laugardagur, 31. janúar 2009

Uppgerðarpopp á útlensku

Ég ætla að vera eilítið hallærislegur og ræða um júróvísíón. Aðallega vegna þess að ég lenti í því að horfa á undankeppnisþátt í kveld. Þáttastjórnendur voru tvær fallegar konur í kaupfélagssloppum.

Ég skyndilega furðaði mig á því af hvað við værum að vandræðast við að velja lag. Til hvers í ósköpunum við værum að rembast við að syngja útlenskan texta og uppgerðarpopp.

Svo sannfærðist ég um að líklega væri langkrúttlegast að senda einhverja átján ára bláeygða og saklausa stúlku í lopapeysu til að syngja fyrir okkur einfaldt og íslenskt ættjarðarljóðm með barnslegri rödd. Það þætti mér fallegt, viðeigandi og í takt við tíðarandann.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er ekki nógu mikið "show" fyrir Eurovision.

En ef fjöldi manns, konur og karlar, stigju á svið með dansi og trumbuslætti, öll í lopapeysum auðvitað, og tækju ,,Krummi svaf í klettagjá" í voldugri útsetningu ...

Þá myndi Evrópa leggja við hlustir.

Króna/EURO