laugardagur, 18. október 2008

Fall heimskunnar


Sumar vefsíður eru fróðlegri en aðrar. Ef vera skildi að þessi vefsíða verði tekin niður á næstu dögum, munu tvær greinar úr safni hennar varðveitast hér. Nei - þessi síða er ekkert grín - þetta er í alvörunni. Lifandi staðfesting á þeirri bjargföstu trú okkar, að við værum svo déskoti klÁr.



_________



Afsakið mig ef ég er flón, en kapítalismi er hagkerfi byggt á eignarhaldi einstaklinga á framleiðslu og verslun. Frjáls markaður sem byggist á framboði og eftirspurn.





Það skyldi þó ekki vera að við Íslendingar höfum gleymt einni breytu. Þeirri mikilvægustu í kapítalísku hagkerfi, þ.e. framleiðslunni. Að framleiða fyrir meiri verðmæti heldur en við notum.


Getur þannig verið að kapítalískt hagkerfi hafi ekki verið til á Íslandi nú hin síðari ár, heldur eitthvað sem við sísvona trúðum að væri kapítalískt hagkerfi. Að minnsta kosti er öruggt að við lifðum í blekkingu. Við framleiddum minna en við notuðum.



Peningar eru ávísun á verðmæti, þ.e. framleiðslu. Alla þá peninga sem við fáum að láni þurfum við að framleiða fyrir síðar, til að greiða tilbaka. Þegar við tökum lán ætti það samkvæmt þessu að vera til að auka framleiðslu. Þegar aukning á framleiðslu er ekki í takti við aukningu lántökunnar, erum við þá ekki í djúpum skít? Er það sem gerðist? Er þetta ekki einfalt reikningsdæmi?


Vorum við að upplifa fall heimskunnar? Frekar en fall kapítalismans?

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góðann daginn...

Ég er sammála þér mestmegnis, en það má þó ekki gleyma því að skilgreiningin á framleiðslu er og hefur verið að breytast á seinustu árum. Það er nokkuð ljóst að framleiðsla á hugviti og upplýsingum er og mun verða það verðmætasta. Slík framleiðsla þarfnast ekki náttúruauðlinda...

Hinsvegar má samt alltaf deila um það hvort við höfum verið í slíkum útflutningi seinustu ár.

Sennilega ekki...

Mér verður einna til hugsað til bókarinnar Brave New World eftir A. Huxley. Þar sem ríkið hefur reynt að halda okkur í skefjun með hypnótíu og "sóma" meðan Alpha og Beta fólkið hefur fengið að leika sér með "loftpeninga" í útlöndum...

Nú er komið að ypsilon fólkinu að vinna fyrir elítunni...

Unknown sagði...

Heyr heyr Einar

Þrátt fyrir að nýjar framleiðslueiningar hafi komið inn á síðustu árum Garðar að þá stendur þó eftir að enn er þörf á að framleiðslan sé meiri en neyslan, að verðmæta sköpunin sé meiri en eyðslan.

Nafnlaus sagði...

Já við orum einmitt að upplifa fall heimskunnar - - sem er þessi öfga-græðgisvæddi-dólga-kapítalismi með trúarhita frjálshyggjunnar. Þetta fer sem sagt saman - en er ekki annað hvort.

Nafnlaus sagði...

Sæll Einar,

Þar sem það er efninu skylt bendi ég þér á söguna um intellektúal maurinn.

http://whosyourdadi.wordpress.com/2008/10/18/saga-um-intellektual-maur/

Króna/EURO