mánudagur, 12. janúar 2009

Leiðinda samanburður m.v. fólksfjölda

Mjög einfalt reikningsdæmi sýnir að 0,01% þjóðarinnar hefur sett Ísland á hausinn, ef við gefum okkur að fullyrðingin um að 30 auðmenn hafi gert Ísland gjaldþrota sé rétt. Þetta virðast fáir menn við fyrstu sýn.

Gefum okkur hins vegar að Þýskaland færi á höfuðið á sömu forsendum, og með sama hlutfalli auðmanna. Þá þarf 7.000 auðmenn til að fylla sama hlutfall á móti mannfjölda. Líklega þætti það gríðarlegur fjöldi auðmanna.

....jah, bara pæling :)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hlutföllin breytast svo aftur þegar þú segir 30 manns á móti 1 fullveldi/þjóð og síðan 7000 manns á móti 1 fullveldi/þjóð. Leikur að tölum.

Króna/EURO