðum landsvæðum. Ísland er hins vegar ríkt af auðlindum og því skrítið að skilja þessa þróun.
Auðlindir sjávar hafa byggt okkur upp velferðarríki og höfuðborg sem getur boðið upp á frábæra þjónustu. Sveitir landsins hafa gefið okkur mjólk í grautinn og kjöt í soðið. Vatnsorkan hefur gefið rafmagnið og aukin lífsgæði. Hiti jarðar hefur gefið okkur hlý hús og líka rafmagn. Skrítið að landsbyggðinni vaxi ekki ásmegin automatískt við þessar aðstæðar. Við hljótum að vera að gera eitthvað rangt.
Ég vona að Ísland verði ekki borgríki - þó margt bendi til þess.
Auðlindir sjávar hafa byggt okkur upp velferðarríki og höfuðborg sem getur boðið upp á frábæra þjónustu. Sveitir landsins hafa gefið okkur mjólk í grautinn og kjöt í soðið. Vatnsorkan hefur gefið rafmagnið og aukin lífsgæði. Hiti jarðar hefur gefið okkur hlý hús og líka rafmagn. Skrítið að landsbyggðinni vaxi ekki ásmegin automatískt við þessar aðstæðar. Við hljótum að vera að gera eitthvað rangt.
Ég vona að Ísland verði ekki borgríki - þó margt bendi til þess.
laugardagur, 1. mars 2008
Að "heiðra" með nærveru
Ég horfði á arfaslaka Framara tapa auðveldlega fyrir Valsmönnum í bikarúrslitaleik handboltans í dag.
Ég horfði líka á Ólaf F. Borgarstjóra taka í hendur allra leikmanna fyrir leikinn. Ekki skrítið að Frömmurum hafi verið mislagðar hendur í kjölfarið.
Hefði ég verið í vinnu hjá HSÍ þá hefði ég látið það vera mitt fyrsta verk að hringja ekki í Ólaf til að biðja hann um að "heiðra" samkomuna með nærveru sinni.
Ég horfði líka á Ólaf F. Borgarstjóra taka í hendur allra leikmanna fyrir leikinn. Ekki skrítið að Frömmurum hafi verið mislagðar hendur í kjölfarið.
Hefði ég verið í vinnu hjá HSÍ þá hefði ég látið það vera mitt fyrsta verk að hringja ekki í Ólaf til að biðja hann um að "heiðra" samkomuna með nærveru sinni.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)