miðvikudagur, 15. október 2008

Slökkviliðsstjórinn

Voða smart thinking. Hvenær á að hætta með þessar eldsvoða samlíkingar, þær eru að vera þreyttar.

1. Rannsókn á upptökum eldsvoða er ekki framkvæmd af slökkviliði.

2. Slökkviliðsstjóri sem réttir brennuvörgum eldspýtur og bensín er yfirleitt aldrei traustvekjandi.

3. Þegar ný og stór hverfi byggjast upp eru settir upp brunahanar.

4. Í stórum bruna eru slökkviliðsmenn á frívakt kallaðir út, og slökkviliðum úr nærliggjandi bæjum er tekið fagnandi.

5. Lögreglan handtekur og fangelsar brennuvarga, hvort sem búið er að slökkva eldinn eða ekki.

6. Til að slökkva eld er best að nota vatn eða froðu, yfirleitt er aldrei notað bensín.

7. Slökkvilið á að mæta á staðinn þegar það er kallað út.

8. Slökkvilið horfir ekki á eld í sjónvarpinu, og mætir svo á staðinn.

9. Slökkviliðsmaður sem tékkar ekki á því hvort brennandi hús er mannlaust eða ekki er lélegur slökkviliðsmaður.

10. Slökkviliðsstjórinn tekur ábyrgð á skipulagi, þjálfun, hæfni og viðbragðstíma slökkviliðsins. Og tekur það mjög nærri sér ef þessir hlutir eru ekki í lagi. Aðstoðarslökkvistjóri sem horfir á embættisglöp yfirmannins er meðábyrgur ef hann þegir.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er mjög við hæfi að tala um eldsvoða. Með brennuvarg í Seðlabankanum og vaxandi verðbólgubál.

Rómverji

Nafnlaus sagði...

Fín líking hjá þér. Ég er hræddur um að Baldur brandmajor hefði tæklað þetta öðruvísi enda yrði hann rekinn annars eða í það minnsta skammaður.

Siggi Mar.

Nafnlaus sagði...

Tær snilld!

Nafnlaus sagði...

Einar Ben !!! þú ert snillingur !!

kveðja Belli

Nafnlaus sagði...

Undir lið 3 mætti bæta reglugerðum um eldvarnir og eldvarnareftirlit...

Króna/EURO