mánudagur, 31. mars 2008

Jarðgangna draumar

Ég er með jarðgöng á heilanum. Mér hefur verið bent á það hvernig eitt einfalt og stórtækt jarðgangnaverkefni getur haft mikilsverðari áhrif á byggðaþróun á Austurlandi en nokkurt álver. Markmiðið er sjálfbært samfélag.

Hinn danski Axel Beck fyrrverandi framkvæmdastjóri Þróunarfélags Austurlands og núverandi atvinnuráðgjafi í Danmörku sagði frá því á afmæli Þróunarfélagsins á föstudaginn að hefði hann verið spurður hvort ætti frekar að ráðast í. Álver eða jarðgöng - þá hefði hann hiklaust sagt jarðgöng. Því samgöngur eru jú viðurkennd forsenda og undirstaða samfélaga.

Hið svokallaða Samganga verkefni er stórhuga samfélagsverkefni hugsjónamanna sem ætlað er að tengja byggðir á Mið-Austurlandi saman. Fjarlægðir styttast um tugi kílómetra, Fjórðungssjúkrahúsið verður í alfaraleið, flutningskostnaður minnkar, slysum fækkar, viðhald vega minnkar og almenn þjóðhagsleg hagkvæmni næst fram. - Það er alvöru draumur.

Sveitarfélög Austanlands hafa svo tækifæri til að fjármagna verkefnið á eigin vegum og selja eins og ein jarðgöng til Vegagerðarinnar á sex ára fresti.

...og til að fyrirbyggja misskilning þá tengist þetta hvorki Vaðlaheiðargöngum, né Sundabraut - heldur er tillaga heimamanna um umbætur til að gera búsetu og atvinnu á miðausturlandi hagkvæmari og öruggari.

Engin ummæli:

Króna/EURO