mánudagur, 26. janúar 2009

Kotbóndinn baðar sig....

Alveg merkilegt að fylgjast með kotbóndanum á Bessastöðum reyna að gera sig gildandi á sínum síðustu og verstu tímum.

Á svipuðum tíma og hann hefur nýsannað fyrir þjóðinni að embætti hans er gagnslaust gaul, þá heldur kotbóndinn afskaplega mikla óþurftar maraþonfundi með formönnum stjórnmálaflokkana. 

Og tekur sér svo umhugsunarfrest til morguns til að gera það sem öllum er augljóst - að veita umboð til myndunar minnihlutarstjórnar. Svo ætlar að hann að vakna berrassaður og halda fréttamannafund með cheeríós milli tannanna - þar sem hann tilkynnir það sem allir gátu vitað þegar kl. 14:00 í dag, en þá var forsetinn sjálfsagt í tásnyrtingu að æfa ræðuna um skilyrðin fjögur. 

Hann mun væntanlega tilkynna hversu ósofinn og vannærður hann er í fyrramálið yfir þessari ótrúlega erfiðu ákvörðun.

Þetta kallar maður að baða tær sínar eins lengi og mikið og hægt er í algjörlega óverðskuldaðri athygli.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hans Hátign kýs frekar að láta kalla sig "Ljósið úr Norðri"... svona meira royal.

pjotr sagði...

Svona, svona, þetta er meiriháttar siðbót. Hann er alla vega ekki að sukka með úrásarglæpalýðnum - vinum sínum rétt á meðan.

Nafnlaus sagði...

Binda varð inn bók á ný
og breyta á síðstu stundu
því forsetinn reyndist engu í
öll þá spilin hrundu.

Sigríður Jónsdóttir sagði...

Þetta er nú meiri málflutningurinn. Að þið skulið ekki skammast ykkar að tala svona um forsetann. Það ætti að rassskella ykkur fyrir þetta. Iss bara.

Nafnlaus sagði...

Guðrún. Þetta er bara innrætið á piltinum. Þetta ber vott um beyskju og súrt lunderni. Mér líður oftast betur eftir að hafa lesið pistlana hans Einars, en það bara að því að ég hef léttan húmor gagnvart aumkunarverðu fólki.

Kveðja
Magnús

Nafnlaus sagði...

Guðrún. Þetta er bara innrætið á piltinum. Þetta ber vott um beyskju og súrt lunderni. Mér líður oftast betur eftir að hafa lesið pistlana hans Einars, en það bara að því að ég hef léttan húmor gagnvart aumkunarverðu fólki.

Kveðja
Magnús

Króna/EURO