miðvikudagur, 28. janúar 2009

Whisper in the wind

Gaman að fylgjast með því hversu fuglahvísl AMX.is fer fram í miklu hvassviðri þessa dagana.

Þar situr gríðargott skáld bakvið lyklaborð og gerir því í skóna að menn sem hafa ekkert erindi í pólitík séu á leiðinni í stjórnmál. Þar hvíslar mörgæsin því að Sigmundur Ernir sé á leið í Framsókn, og fyndnari útgáfan er að Egill Helgason sé á leið í stól Menntamálaráðherra.

Kannski gert til að reyta fiður af vaxandi fylgi Framsóknar og Samfylkingar, eða kannski mjög djúpur fyrirtaks húmor?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er óttalegur skeinupappír þessi AMX.is miðill. Greinilegt að sumir meta Flokkinn meira en starfsheiður sinn.

Nafnlaus sagði...

Egill Helgason myndi aldrei höndla starf með einhverri ábyrgð. Það eina sem hann ræður við er að gjamma á hliðarlínunni skammir á þá sem eru að verjast það skiptið.

Króna/EURO