Þegar ég keyrði Fagradal í morgun varð mér hugsað til Vegagerðarinnar. Ég leit nefnilega á vefsíðuna þeirra áður en ég lagði af stað - og þar stóð að þar væri fært um dalinn og þar væri þæfingur.
Þegar ég kom á dalinn nokkrum mínútum síðar varð mér hins vegar ljóst að um þæfing var ekki að ræða, heldur ófærð. Það varla sá fram fyrir húddið á tímabili, og vegstikur sem maður getur venjulega miðað ferðir sínar við sáust eiginlega bara alls ekki. Svo stöðvaðist öll umferð vegna árekstrar sem varð vegna afar lélegs skyggnis. Árekstur sem hefði ekki orðið hefði Vegagerðin einfaldlega gefið það út sem öllum vegfarendum varð síðar ljóst að það var kolófært.
Ég festist bara einu sinni á leiðinni. Það var sveit vaskra Möðrudælinga sem dróg bílinn upp. Þess ber sérstaklega að geta að Möðrudælingar eru einhver öflugustu óveðramenn landsins og hafa bjargað ófáu fólkinu úr hremmingum - og þá sérstaklega á Möðrudalsöræfum. Þeir eru með fámennustu en einhverja öflugustu björgunarsveit landsins og víla ekkert fyrir sér. Dalurinn í dag var bara grín fyrir þeim.
En alla vega formlegt "skamm" frá mér til Vegagerðarinnar.
fimmtudagur, 31. janúar 2008
miðvikudagur, 30. janúar 2008
Fær Stjáni Blái flokkssvipuna í rassinn?
Nú fara þjóðlendumálin brátt að dúkka upp í ræðustóli alþingis. Þá er rétt að minna á grein Kristján Þórs Júlíussonar í Vikudegi fyrir kosningar.
Þar segir hann m.a. :
"Eftir viðræður við fulltrúa nokkurra landeigenda í Þingeyjarsýslum undanfarnar vikur þá er ég þess fullviss að nýleg kröfugerð ríkisins á hendur margra landeigenda í Þingeyjarsýslum sé endemis vitleysa, ríkisvaldinu til skammar og ekki í nokkru samræmi við yfirlýstan tilgang þjóðlendulaganna.
Að mínum dómi ber að fresta nú þegar frekari framgangi málsins og taka lögin um þjóðlendur til gagngerrar endurskoðunar. Jafnframt lýsi ríkið ekki yfir kröfum í ný svæði fyrr en þessi endurskoðun hefur farið fram. Einnig þarf að endurskoða kröfugerð ríkisins í þeim málum sem þegar hafa verið lögð fram og leita sátta við eigendur þeirra jarða sem um ræðir."
Er þá ekki rétt að velta því fyrir sér hvort Stjáni Blái sjálfur þori í átök við eigin flokk, og Landsvirkjun sem á mikið undir?
Þar segir hann m.a. :
"Eftir viðræður við fulltrúa nokkurra landeigenda í Þingeyjarsýslum undanfarnar vikur þá er ég þess fullviss að nýleg kröfugerð ríkisins á hendur margra landeigenda í Þingeyjarsýslum sé endemis vitleysa, ríkisvaldinu til skammar og ekki í nokkru samræmi við yfirlýstan tilgang þjóðlendulaganna.
Að mínum dómi ber að fresta nú þegar frekari framgangi málsins og taka lögin um þjóðlendur til gagngerrar endurskoðunar. Jafnframt lýsi ríkið ekki yfir kröfum í ný svæði fyrr en þessi endurskoðun hefur farið fram. Einnig þarf að endurskoða kröfugerð ríkisins í þeim málum sem þegar hafa verið lögð fram og leita sátta við eigendur þeirra jarða sem um ræðir."
Er þá ekki rétt að velta því fyrir sér hvort Stjáni Blái sjálfur þori í átök við eigin flokk, og Landsvirkjun sem á mikið undir?
mánudagur, 28. janúar 2008
Sigursælan þjálfara eða sófasérfræðing
Í ljósi þess að Henry Birgissyn var stillt upp í íþróttaþætti sjónvarpsins í kvöld birti ég hér grein sem ég skrifaði snemma á síðasta ári. Kjarninn er hinn sami þó nokkrir hlutir hafi breyst síðan (aðallega rökstuðningu Henrys):
"Sigursæla þjálfara umfram sófasérfræðinga
Umræða um arftaka Alfreðs Gíslasonar þjálfara íslenska handknattleikslandsliðsins fór af stað í fámennum hóp manna þann 21. janúar eftir að landsliðið tapaði á móti Úkraínu á HM. Eftir keppnina gaf Alfreð Gíslason það út að hann ætlaði sér ekki að framlengja samning sinn sem rennur út í sumar. Síðan þá hefur Morgunblaðið lagt orð í belg um hugsanlegan eftirmann Alfreðs, en mestmegnis hefur umræðan verið í Fréttablaðinu þar sem blaðamaður blaðsins hefur látið í veðri vaka að öll spjót beinist að Geir Sveinssyni sem arftaka Alfreðs.
