Kosningar í apríl eða maí fannst mér réttmæt krafa, og hefur nú loksins náð eyrum auðvaldsmanna. Tíminn fram að kosningum er fremur skammur, og ég held að það væri ágætt ef Auðvaldsmenn og Aumingjans Samfylkingarfólk haldi áfram að stjórna landinu fram að kosningum. Það er í raun hvort eð er ekki hægt að vinna meiri skaða í bili. Eftir kosningar gætu skilin svo orðið skýr - ný lög um Seðlabankann gætu þá tekið gildi og Davíð knúsaður ásamt Jónas í Hvalnum sem yrði þá kysstur bless úr FME o.s.fr.v.
Auðfúsar hendur auðvaldsins í Samfylkingunni geta þá legið áfram með hendur í skauti og kosið óbreytt ástand enn um sinn. Þannig gæti Samfylkingin lagt enn frekari áherslu á markmið sín um ekki neitt fyrir kosningar og verið kosin af öllum sínum verðleikum sem þau hafa að bjóða.
Það væri óðs manns æði fyrir nokkurn stjórnarandstöðuflokk að fara í stjórn með aumingja Samfylkingunni - sem þjáist af ístöðuleysi, leiðtogaleysi, skorti á markmiðum og síðast en ekki síst viljaleysi til að framkvæma yfirlýsta stefnu sína.
Þetta þýðir ekki að ég styðji ríkisstjórnina, en mér finnst einhvern veginn sjálfsagt að Auðvaldsmenn og Aumingjans Samfylking fái tækifæri til að klára verk sitt, sem er að grafa sína eigin gröf.
1 ummæli:
Við verðum líka bara að forgangsraða tíma okkar. Það er stórt verk framunda við að undirbúa komandi kosningar: Þær kosningar munu vera afgerandi fyrir það hvað gerist á Íslandi um komandi áratugi og við getum ekki látið lafandi ríkisstjórn koma í veg fyrir að við gerum okkar besta til að koma breytingum í gegn í þessum kosningum.
Skrifa ummæli