þriðjudagur, 18. mars 2008

Allir sofandi þegar skipið sekkur

Nú er semsagt að koma í ljós hversu viðbjóðsleg kjör almenningur í landinu býr við. Það er einmitt hann sem borgar fyrir lélegustu efnahagsstjórn sem þekkist. Fjórða hver króna sem við áttum fyrir nokkrum vikum er nú einskis virði.

Hvernig getur Sjálfstæðisflokkur með alla sína Gettu Betur- og Morfístitti innanborðs lokað augunum og neitað að horfast í augu við raunveruleikann?

Hvernig getur Samfylking með allar sínar rauðsokkur, neytendaráðherra, andstæðinga verðtryggingar og Evrópusinna falið sig í Mexíkó, Abu Dabi og dönskum ritstjórnarskrifstofum þegar efnahagslífið er að hrynja?

Hví í andskotanum stendur ríkisstjórnin í því að kjafta upp lánstraust bankanna þegar allt er að fara til fjandans?

....og svo er ekki einu sinni til plan um hvað eigi að gera í stöðunni. Stjórnmálamenn í landinu vilja líklegast sofa niður í lúkar þegar skipið sekkur - Því Bláa höndin mun ekki hrista þá á fætur.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Óheppilegt að þú skulir ekki vita hvað þú ert að tala um..

Einar sagði...

Ég vona að því sé þannig farið.

Nafnlaus sagði...

Full ástæða til svartsýni og ég tek undir margt sem þú ert að segja - nema ég er miklu penni en þú og blóta ekki svona mikið...

Nafnlaus sagði...

Var of fljót á mér að senda athugasemdina - ég á þessa fyrir ofan.
Jónína Rós

Nafnlaus sagði...

Róum okkur. Nú er bara að bíða... ekki kaupa neitt nema kannski bíla og kók. Svo er það líka Helguvík. Það verður sko frábært. Ég segi meira ál og kaupa hlutabréf í íslenskri fiskvinnslu.

Og Einar. Ekki blóta eða segja það sem þér finnst. Það er ekki líklegt til vinnings.

Nafnlaus sagði...

Hey! Hefur þú eitthvað á móti Gettu Betur og Morfís-tittum.

Króna/EURO