Síðast þjálfaði Geir Sveinsson handknattleikslið fyrir fimm árum, en hefur verið helsti “sófasérfræðingur” íslensks handknattleiks undanfarin misseri. Það að vera “sófasérfræðingur” felur m.a. í sér að gagnrýna örlagaríkar ákvarðanir eftir á og hafa sértækt vit á íþróttinni sem áhorfandi.
Það að nafn Geirs Sveinssonar sem arftaka Alfreðs Gíslasonar skuli vera haldið á lofti kemur á óvart.
Geir Sveinsson kom að meistaraflokksþjálfun í fyrsta og eina skiptið á árunum 1999 til 2002 sem þjálfari Vals. Geir stýrði liðinu tvö heil keppnistímabil og náði 9. sæti í deildarkeppninni árið 2000 og svo lenti liðið í 7. sæti árið 2001 með níu landsliðsmenn innanborðs. Það er mjög slakur árangur. Árangur Geirs Sveinssonar við þjálfun í meistaraflokki var langt undir væntingum fyrir 6-8 árum síðan og mér vitanlega hefur maðurinn ekki stundað þjálfun síðar.
Þann 8. febrúar sl. lætur blaðamaður Fréttablaðsins í veðri vaka að Geir henti vel í starfið vegna þess að hann var svo góður varnarmaður og þar sem að vörnin sé veikasta hlið íslenska liðsins sé hann besti maðurinn í starfið. Með sömu röksemdarfærslu ætti að vera hægt að bæta stökkkraft íslenska liðsins með því að ráða þjálfara sem stökk eitt sinn rosalega hátt. Ef svarið liggur í að finna mann sem lék eitt sinn góðan varnarleik væri ekki best að kalla til mann eins og Per Carlen fyrrverandi landsliðsmann Svíþjóðar?
Umræðan er á villigötum. Við ættum að spyrja okkur hvaða reynslu viljum við að landsliðsþjálfari okkar hafi. Ef við viljum eiga landslið í fremstu röð, hljótum við að ráða þjálfara í fremstu röð sem jafnframt hefur náð árangri í nútíma handknattleik. Sé litið til þeirra þjálfara sem komust hvað best frá HM í Þýskalandi þá er áberandi að um reynda og sigursæla menn er að ræða.
Enginn má vera ráðinn í starf af þessari stærðargráðu vegna þess að hann er drengur góður, hafi spilað marga landsleiki, hafi verið ágætur í vörn eða sé eðaldrengur. Þessu þarf stjórn HSÍ að gæta sín sérstaklega á þegar hún tekur fyrir ráðningu landsliðsþjálfara Íslands í handknattleik. Ekki má heldur taka tillit til þess ef einhver hefur ásælst starfið nokkrum sinnum og því sé ‘röðin komin að honum’.
Spurningin er, hvaða eiginleika og reynslu er æskilegt að landsliðsþjálfari liðs í fremstu röð í heiminum hafi, og svo er farið af stað og leitað að þeim sem uppfyllir kröfurnar best.
Umræðan hefur einnig verið um hvort ákveðnir þjálfarar séu of ungir og hvort ráða skuli innlenda eða erlenda þjálfara. Árangur gerir ekki mannamun og ef ungur þjálfari hefur skilað árangri þá á hann að sjálfsögðu að koma til greina. Þjálfarar geta búið yfir reynslu þótt ungir séu. Nöfn þeirra Dags Sigurðssonar og Arons Kristjánssonar hljóta að koma sterklega til greina og hingað til hefur það ekki þótt hindrun þó svo að menn séu ráðnir annars staðar þegar staða landsliðsþjálfara er annars vegar.
Það eru nokkrir þjálfarar hérlendis sem eru hæfir til starfans, en hafa af einhverjum orsökum ekki borið hátt á góma í umræðunni hingað til. Í fyrsta lagi er rétt að benda á það augljósa, Viggó Sigurðsson er ekki ráðinn hjá neinu liði sem þjálfari. Guðmundur Guðmundsson er einn hæfasti þjálfari okkar Íslendinga. Guðmundur ætti að vera öllum hnútum kunnugur hjá landsliðinu og vel til þess fallinn að festa það góða sem áunnist hefur í sessi.
