fimmtudagur, 6. mars 2008

Veiðileyfi gefið út á dýrið

Hæ ég heiti Einar. Það er búið að gefa út á mig veiðileyfi í Jökuldal. Er víst siðlaus, illviljaður og tala úr mórölsku hásæti - jú og ég var víst líka kallaður fífl.

Skrif mín í staðarblaðið um skemmtiatriði á þorrablóti sveitarinnar virðast hafa valdið uppnámi á nokkrum bæjum í Jökuldalnum. Einn bóndinn sagði mér að hann ætti spánýjan riffil sem færi svo illa með mig að ég yrði óþekkjanlegur á eftir. Þarf að keyra í gegnum sveitina seinni partinn á morgun á leið minni til Þórshafnar - þannig að bóndinn ætti að hafa séns á skjóta mig úr launsátri.

Hins vegar á ég á Jökuldal líka ágætis vini og kunningja - og trausta heimildamenn.

_______________

p.s. - Mun keyra fram hjá um kl. 17:15.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú veist nottlega geskur að þú átt að tilkynna svona hótanir til lögreglu, þótt ekki væri nema til að auðvelda henni að bera á þig kennsl ef bóndanum er alvara.

Esther sagði...

Tek undir með Björgvini. Þessu á lögreglan að frétta af.

Einar sagði...

Þetta er nú ekkert stórmál. Þetta er bara eins og ljót tækling í fótboltaleik sem ástæða er til að endursýna - en er ekki lögreglumál.

Lítil fjölskylda sagði...

spurning hvort um sé að ræða æsifréttmennsku eða bara einfaldann Séðogheyrt-fréttstíl?
Jahh maður spyr sig.

En gerðist ekkert markvert á hinum 20 þorrablótunum í fjórðungnum, það væri gaman að heyra eitthvað af þeim.
kveðja Þórey Birna

Nafnlaus sagði...

Á ekki að kæra bóndann fyrir meiðyrði?
Áfram USA!

Króna/EURO