Í gær missti þáttastjórnandi á ríkissjónvarpinu stjórn á tilfinningum sínum. Reiði stjórnandans beindist að ráðalausum holdgervingi hinnar íslensku útrásar. Fyrirfram hefði verið hægt að búast við vel undirbúnu viðtali, þar sem hinn meinti holdgervingur íslenskrar alþýðu hafði nokkra daga til að undirbúa sig undir viðtalið. Hann hafði hins vegar punktað hjá sér nokkrar "staðreyndir" frá Gróu á leyti ásamt nokkrum ágætum og sjálfsögðum spurningum. Fljótlega varð þó ljóst að spyrillinn notaði tækifærið til að ausa úr barmafullum skálum reiði sinnar, og breyttist það sem átti að vera öguð, óhikuð, þjarmandi og vönduð yfirheyrslaútgáfa sjónvarpsviðtals í eitthvað allt annað og miklu minna.
Ég gapti á þáttastjórnandann missa stjórn á sjóðandi heitum og viðkvæmum tilfinningum sínum. Á stund sannleikans kastaði hann fram órökstuddum kjaftasögum, reiðilestri og framíköllum. Svo virtist sem samþjöppuð reiði undanfarinna vikna hafi sprengt þáttastjórnandann og gert hann að stjórnlausu tæki á ögurstundu. Sumar ef velydduðum spurningum stjórnandans misstu því miður marks, því hann kastaði fram þeirri næstu og svo næstu áður en holdgervingur útrásarinnar gat svarað því sem að honum var beint. Þarna virðist sem eitthvert besta tækifæri fjölmiðlamanns hin síðari ár hafi runnið í ræsið glitrandi tárum.
Það sem gat orðið merkilegasta sjónvarpsviðtal þessa árs breyttist í tilfinningalega afhjúpun. Gat á engan hátt túlkast sem upplýsandi, vitsmunalegt, fágað, gott, vandað, skemmtilegt eða skynsamt.
11 ummæli:
átt þú við útvapsþáttinn í sjónvarpinu
kv baddibæk
Algjörlega ósammála þér.
Bara sammála þér.
Eg er yfir hofud nokkud hrifinn af Agli, en eg gaeti ekki verid ter meira sammala eg var ad horfa a vidtalid fyrst adan a netinu og vard fyrir gifurlegum vonbrigdum, tu hittir naglan a hofudid, hann var illa undirbuin!!!
Ég varð fyrir miklum vonbrigðum því ég bjóst við upplýsandi viðtali en ekki eintali þáttastjórnanda. Afar ófaglegt og ófyrirgefanlegt af Agli þegar mann þyrstir í skýringar og sjónarmið þeirra sem liggja nú undir ámæli fyrir að hafa sett þjóðarskútuna á hliðina. Ef þátturinn hefði hins vegar verið kynntur sem opinber flenging Jóns Ásgeirs af hálfu Egils fyrir hönd þjóðarinnar, þá á hann eflaust hrós skilið að mati margra.
Hin réttláta reiði stjórnandans víkur fyrir skynsömum og öguðum vinnubrögðum...en þetta gat ekki komið á betri tíma fyrir Binga...nema hvað alþýðan mun bíða spennt eftir næsta stjórnleysi í sjónvarpi. Fólk vill sjó blóð!
Egill fær urmul af bréfum og alveg örugglega sorglegar sögur úr raunveruleika fólks. Mér finnst ekki skrýtið að hann sé reiður.
Ég er reið og ég er hrædd um að börnin mín endi í þrælakistunni eins og ég hef þurft að þræla alla ævi.
Hvað er að ykkur? Á alltaf að bæla tilfinningarnar?
Því miður þá var þetta algert klúður hjá Agli.
En jafnframt má segja að þetta hafi verið kjarkað af Jóni Ásgeiri að mæta, því eins og kom fram var öllum þeim útrásarvíkingum sem hafa verð hvað mest áberandi boðið í stólinn hjá honum.
Það var því rík ástæða fyrir Egil að vanda sig við þetta. Því það getur liðið langur tími þar til næst í einhvern annan til að sitja svona fyrir svörum.
Því miður kom ekkert út úr þessu viðtali annað en að Baugur væri líklega á hausnum. Það þurfti ekkert Jón Ásgeir til að segja okkur það.
Ég held að Egill ætti að fara á netið og panta sér skó
svelli
Það hefði náttúrulega átt að handtaka manninn á staðnum fyrir föðurlandssvik, enda hefur hann selt landið í hendurnar á erlendum lánadrottnum. Því hefði það ekki átt að vera Egill Helgason heldur starfsmaður lögreglunnar sem tók við hann viðtal. Það verður að gera þessum mönnum auðskyljanlegt að þeir eru ekki velkomnir hér á landi og taka af þeim eignir þeirra í skaðabætur fyrir tjón það sem þeir hafa valdið þjóð sinni.
Egill er bara alveg eins og allir hinir - gjörsamlega vanhæfur.
Skrifa ummæli