mánudagur, 26. janúar 2009

Hvað sem verður...

Nú vita fáir hvort af minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna verður. Hvað sem verður, þá ættu þeir þingmenn sem verða ráðherrar í næstu ríkisstjórn að jafnframt að víkja úr sæti sínu á alþingi - hafi þeim verið nokkur alvara með gagnrýni sína á veika stöðu þingsins gagnvart framkvæmdavaldinu.

Það er einboðið - að svo verður að vera, hafi stjórnarandstöðunni verið einhver alvara með orðum sínum og gagnrýni.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er algjörlega gagnslaus framkvæmd. Eigi að aðskilja löggjafarvald og framkvæmdarvald verður að kjósa framkvæmdarvaldið sérstaklega beinni kosningu.

Einar sagði...

Kæri vinur, þetta er lagt fram sem ágætis byrjun. Þín krafa sem er sjálfsögð yrði aðeins framkvæmd með stjórnarskrárbreytingu - sem ekki væri hægt að hrinda í framkvæmd nema með kosningum í milli. Ég held við séum sammála Pési.

Króna/EURO