fimmtudagur, 27. mars 2008

Áburðinn á túnin fyrst

Ég drekk einn líter af mjólk á dag, og svo borga ég mjólk oní fleiri á mínu heimili.

Þess vegna hlýt ég að velta því fyrir mér hvenær mjólk hækkar í verði og hvers vegna. Sjá frétt

Sérstök verðlagsnefnd búvara segir til um verðið sem framleiðendur fá fyrir mjólkina sína. Hversu gamaldags er þetta? Þegar að verið er að einkavæða í heilbrigðisþjónustu - þá er ennþá til verðlagsnefnd búvara. Það finnst mér fyndið.

Ástæður hækkuninnar eru sagðar vegna hækkunar á kjarnfóðri, áburði og fleiri rekstrarþátta.

Ég get keypt þetta allt saman, nema með áburðinn - hann er nú ekki ennþá kominn á túnin og þaðan af síður heyið sem af honum sprettur í hlöðuna. Væri ekki nær að koma áburðinum á túnin áður en hann veldur hækkunum?

Hví geta mjólkurstöðvarnar ekki keypt mjólk af bændum á því verði sem gengur í það og það skiptið? Hvað er verið að gera með einhverja nefnd? Er þetta ekki haftastefna?

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er nokkuð sérstök ályktun um áburðinn: Eðlilega reyna allir sem eru í rekstri að hækka sínar tekjum um leið og kostnaður eykst hjá þeim. Liggur ekki í augum uppi að bændur eru að kaupa áburð fyrir sumarið núna?

Nafnlaus sagði...

Tek undir svansson, bændur byrjuðu að kaupa áburð í janúar og eru að kaupa hann þessa dagana. Þá er komið hálft ár síðan kjarnfóður hækkaði verulega vegna hækkandi verðs á korni og fiskimjöli. Þá eru bændur líka að kaupa sáðvöru þessa dagana og hefur hún hækkað um 80%.
Þannig að núna er verið að bregðast við vegna gamalla hækkana á kjarnfóðri og núverandi hækkana á áburði og sáðvöru. Þá má heldur ekki gleyma hækkunum á eldsneyti.
Þú vilt kannski að bændur brúi bilið með yfirdrætti fyrst og fái svo hækkun?

Nafnlaus sagði...

Starfar þessi verðlagsnefnd ekki ennþá vegna þess að bændum er ekki treystandi til að verðleggja sjálfum?

Unknown sagði...

Það sem þarf að gerast er að gefa innflutning landbúnaðarvara frjálsan og leggja niður verðlagseftirlitið. Markaðurinn sér um rest. Menn tala um að styrkja landbúnað til að halda atvinnuveginum lið og halda verði lágu til neytenda? Hvernig eru peningar fengnir til verksins? Í skattheimtu að sjálfsögðu og afleiðingin er tap neytenda í formi of hárra skatta og lægri gæða en ella á vörunni

Einar sagði...

Svansson: Eitt er að panta, annað að kaupa og það þriðja að borga.

...reyndar er stærsti höfuðverkurinn þessi verðlagsnefnd.

Nafnlaus sagði...

Bændur eru eina stéttin í landinu sem mér er kunnugt um þar sem ríkið stýrir tekjum til þeirra en þeir þurfa að taka á sig sveiflur í kostnaði. Tek undir með fyrri ræðumanni, fellum niðurinnflutningshöft og afnemum niðurgreiðslur og verðstjórnun.

Króna/EURO