Páll Ólafsson er sigursælasti þjálfari landsins hin síðari ár og maður með mikla reynslu. Hjá Val eru við stjórnvölin tveir hæfir þjálfarar, þeir Óskar Bjarni Óskarsson og Heimir Ríkarðsson. Heimir hefur sýnt það og sannað að hann getur náð mjög góðum árangri með unglingalandslið. Telji menn sig ekki finna þjálfara á heimsmælikvarða á Íslandi er það skylda HSÍ að finna slíkan mann erlendis.
Það er drengilegt af Alfreð Gíslasyni að gefa stjórn HSÍ svo góðan fyrirvara til að finna eftirmann sinn. Þennan tíma þarf að nota vel til að finna rétta manninn, mann með reynslu af því að ná árangri, mann sem festir sess landsliðsins meðal þeirra bestu í heimi. Það væri glapræði að nota tímann til að ráða næsta ‘sófasérfræðing’ í atvinnuleit."
"Sigursæla þjálfara umfram sófasérfræðinga
Umræða um arftaka Alfreðs Gíslasonar þjálfara íslenska handknattleikslandsliðsins fór af stað í fámennum hóp manna þann 21. janúar eftir að landsliðið tapaði á móti Úkraínu á HM. Eftir keppnina gaf Alfreð Gíslason það út að hann ætlaði sér ekki að framlengja samning sinn sem rennur út í sumar. Síðan þá hefur Morgunblaðið lagt orð í belg um hugsanlegan eftirmann Alfreðs, en mestmegnis hefur umræðan verið í Fréttablaðinu þar sem blaðamaður blaðsins hefur látið í veðri vaka að öll spjót beinist að Geir Sveinssyni sem arftaka Alfreðs.
Síðast þjálfaði Geir Sveinsson handknattleikslið fyrir fimm árum, en hefur verið helsti “sófasérfræðingur” íslensks handknattleiks undanfarin misseri. Það að vera “sófasérfræðingur” felur m.a. í sér að gagnrýna örlagaríkar ákvarðanir eftir á og hafa sértækt vit á íþróttinni sem áhorfandi.
Það að nafn Geirs Sveinssonar sem arftaka Alfreðs Gíslasonar skuli vera haldið á lofti kemur á óvart.
Geir Sveinsson kom að meistaraflokksþjálfun í fyrsta og eina skiptið á árunum 1999 til 2002 sem þjálfari Vals. Geir stýrði liðinu tvö heil keppnistímabil og náði 9. sæti í deildarkeppninni árið 2000 og svo lenti liðið í 7. sæti árið 2001 með níu landsliðsmenn innanborðs. Það er mjög slakur árangur. Árangur Geirs Sveinssonar við þjálfun í meistaraflokki var langt undir væntingum fyrir 6-8 árum síðan og mér vitanlega hefur maðurinn ekki stundað þjálfun síðar.
Þann 8. febrúar sl. lætur blaðamaður Fréttablaðsins í veðri vaka að Geir henti vel í starfið vegna þess að hann var svo góður varnarmaður og þar sem að vörnin sé veikasta hlið íslenska liðsins sé hann besti maðurinn í starfið. Með sömu röksemdarfærslu ætti að vera hægt að bæta stökkkraft íslenska liðsins með því að ráða þjálfara sem stökk eitt sinn rosalega hátt. Ef svarið liggur í að finna mann sem lék eitt sinn góðan varnarleik væri ekki best að kalla til mann eins og Per Carlen fyrrverandi landsliðsmann Svíþjóðar?
Umræðan er á villigötum. Við ættum að spyrja okkur hvaða reynslu viljum við að landsliðsþjálfari okkar hafi. Ef við viljum eiga landslið í fremstu röð, hljótum við að ráða þjálfara í fremstu röð sem jafnframt hefur náð árangri í nútíma handknattleik. Sé litið til þeirra þjálfara sem komust hvað best frá HM í Þýskalandi þá er áberandi að um reynda og sigursæla menn er að ræða.
Enginn má vera ráðinn í starf af þessari stærðargráðu vegna þess að hann er drengur góður, hafi spilað marga landsleiki, hafi verið ágætur í vörn eða sé eðaldrengur. Þessu þarf stjórn HSÍ að gæta sín sérstaklega á þegar hún tekur fyrir ráðningu landsliðsþjálfara Íslands í handknattleik. Ekki má heldur taka tillit til þess ef einhver hefur ásælst starfið nokkrum sinnum og því sé ‘röðin komin að honum’.
