fimmtudagur, 22. janúar 2009

Án ökuskirteinis

Ég veit lítið um jeppa, mótorhjól, vélsleða, báta og Samfylkinguna. Ég veit bara að vélknúnum farartækjum var upphaflega ætlað að komast á milli staða.

....þess vegna hlýtur Samfylkingin að vera bensínlaust farartæki, sem kemst ekki lengur milli staða. Með tuttugu aftursætisbílstjóra, bílstjóra í veikindafríi og varabílstjóra án ökuskirteinis.

....Lýsing gæti komið að sækja skrjóðinn ef svo fer fram sem horfir.

Spurning hvað gerist þegar formaðurinn kemur heim. Líklegast spurning sem brennur á mjög mjög mörgum.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það eina sem breytist þegar ISG kemur heim er að fólk verður enn reiðari því hún mun neita að víkja. Þá fyrst verða bumbur barðar og það lengi. En friðsamlega.

Nafnlaus sagði...

Ætli það verði ekki beitt svokallaðri samræðupólitík, kannsist þið við hana í Framsókn?

Króna/EURO