Þetta er ákaflega áhugaverð frétt á Smugunni um útgáfu reglugerðar Einars Ká um hvalveiðar.
Áhugaverð útfrá ýmsum sjónarhólum:
Hver verður næsti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra?
Þorir nýr ráðherra að kalla reglugerðina tilbaka, eða vill hann það?
Af hverju gerði Einar Ká þetta ekki fyrr en á elleftu stundu?
Hversu stórt og mikið umboð hefur ráðherra til stórtækra reglugerða á seinasta starfsdegi?
Samþykkti Samfylkingin ekki hvalveiðar?
Mun Smugan halda áfram að fjalla um málið á tímum nýrrar ríkisstjórnar?
...og svo má velta því fyrir sér hvernig framhaldið verði á nýju málgagni ríkisstjórnarinnar, Smugunni.
...enn athyglisverðara verður að fylgjast með því hvernig Mogganum tekst að höndla stjórnarandstöðuhlutverk sitt. Einhver ný eða gömul taktík sem Staksteinar verða að tileinka sér á næstunni.
...það verður líka fróðlegt að fylgjast með því hvort og hvernig ÍNN breytist í kosningamiðstöð Sjálfstæðisflokksins á næstu vikum.
Fróðlegir tímar framundan, hvar sem litið er.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
ég get ekki séð að tilkynning um hvalveiðar sé stórt mál.
ég held frekar að þetta sé bara þarft verk og löngu tímabært.
..kannski ekki stórt mál í augum okkar Eggert, en risastórt mál í augum sumra - og þá sér í lagi innan VG.
Hahahahahahah, ég hlæ alla leiðina í bankann. Það verður skondið að sjá verðandi umhverfisráðherra KH díla við þetta.
amx.is , andriki.is , björn bjarna og gísli marteinn, eru líka skemmtilegar fréttaveitur sem mata okkur af hugsunum frjálshyggjumanna innan sjálfstæðisflokksins....þær eiga það allar sameiginlegt að kjánar eins og við getum ekki spillt fréttunum þeirra með athugasemdum
Ég vona allavega að pistlar þínir haldi áfram að vera jafn fyndnir, allt annað má taka breytingum í þessum heimi.
En ef þú breytist í einhvern leiðinlegan þunglamalegan flokksdindil þá....
Ég titra við tilhugsunina.
Toni
Skrifa ummæli