miðvikudagur, 12. mars 2008

Frjáls(íþrótta) sjónvarpsstöð

Nú vill formaður frjálsíþróttasambandsins stofna sérstaka sjónvarpsstöð fyrir íþróttagreinar sem hann telur ekki njóta sannmælis á íþróttarásum RÚV og 365. Ég veit ekkert um það hvort sérsambönd ÍSÍ eigi yfir höfuð að reka sjónvarpsstöð. Það er gömul hugmynd að RÚV sendi út sérstaklega á RÚVsport sjónvarpsstöð - en hefur ekki náð fram að ganga.

Allmörg sérsambönd greina sig þarna frá öðrum sérsamböndum. Til að mynda var ekki óskað eftir nærveru KSÍ, HSí og KKÍ. Fyndnast fannst mér að Hestamenn voru ekki boðaðir á fundinn, enda að mati formanns Frjálsíþróttasambandsins ekkert annað sýnt í sjóvarpinu en bolti og hestar. Í hverri viku hefur hestamönnum nefnilega tekist að neyða 25 mínútna sjónvarpsþátt kostuðum af VÍS inn á RúV.

Þegar að hugmynd af þessum toga byrjar í barnalegum hártogunum, þá verður útkoman aldrei nema í besta falli barnaleg.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Og ætli hestarnir séu nú ekki þar með með meiri umfjöllun en allavega körfubolti í íslensku sjónvarpi, sem og handbolti m.v. hvernig RÚV sinnti honum (ekki) fyrir áramót.

Hinsvegar mun þessi sjónvarpsstöð varla slefa í 100 áskrifendur ef þeir ætla að útiloka það efni sem gæti mögulega selt hana

Króna/EURO