Spurningin er, hvaða eiginleika og reynslu er æskilegt að landsliðsþjálfari liðs í fremstu röð í heiminum hafi, og svo er farið af stað og leitað að þeim sem uppfyllir kröfurnar best.
Umræðan hefur einnig verið um hvort ákveðnir þjálfarar séu of ungir og hvort ráða skuli innlenda eða erlenda þjálfara. Árangur gerir ekki mannamun og ef ungur þjálfari hefur skilað árangri þá á hann að sjálfsögðu að koma til greina. Þjálfarar geta búið yfir reynslu þótt ungir séu. Nöfn þeirra Dags Sigurðssonar og Arons Kristjánssonar hljóta að koma sterklega til greina og hingað til hefur það ekki þótt hindrun þó svo að menn séu ráðnir annars staðar þegar staða landsliðsþjálfara er annars vegar.
Það eru nokkrir þjálfarar hérlendis sem eru hæfir til starfans, en hafa af einhverjum orsökum ekki borið hátt á góma í umræðunni hingað til. Í fyrsta lagi er rétt að benda á það augljósa, Viggó Sigurðsson er ekki ráðinn hjá neinu liði sem þjálfari. Guðmundur Guðmundsson er einn hæfasti þjálfari okkar Íslendinga. Guðmundur ætti að vera öllum hnútum kunnugur hjá landsliðinu og vel til þess fallinn að festa það góða sem áunnist hefur í sessi.
Páll Ólafsson er sigursælasti þjálfari landsins hin síðari ár og maður með mikla reynslu. Hjá Val eru við stjórnvölin tveir hæfir þjálfarar, þeir Óskar Bjarni Óskarsson og Heimir Ríkarðsson. Heimir hefur sýnt það og sannað að hann getur náð mjög góðum árangri með unglingalandslið. Telji menn sig ekki finna þjálfara á heimsmælikvarða á Íslandi er það skylda HSÍ að finna slíkan mann erlendis.
Það er drengilegt af Alfreð Gíslasyni að gefa stjórn HSÍ svo góðan fyrirvara til að finna eftirmann sinn. Þennan tíma þarf að nota vel til að finna rétta manninn, mann með reynslu af því að ná árangri, mann sem festir sess landsliðsins meðal þeirra bestu í heimi. Það væri glapræði að nota tímann til að ráða næsta ‘sófasérfræðing’ í atvinnuleit."
Frétt síðustu viku í beinni frá Akranesi
Þeir þurftu að senda frá því beint í fréttunum í kvöld að HB Grandi væri að leggja niður sína starfsemi þar. Þó að ákvörðunin hafi verið tekin í seinustu viku. Eins og þetta sé eitthvað nýtt á Íslandi að verið sé að leggja sjávarbyggðir í rúst.
Ég vonast eftir mogganum
Ég er einn af óánægðum áskrifendum moggans. Ég er nefnilega áskrifandi ennþá. Ef ske skildi að ég myndi segja upp áskriftinni væri það ekki vegna leiðaraskrifa, heldur vegna þess að ég hef ekki fengið blaðið síðan 14. desember - þó að ég greiði skilvíslega þá greiðsluseðla sem gjaldkeri Björgólfs sendir mér.
Ég velti því stundum fyrir mér af hverju ég fæ ekki blaðið sem ég borga fyrir. Líkleg skýring er að ég bý í nýju hverfi á Egilsstöðum - og þann aukakrók leggur blaðberi varla á sig fyrir eitt eintak. Önnur ólíklegri skýring er að ég hef sjálfur sett upp límmiða þar sem ég afþakka ruslpóst - ég vona að blaðberinn taki það ekki sérstaklega til sín og blaðsins.
Ég velti því stundum fyrir mér af hverju ég fæ ekki blaðið sem ég borga fyrir. Líkleg skýring er að ég bý í nýju hverfi á Egilsstöðum - og þann aukakrók leggur blaðberi varla á sig fyrir eitt eintak. Önnur ólíklegri skýring er að ég hef sjálfur sett upp límmiða þar sem ég afþakka ruslpóst - ég vona að blaðberinn taki það ekki sérstaklega til sín og blaðsins.
sunnudagur, 27. janúar 2008
Netfang dagsins
Netfang Ólafs Friðriks er borgarstjori@reykjavik.is
Verður blint fólk ekki að velja sér eineygðan mann sem leiðtoga?
Verður blint fólk ekki að velja sér eineygðan mann sem leiðtoga?
föstudagur, 25. janúar 2008
Arftakinn?
