þriðjudagur, 13. janúar 2009

Skilaboðin frá Svíþjóð....

Þættinum var að berast bréf: (birt óbreytt)

"Sæll Meistari, ég var í Háskólabíói í gærkvöld þar sem þetta með skilaboðin kom fram (sjá link). Ég hef heimildir fyrir því að hið rétta sé að aðstoðarmaður Ingibjargar, Kristrún Heimisdóttir hafi komið boðunum fá Ingibjörgu, alla leið frá sjúkrahúsinu í Svíþjóð, til skila til Sigurbjargar ræðumanns og svo sat Kristrún á fremsta bekk á borgarafundinum eins og einhver vörður til að ræðumaðurinn segði nú örugglega ekki neitt of neikvætt um heilbrigðisráðherra eða heilbrigðiskerfið. Soldið langt gengið þegar ráðherrar Samfylkingar eru farnir að verja ráðherra Sjálfstæðisflokks með slíkum aðferðum, Samfylkingin ætlar sem sagt að hjálpa til við að einkavæða heilbrigðiskerfið. Rikisstjórnin ætlar ekki að fara frá, NÓ MATTER WOTT! En mig grunar hins vegar að stjórnin hangi á bláþræði."

Það má því segja að Kristrún hafi verið boðberi geislavirkra skilaboða, ef það er einhver glóra í heimildamanninum.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Svo situr sjálf skilaboðaskjóðan á fremsta bekk. Svona til að undirstrika hótunina.

Hvílíkir plebbar. Hvílíkur rumpulýður.

Rómverji

Nafnlaus sagði...

Þetta er eins og tekið beint úr "God-father". Ef þetta dugar ekki til að vellta Ingibjörgu úr stalli inna Samfylingarinnar hefur sá flokkur endanlega dæmt sig gagnslausan.

-Héðinn Björnsson

Nafnlaus sagði...

Já, þetta er rosalegt. En Sigurbjörg á heiður skilinn fyrir að ríða á vaðið og segja frá því hvað háttsettir, opinberir starfsmenn búa við á Íslandi: einelti og þöggun. En að Samfó taki þátt í þessu eru synd og skömm. Ótrúlegt að þau skuli ganga inn í vinnusiðferði Sjallanna.

Margrét

Nafnlaus sagði...

Ofboðslega sorglegt þegar bloggarar fara á þetta plan. Rifjaðu nú upp hvað Sigurbjörg hefur um vinkonu sína að segja. Hafðu það sem réttara er.

Króna/EURO