Ég er ennþá að dást að flottustu smjörklípu ársins - þ.e. þegar Einar Ká Guðfinnsson leyfði skyndilega hvalveiðar, eða hvaldráp eins og sumir vilja kalla það. Þótt að verknaðurinn sé augljóslega til að kasta reyksprengju inn í stjórnarmyndunarviðræður, hefur manninum tekist að gera þetta að næst stærsta umfjöllunarefni vikunnar.
Þar sem ráðherra gat leyft hvalveiðar án aðkomu þingsins, getur hann einnig bannað þær - það er eitt af aðalatriðum málsins. Þess vegna er stór misskilningur í gangi um að þingflokkur Framsóknar komi til með greiða atkvæði með eða á móti hvalveiðum á alþingi - til þess mun einfaldlega ekki koma.
En það flottasta við þess smjörklípu, eða reyksprengju - er að þótt allir sjái hversu augljós hún er, þá getur enginn fjallað um hana án þess að láta skoðanir sínar í ljós.
Rökræða Kristjáns Loftssonar og Sigursteins Mássonar sem tók hálft Kastljósið, og ummæli Framsóknarformanns í sama þætti, undirstrikar snilldina og þau vandræði sem Einar Ká setti tilvonandi valdhafa í, þótt augljóst sé að nýr ráðherra afturkalli leyfi til hvalveiða - án umræðna í ríkisstjórn eða á alþingi. Rétt eins og Einar Ká.
Hann hefur meira að segja platað suma bloggara Samfylkingar til að fara í málefnalega ágreining við Framsóknarflokkinn.
...og í guðanna bænum ekki falla í þá gryfju að setja comment hér með eða á móti hvalveiðum.
föstudagur, 30. janúar 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Með !
:)
Nýr ráðherra ætti að getað ógilt sömu reglugerð um leið og hann tekur við embætti.
Þetta er ljóta smjörklípan, allveg rétt hjá þér.
Græðum við eitthvað af viti á hvalveiðum?
Toni
Ég er MEÐ hvalveiðum!
Það á að gefa þeirri þjóð á kjaftinn sem leggur niður heilan atvinnuveg - og þann eina sjávarútveg sem reyndist sjálfbær - af því að væmnir kanar vildu fá sér ný gæludýr.
Einar Ben...
Þorsteinn Pállsson skýrir þetta mál vel í pistli sínum í dag. Þingræðið gildir í þessu. Ef vilji meirihluta þing er mótfallin reglugerð ráðherra fellur hún um sjálft sig. :ingið verður þá sjálft að taka málið upp. Auk þess byggir þetta á þingsályktun frá 1999. Slík ályktun hefur óendanlegt gildi, eða þar til ný ályktun kemur fram. þannig er nú það.kv. hrefnuveiðimaður
Ég er á móti!!!
En það er sorglega ómálefnalegt sem þeir, sem vilja drepa hvali,sér til gamans, láta frá sér.
Samanber Kr. Loftss.t.d.
Ég myndi gefa þeim á kjaftinn!
Vel trúi ég því að þeir sem vilja drepa hvali sér til gamans séu ómálefnalegir.
Öðru máli gegnir um hina sem vilja veiða hvali sér til viðurværis.
Í þeim hópi eru flestir Íslendingar.
Skrifa ummæli