Nú er Alfreð Gíslason búinn að kyssa okkur bless og við tekur baktjaldamakk um nýjan landsliðsþjálfara, það er ekki auðvelt að fylla skarð toppþjálfara.
Mun Hlíðarendastúkan troða Geir Sveinssyni sem "drengi góðum" eða tekst varðmönnum handknattleiksins að standa vörð um landliðsþjálfarastöðuna og fá í hana þjálfara sem hefur náð árangri?
Það verður forvitnilegt að fylgjast með því næstu 2-3 vikurnar.
Mun Hlíðarendastúkan troða Geir Sveinssyni sem "drengi góðum" eða tekst varðmönnum handknattleiksins að standa vörð um landliðsþjálfarastöðuna og fá í hana þjálfara sem hefur náð árangri?
Það verður forvitnilegt að fylgjast með því næstu 2-3 vikurnar.
fimmtudagur, 24. janúar 2008
Hrottafengin nauðgun
Nú fannst mér lýðræðinu vera nauðgað allhressilega í henni Reykjavík, og dela hefur verið þröngvað alla leið inn á borgarstjóraskrifstofuna. Líklega hefði ég heldur valið að hafa Ástþór Magnússon sem forseta, heldur en Ólaf F. sem borgarstjóra.
Nú fannst mér ein af betri mjólkurkúm Framsóknarflokksins vera kysst bless og fórnað fyrir hneggjandi fótaveikt folald.
Nú fannst mér erfitt að sjá til vinstri bóhemista enn á ný haga sér sem þeir væru varg-mávar á tjörninni.
Nú fannst mér jafn sorglegt að sjá Ólaf F. Magnússon verða að borgarstjóra og þegar Þórunn Sveinbjarnardóttir varð umhverfisráðherra.
Nú fannst mér lágkúran í 101 Reykjavík ná hámarki.
Borgarstjórinn í Reykjavík eru einhver stærstu lýðræðislegu mistök sem Ísland hefur alið af sér.
Nú fannst mér ein af betri mjólkurkúm Framsóknarflokksins vera kysst bless og fórnað fyrir hneggjandi fótaveikt folald.
Nú fannst mér erfitt að sjá til vinstri bóhemista enn á ný haga sér sem þeir væru varg-mávar á tjörninni.
Nú fannst mér jafn sorglegt að sjá Ólaf F. Magnússon verða að borgarstjóra og þegar Þórunn Sveinbjarnardóttir varð umhverfisráðherra.
Nú fannst mér lágkúran í 101 Reykjavík ná hámarki.
Borgarstjórinn í Reykjavík eru einhver stærstu lýðræðislegu mistök sem Ísland hefur alið af sér.
miðvikudagur, 23. janúar 2008
Vígahugur gæti lagað þetta
Það er nokkuð auðvelt að benda á það sem er að í leik íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í handknattleik, en líklega erfiðara að laga það í miðri keppni.
Leikurinn gegn Þjóðverjum í gær var líklega sá skásti sem liðið hefur leikið í keppninni til þessa sóknarlega. Eftir fádæma erfiða byrjun komst liðið lítillega inn í leikinn og átti þess kost að minnka muninn í eitt mark. Það tókst ekki.
Þegar að lagt var af stað í keppnina var Ólafur Stefánsson okkar stærsta númer. Hann lék hins vegar mjög slakan leik gegn Svíum, og dró sig út úr liðinu vegna meiðsla. Hlutverk Einars Hólmgeirssonar var að leysa Ólaf af, en skyndilega stóð hann frammi fyrir því að vera í byrjunarliðinu og á honum var mikil pressa. Því miður stóð hann ekki undir henni. Óþolinmæði þjálfarans virðist þar að nokkru leyti spila inn í. Líklega hefur Einar aldrei fengið lengri tíma en 4-8 mínútur í einu til að átta sig á aðstæðum og safna sjálfstrausti. Hann hefði þurft að fá lengri tíma í einhverjum tapleiknum.
Nú er Ólafur hins vegar aftur kominn í hópinn og lagaðist spilamennskan talsvert. Nokkrar hraðar og skemmtilegar sóknir litu dagsins ljós gegn Þjóðverjum í gær.
Markverðir íslenska liðsins eru ágætir, en ekki á heimsmælikvarða. Meðan að frábærir markverðir annarra liða eru að taka bolta sem skipta öllu máli þá taka okkar markmenn einungis sína "skyldubolta".
Vörnin var ágæt þangað til í gær. Baráttuleysi einkenndi varnarleikinn fyrstu 15 mínútur leiksins og einnig síðustu 15 mínútur leiksins í gær. Það var ekki að sjá okkar menn svitnuðu mikið fyrsta korterið.
