föstudagur, 9. janúar 2009

JAFNAÐAR-geð á Boggunni

Einhverjar mestu gungur íslenskrar stjórnmálasögu sitja í þingflokki Samfylkingar. Þar situr fólk með hugsjónir í höfði, en algjöran skort á þori og þreki til að standa með eigin sannfæringu. Trúa því í villu síns vegar að þjóðsagan um flokksaga Davíðstímans, sé eina leiðin í átt að árangri.

Menn sem klöppuðu og flissuðu í kameruna á borgarafundi í Háskólabíói, Helgi Hjörvar og Árni Páll. Unglingurinn sem stamaði í myndavélina að Seðlabankastjórnin yrði að víkja, Ágúst Ólafur. Kerlan sem staðhæfði að sinn tími myndi koma, þið vitið hver það er. Og svo alltof margir fleiri.

Allt eru þetta skipverjar á Boggunni. Kratarnir hafa sýnt sitt rétta andlit. Trúin um að þeir hafi völd, en eru í raun án valda. Láta segja sér fyrir verkum í þinginu og eru hjásvæfur og skækjur sem láta borga sér með stöku túkalli – þótt þau viti að nú er túkallinn einskis virði.

Eru með utanríkisráðherra sem eyddi árinu 2008 í kosningabaráttu fyrir öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna og PR herferð fyrir Kaupþing, Glitni og Landsbankann. 

Eru með iðnaðarráðherra sem hafði árið 2008 mestan áhuga á að auka raforkuframleiðslu í Arabíu og Afríku og náði stærstum árangri í þeirri vegferð þegar hann varð þess heiðurs aðnjótandi að hitta sjálfan Boris Becker í lyftu. Á einhverju glæsilegu hóteli á Abu Dhabi, þar sem Elton John gisti ásamt lífvörðum. Reynir svo að klóra í bremsufarið í buxum sínum með falskri lofræðu um íslensk sprotafyrirtæki, stuttu eftir að töfrasprotafyrirtækin hættu að borga undir vegferð hans.

Eru með félagsmálaráðherra sem hafði öll árin eftir að hafa verið félagsmálaráðherra fyrir Alþýðuflokkinn barist gegn verðtryggingu og haft áhyggjur af hag heimilana. Þeirri baráttu lauk snögglega þegar hún varð félagsmálaráðherra á nýjan leik fyrir Samfylkingu. Hennar tími var sko loksins kominn – og er farinn.

Eru með umhverfisráðherra sem allt árið 2008 barðist gegn því að stóriðnaður fengi brautargengi. Ennþá hefur vart spurst til ráðherrans síðan hún baðaði sig í blóði ísbjarnar í sumar.

Eru með viðskiptaráðherra sem hefur lítið nema djúpa röddina til að fela sig fyrir barnslegum mistökum og ræfilshætti. Sem lét bjóða sér að vera ekki með í ráðum þegar stórar ákvarðanir voru teknar í atburðarás bankahrunsins og er yfirmaður mest gagnslausu stofnunar landsins – FME. Sakaður um stórkostleg mistök í Icesave málinu.

Já og svo með samgönguráðherra sem hefur fá asnastrikin gert, en lætur girða sig í þrönga brók Boggunnar.

Og svo sitja sannkallaðar skækjur þeirra í þingflokknum og sætta sig við að enginn raunveruleg lausn hafi verið borin á borð þeirra síðan í byrjun nóvember og stæra sig af því að nú sé Boggan búin að sigla utan í árabát Sjálfstæðisflokksins sem jafnvel þurfi að sækja um aðstoð frá björgunarsveitinni júrópu.

Þetta er Boggan sem siglir um í gervi jafnaðarmanns, en er í raun fljótandi spilavíti með hjásvæfum fyrir túkall.

Og sumir taka því með með JAFNAÐAR-geði.

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mæl þú manna heilastur, Einar Ben!

Nafnlaus sagði...

Góður! Þú sverð þig í ætt við alnafna þinn, skáldið góða.

Nafnlaus sagði...

Alger snilld!!!

Nafnlaus sagði...

Eins og talað úr mínum munni. En Sjálfstæðisflokkurinn er nákvæmlega eins.

Nafnlaus sagði...

Gott en síðasta afrek iðnaðarsáðherrans vantaði "að géfa stóriðjuveri 5.000.000.000" er einkver mesta jafnaðarmennska sem nefnd hefur verið
svo spái ég þeim svipuðu fylgi og gamla alþýðuflokknum u.þ.b 5 þingsætum

Nafnlaus sagði...

Mikið er ég sammála þér.
Samfó er algerlega að fórna allri sannfæringu og réttlætisgrundvelli sínum fyrir völdin.

Úff! ég varð ekki fyrir sérstökum vonbrigðum með bankana eða frjálshyggjudruslurnar en samfó veldur mér skelfilegum vonbrigðum og sérstaklega Ingibjörg Sólrún

Og að heyra hana tala í kastljósinu var bara eins og að heyra hvaða sjálfstæðismann annan.

Það að neita því að Björgvin G þurfi að taka pólitíska ábyrgð á bankahruninu verður siðferðilegur banabiti samfó.

Samfylkingin er DAUÐ! En veit það ekki enn.
Tilraunin mikla hefur mistekist

pjotr sagði...

Frábær pistill. Þetta dót hefur greinilega siglt yndir fölsku flaggi fyrir síðustu kosningar. Það er ömurlegt að þjóðin skuli sitja uppi með svikna vöru sem ekki er hægt að skila fyrir en á síðasta neysludegi.

Nafnlaus sagði...

Akkuru gleymdirðu norðfjarðargoðinu? Pistillinn drulluklessa dagsins.

Nafnlaus sagði...

Ingibjörg og Björgvin axla ekki ábyrgð.
Samfylkingin axlar ekki ábyrgð.
Var hugsjónaflokkur,
er valdagræðgiflokkur.
Neisti

Nafnlaus sagði...

góður pistill. þeir (samfylkingin) hafa aldrei kunnað neitt annað en að vera í andstöðu og eru það enn þó þeir hafi komist í ríkisstjórn. Rugludallar upp til hópa sem tala út og suður. Vona bara að þeir geti verið í andstöðu það sem eftir er.

Króna/EURO