fimmtudagur, 9. október 2008

Líf mitt er á misskilningi byggt

Við lifum í einum stórum misskilningi. Er það kannski misskilningur?

Misskilningur varð þess víst valdandi að bankinn sem ég verslaði við frá því ég var fjögurra ára gamall er ein rjúkandi rúst.

Misskilningur varð þess valdandi að við töldum að Rússar ætluðu að lána okkur skrilljónir. 

Misskilningur Mr. Darling við Dagfinn dýralækni varð til þess að Bretar settu okkur á lista hryðjuverkamanna.

Er ég eitthvað að misskilja?

(Kannski lýsandi dæmi í ljósi stöðunnar)


venlig hilsen.



3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góður, aftur.

Nafnlaus sagði...

mér finnst svolítið skemmtilegt að Dagfinnur dýralæknir heitir Doolittle á ensku

Nafnlaus sagði...

Hárrétt ábending hjá þér.

Þetta er allt bara leiðinlegur misskilningur.

Króna/EURO