En þegar á öllu er á botninn hvolft þá eru Svíþjóð, Frakkland og Þýskaland öll með sterkari og betri leikmenn en Íslendingar - vígahugur er það eina sem getur bjargað heiðri íslenska landsliðsins.
Leikurinn gegn Þjóðverjum í gær var líklega sá skásti sem liðið hefur leikið í keppninni til þessa sóknarlega. Eftir fádæma erfiða byrjun komst liðið lítillega inn í leikinn og átti þess kost að minnka muninn í eitt mark. Það tókst ekki.
Þegar að lagt var af stað í keppnina var Ólafur Stefánsson okkar stærsta númer. Hann lék hins vegar mjög slakan leik gegn Svíum, og dró sig út úr liðinu vegna meiðsla. Hlutverk Einars Hólmgeirssonar var að leysa Ólaf af, en skyndilega stóð hann frammi fyrir því að vera í byrjunarliðinu og á honum var mikil pressa. Því miður stóð hann ekki undir henni. Óþolinmæði þjálfarans virðist þar að nokkru leyti spila inn í. Líklega hefur Einar aldrei fengið lengri tíma en 4-8 mínútur í einu til að átta sig á aðstæðum og safna sjálfstrausti. Hann hefði þurft að fá lengri tíma í einhverjum tapleiknum.
Nú er Ólafur hins vegar aftur kominn í hópinn og lagaðist spilamennskan talsvert. Nokkrar hraðar og skemmtilegar sóknir litu dagsins ljós gegn Þjóðverjum í gær.
Markverðir íslenska liðsins eru ágætir, en ekki á heimsmælikvarða. Meðan að frábærir markverðir annarra liða eru að taka bolta sem skipta öllu máli þá taka okkar markmenn einungis sína "skyldubolta".
Vörnin var ágæt þangað til í gær. Baráttuleysi einkenndi varnarleikinn fyrstu 15 mínútur leiksins og einnig síðustu 15 mínútur leiksins í gær. Það var ekki að sjá okkar menn svitnuðu mikið fyrsta korterið.
En þegar á öllu er á botninn hvolft þá eru Svíþjóð, Frakkland og Þýskaland öll með sterkari og betri leikmenn en Íslendingar - vígahugur er það eina sem getur bjargað heiðri íslenska landsliðsins.
þriðjudagur, 22. janúar 2008
Hvernig er þetta með biðlaunin?
Á gáfumannatali, sem fór fram símleiðis, spunnust upp ófyrirséðar samræður um nýjan borgarstjóra í Reykjavík og að nú væri hann kominn í starf sem hefði ígildi læknalauna. Í framhaldinu velti viðmælandinn fyrir sér hvað þetta eiginlega kostaði.
....og spurði mig. (og ég vissi ekki)
Er Vilhjálmur ekki ennþá biðlaunum?
Fer Dagur B. Egggerts þá ekki líka á biðlaun?
Fer þá Ólafur á biðlaun, þegar Villi tekur við?
Hvorugur okkar vissi, en langar að vita hvað þetta kostar allt saman.
Viðbætt: Og mogginn svaraði þessu....líklega áður en okkur datt þetta í hug.
....og spurði mig. (og ég vissi ekki)
Er Vilhjálmur ekki ennþá biðlaunum?
Fer Dagur B. Egggerts þá ekki líka á biðlaun?
Fer þá Ólafur á biðlaun, þegar Villi tekur við?
Hvorugur okkar vissi, en langar að vita hvað þetta kostar allt saman.
Viðbætt: Og mogginn svaraði þessu....líklega áður en okkur datt þetta í hug.
Pípararass og laufabrauð
Þetta hefur m.a. á daga mína drifið mjög nýlega:
Í kaupfélaginu:
"Pabbi sjáðu manninn, hann er með pípararass. Svona plummer." sagði fimm ára sonur minn. "USS." Reyndi ég að segja. Rökfærsla sonar míns hljómaði enn hærra: "En pabbi, þú sagðir að þetta heitir pípararass."
Eftir Frakkaleikinn:
"Yfir hverju ert þú svona sorgmæddur?" spurði konan mín við eldhúsborðið. Hún beið ekki svara og sagði: "Þú varst búinn að segja að við myndum ekki vinna Frakkland."
Á fundi Hrossaræktarsambandi Austurlands:
Jónas Hallgrímsson segir: "Sjáið þessa laufabrauðsköku sem ég fékk að gjöf, með útskornu X-B. Þetta er fallegt." Einhver annar stjórnarmaður: "Þarf ekki að stinga þessar laufabrauðskökur vel í bakið áður en þær eru settar í heita feitina, svo að þær verði ekki eintómar loftbólur."
