miðvikudagur, 21. janúar 2009

Aðeins einn kostur

Að öllum líkindum yrði það enn ein flónskan af hálfu Samfylkingar ef hún tæki ekki boði Framsóknarmanna um stuðning við minnihlutastjórn fram að vorkosningum. Það myndi þá koma í bersýnilega í ljós hvers lags spjátrungar eru í þeim þingflokki, ef tilboðinu verður neitað.

Samfylkingin hefur aðeins einn kost, ef hún hefur áhuga á að vera stjórnmálaflokkur áfram.

Öll vötn virðast renna til Dýrafjarðar.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Liggur þetta ekki nokkuð ljóst fyrir? Þú hefur lög að mæla - - ekkert annað kemur til greina en bandalag gegn Sjálfstæðisflokknum - sem best hefði auðvitað verið að mynda vorið 2007 . . en Steingrímur J Sigfússon klúðraði svo hrapallega með því að "hoppa á Jóni Sigurðssyni liggjandi" dagana eftir kosningarnar.
Nú má ekki klúðra tækifærinu

Króna/EURO