Það eru nánast æskuminningar þegar ég tók í hendina á Ólafi Ragnari Grímssyni þegar hann var fyrst í framboði til embættis forseta Íslands. Ég man að nánast afi minn var kosningasmali fyrir hann. Kosningaskrifstofa Ólafs á Egilsstöðum var í Framsóknarkjallaranum þar í bæ. Ég man alltaf fyrir hversu miklum vonbrigðum ég varð þegar ég fékk að hrista lúkuna á honum eftir að hafa staðið í röð til þess arna. Hann rétti fram höndina og ég tók um hönd hans. Eftir að hafa ímyndað mér hraustlegt handaband, innblásið af föðurlandsást, þá varð ég fyrir ótrúlega sárum vonbrigðum. Lúka hans var hálflokuð þar sem hann hélt þumalfingri fast að lófanum. Þannig varnaði hann því að ég gæti fyllt lófa hans með lófa mínum, þannig gátum við ekki orðið að einu í stundarkorn. Því fannst mér eins og ég stæði og hristi soðinn sviðakjamma, í þessar tvær sekúndur áður en hann dró til sín lúkuna á nýjan leik - og leit á þann næsta í röðinni. Með þessari aðferð tókst honum að afgreiða ótrúlegan fjölda handabanda á ótrúlega skömmum tíma.
Ég bíð eftir að Össur lýsi handabandi sínu við Bush í smátriðum - því varla hefur það verið síðra. Svo verður forvitnilegt hvort og hvenær hann fær að snerta karlmannlegan Austurrískan líkama ríkisstjóra Kaliforníu. Mér skilst að þar sé Össur með allt í gangi - en það er víst leyndó hversu margar billjónir af íslenskum aur eigi að fara þangað til fjárfestingar í nýjasta áhugamáli Össurs, sem virðist vera að taka yfir heilaga trú hans á íslenska urriðann.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Skil þig vel, bar alltaf milkla virðingu fyrir Ólafi og var svo boðið í höllina á Bessastöðum fyrir nokkrum árum og var búinn að hlakka til að taka í spaðann á honum nema hvað að það var sama sagan þetta var einsog þú lýsir, tómur lopavetlingur, kannski angóru en helvíti máttlaust og alveg glatað.
Skrifa ummæli