Í kaupfélaginu:
"Pabbi sjáðu manninn, hann er með pípararass. Svona plummer." sagði fimm ára sonur minn. "USS." Reyndi ég að segja. Rökfærsla sonar míns hljómaði enn hærra: "En pabbi, þú sagðir að þetta heitir pípararass."
Eftir Frakkaleikinn:
"Yfir hverju ert þú svona sorgmæddur?" spurði konan mín við eldhúsborðið. Hún beið ekki svara og sagði: "Þú varst búinn að segja að við myndum ekki vinna Frakkland."
Á fundi Hrossaræktarsambandi Austurlands:
Jónas Hallgrímsson segir: "Sjáið þessa laufabrauðsköku sem ég fékk að gjöf, með útskornu X-B. Þetta er fallegt." Einhver annar stjórnarmaður: "Þarf ekki að stinga þessar laufabrauðskökur vel í bakið áður en þær eru settar í heita feitina, svo að þær verði ekki eintómar loftbólur."
mánudagur, 21. janúar 2008
Vá! Moggapólitíkin
Ólafur borgarstjóri.
Það eru dýr hrossakaupin í moggapólitíkinni.
Skipan héraðsdómara og hnífasettið eru úr sögunni.
Moggapólitíkin hefur tekið völdin.
Það eru dýr hrossakaupin í moggapólitíkinni.
Skipan héraðsdómara og hnífasettið eru úr sögunni.
Moggapólitíkin hefur tekið völdin.
sunnudagur, 20. janúar 2008
Landsliðið með hnífasett í bakinu
Það var engu líkara en landsliðið hafi komið til leiks í dag með hnífasett Framsóknarflokksins í bakinu.
Leikur liðsins var þó ekki ósvipaður leiknum frá því gegn Svíum og Slóvökum, því liðið er enn í vandræðum með að skora úr hefðbundnum sóknum. Lendir í vandræðum með að fá góða skotmöguleika, lætur verja frá sér í ágætis skotfærum og oftar en ekki þurfa þeir að taka léleg skotfæri þegar hönd dómarana er farin að gefa merki um leikleysu. Frakkarnir gerðu fá mistök, og þess vegna fengu Íslendingar ekki hraðaupphlaup rétt eins og gegn Svíum.
Í framhaldinu er stærsti möguleiki landsliðsins fólgin í því að Ólafur Stefánsson nái sér þokkalega af lærmeiðslum og geti spilað á ný í Evrópukeppninni. Í ljósi síðustu 10 mínútna leiksins hljóta að vera möguleikar fólgnir í því að stilla Alexander Petterson upp sem bakverði hægra megin í næsta leik. Júggafærslurnar og hornaklippingarnar sem liðið hefur verið að stíla inn á hafa brugðist, og er það á ábyrgð þjálfarans að finna fleiri sóknarafbrigði. Tilraunir Alfreðs til að stilla Guðjóni Val upp sem skyttu eða miðjumanni hafa klikkað, en tilraunarinnar virði - hann má ekki reyna þetta meir.
Stóri munurinn á Íslandi og Frakklandi sem handboltaliðum í dag var Karabatic, sem var yfirburðamaður á vellinum og skoraði að vild. Og svo náttúrulega Ólafur Stefánsson sem var ekki inn á vellinum.
Maður íslenska liðsins í dag er Alexander Petterson.
Einkunnir dagsins:
Alfreð Gíslason - 5,5
Enn á ný stillir hann upp ágætis varnarleik. Fær stórann mínus fyrir að koma ekki með ný sóknarleikbrigði. Fær líka mínus fyrir að taka Loga út úr skyttunni í fyrri hálfleik þegar hann var nýbúinn að fiska víti og skora úr gegnumbroti. Fær annan mínus fyrir reyna að skipta Guðjóni Val aftur í vinstri skyttuna í seinni hálfleik - alls ekki að virka. Fær smáplús fyrir að gefa kúbumanninum hvíld.
Sigfús Sigurðsson - 6
Ekki jafn sterkur í vörninni eins og gegn Svíum og Slóvökum. Kannski er leikformið farið að segja til sín. Hefði klárlega átt að grípa góða línusendingu frá Einari Hólmgeirs.
Vignir Svavarsson - 6
Ágætur í vörninni. Ágætur í sókninni. Enginn afreksmaður hingað til.
Guðjón Valur - 6
Fyrir leik sinn í horninu og hraðaupphlaup. Þvi miður bitnar á honum að þjálfarinn reyndi að setja hann í stöður sem hann ræður ekki við.
