föstudagur, 14. mars 2008

Einstaklingur greiðir fyrir vinnuslys kennara

Þessa frétt staldraði ég við - og hún olli mér hugarangri.

11 ára nemandi lendir í því óviljaverki að valda kennara sínum varanlegu líkamstjóni. Að mínu mati klárt vinnuslys sem atvinnurekandinn hefði átt að sjá sóma sinn í að bæta án málaferla. Móðir barnsins þarf að greiða kennaranum 9 milljónir króna í bætur og 1 milljón í málskostnað. Eiga einstaklingar nú að standa undir kostnaði af vinnuslysum?

Á vinnustað þar sem unnið er með börn og unglinga getur ýmislegt komið upp á. Þarna er um augljóst slys að ræða.

7 ummæli:

Ágúst Borgþór sagði...

Móðirin þarf semsagt að gjalda það dýru verði að skólinn gat ekki verndað dóttur hennar fyrir einelti.

Nafnlaus sagði...

þetta er nákvæmlega það sem ég hugsaði þegar ég las þessa frétt, móðirin hlýtur að áfrýja þessum dóm.

Nafnlaus sagði...

Er barnið sem sagt ekki á ábyrgð kennarans/skólans þegar það er í skólanum ?

Hafa fórnarlömb líkamsárasa nokkurn tímann fengið svona háar bætur ?

Enn einn óskiljanlegur dómur frá íslensku réttarkerfi.

Nafnlaus sagði...

Nú veit ég ekkert um aðdragandann í málinu en veit að nemandi olli kennara varanlegum skaða í skólanum.
Það er mjög miður.
Ég reyndi nokkrum sinnum að meiða kennara.
Allt getur gerst í þessari vinnu.
Vinnuslys.
Mikið afskaplega þykir mér ósangjarnt að móðirin þurfi að borga.
Er líklegt að hún hafi bol- og fjármagn til að áfrýja?

Þetta er hrikalegt.

Nafnlaus sagði...

hverslags endemis bull er þetta? Kommon lesið andsk.. dóminn ekki bara það sem mbl eða visir þylur upp úr honum. Hér er tryggingafélag, sem neitaði að borga konunni, á grundvelli þess að ekki væri um skaðabótaábyrgð krakkans að ræða, dæmt til greiðslu bóta. Lesið dóminn betur. Ótrúlegt þetta þjóðfélag.

Nafnlaus sagði...

Merkilegur dómur. Vekur foreldra til umhugsunar. Foreldrar eru ábyrgir gerða barna sinna jafnt í skólanum sem utan hans.

Annars finnst mér furðulegt að dómurinn skuli ekki komast að þeirri niðurstöðu að slysahætta er augljós af svona rennihurðum. Þær eru stórhættulegar. Það er hægt að ná svo miklum krafti í þær þegar þeim er rennt af afli. Mér finnst skólinn í praktík viðurkenna bótaskyldu með því að festa hurðina eftir þetta hörmulega slys.

Mér finnst rökrétt að bæði skóli og foreldri barns séu bótaskyld í þessu tilfelli.

Jón H. Eiríksson

Nafnlaus sagði...

Tek undir með nafnlausum, mogginn hefði alveg mátt láta það koma fram í fréttinni að um er að ræða tryggingafélag sem á að borga tjónið, neitar að borga nema staðfest sé að bótaábyrgðin sé krakkans og nú hefur það verið staðfest.

Svo er hitt aftur á móti allt önnur pæling sem á fyllilega rétt á sér, hvort aðrar reglur eigi að gilda á þessum vinnustöðum en öðrum, enda algengt að vinnuveitandi verði að bæta það tjón sem starfsmenn verði fyrir í vinnunni.

Hvað varðar það sem jón hallur spyr um, þá er í þessu tilfelli dæmdar bætur út frá skaða kennarans, miskabætur eru 0kr, en í líkamsárásamálum er oftast um allnokkrar miskabætur að ræða í viðbót við skaðabæturnar, sem aftur á móti eru sjaldnast háar (enda tjónið ekki varanlegt)

Króna/EURO