þriðjudagur, 20. janúar 2009

Elska þau Ísland?

Hættan eykst með hverjum deginum að stórslys verði í tengslum við mótmæli við sitjandi ríkisstjórn. Forsætisráðherra hefur sjálfur sagt að svokölluðum rústabjörgunum sé lokið. Mótmælendur munu halda áfram þar til ríkisstjórnin boðar til kosninga. Líklegast væri best að allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, og margir reyndir þingmenn, gæfu ekki kost á sér á nýjan leik til þáttöku í stjórnmálum. Svo herfilega illa lesa þeir í núverandi stöðu.

....þetta snýst ekki lengur um pólitíska kænsku - heldur hvort ráðherrar elska land sitt og þjóð svo mikið að þau séu tilbúin til að leyfa okkur að njóta vafans.

Því lengur sem ríkisstjórnin dregur óhjákvæmilega ákvörðun um að stíga til hliðar - því meira aukast líkurnar á stórslysi.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

amen

Króna/EURO