Einar Hólmgeirs - 4
Lala leikur hjá honum. Slæmt að byssan hans skuli vera rammskökk og illa stillt í dag, sem áður.
Ásgeir Hallgríms -4
Ekkert að meika það í dag.
Alexander Petterson - 9
Langbestur í dag. Sýndi það og sannaði að hann leikur með hjartanu í dag. Skoraði nokkur mörk í lok leiksins sem björguðu heiðri liðsins.
Bjarni Fritzon - 6
Fékk að koma inn á skoraði eitt mark ef ég man rétt. Enginn stórkosleg mistök.
Hannes Jón - 5
Gæti gert betur. Reynsluleysi hans í alþjóðabolta kemur í ljós, og þess vegna mun hann verða betri í næstu leikjum - og í næstu keppni.
Snorri Steinn - 6
Spilaði þokkalega. Hefði mátt hlusta á þjálfara sinn og skjóta uppi á markið.
Sverre Jakobssen - 5
Svona rétt undir meðallagi í íslensku vörninni.
Róbert Gunnars - 7
Alltaf til í að berjast og grípur flesta bolta. Var óheppinn með dómarana í fyrri hálfleik.
Birkir Ívar - 5
Varði einn bolta með tilþrifum. Man ekki fleira úr hans leik.
Hreiðar Guðmunds - 7
Varði ágætlega. Alfreð gefur honum ekki mikinn séns þegar hann er að fá mörk á sig úr galopnum færum trekk í trekk. Hef trú á að með betri varnarleik hefði hann tekið mun fleiri bolta.
Logi Geirsson - 6
Sprækur og reyndi það sem hann átti til. Fiskaði tvö eða þrjú víti sem átti að nýta betur.
Einar Þorvarðar - 1,2
Sást í mynd, fær stóra plúsinn fyrir það.
Leikur liðsins var þó ekki ósvipaður leiknum frá því gegn Svíum og Slóvökum, því liðið er enn í vandræðum með að skora úr hefðbundnum sóknum. Lendir í vandræðum með að fá góða skotmöguleika, lætur verja frá sér í ágætis skotfærum og oftar en ekki þurfa þeir að taka léleg skotfæri þegar hönd dómarana er farin að gefa merki um leikleysu. Frakkarnir gerðu fá mistök, og þess vegna fengu Íslendingar ekki hraðaupphlaup rétt eins og gegn Svíum.
Í framhaldinu er stærsti möguleiki landsliðsins fólgin í því að Ólafur Stefánsson nái sér þokkalega af lærmeiðslum og geti spilað á ný í Evrópukeppninni. Í ljósi síðustu 10 mínútna leiksins hljóta að vera möguleikar fólgnir í því að stilla Alexander Petterson upp sem bakverði hægra megin í næsta leik. Júggafærslurnar og hornaklippingarnar sem liðið hefur verið að stíla inn á hafa brugðist, og er það á ábyrgð þjálfarans að finna fleiri sóknarafbrigði. Tilraunir Alfreðs til að stilla Guðjóni Val upp sem skyttu eða miðjumanni hafa klikkað, en tilraunarinnar virði - hann má ekki reyna þetta meir.
Stóri munurinn á Íslandi og Frakklandi sem handboltaliðum í dag var Karabatic, sem var yfirburðamaður á vellinum og skoraði að vild. Og svo náttúrulega Ólafur Stefánsson sem var ekki inn á vellinum.
Maður íslenska liðsins í dag er Alexander Petterson.
Einkunnir dagsins:
Alfreð Gíslason - 5,5
Enn á ný stillir hann upp ágætis varnarleik. Fær stórann mínus fyrir að koma ekki með ný sóknarleikbrigði. Fær líka mínus fyrir að taka Loga út úr skyttunni í fyrri hálfleik þegar hann var nýbúinn að fiska víti og skora úr gegnumbroti. Fær annan mínus fyrir reyna að skipta Guðjóni Val aftur í vinstri skyttuna í seinni hálfleik - alls ekki að virka. Fær smáplús fyrir að gefa kúbumanninum hvíld.
Sigfús Sigurðsson - 6
Ekki jafn sterkur í vörninni eins og gegn Svíum og Slóvökum. Kannski er leikformið farið að segja til sín. Hefði klárlega átt að grípa góða línusendingu frá Einari Hólmgeirs.
Vignir Svavarsson - 6
Ágætur í vörninni. Ágætur í sókninni. Enginn afreksmaður hingað til.
Guðjón Valur - 6
Fyrir leik sinn í horninu og hraðaupphlaup. Þvi miður bitnar á honum að þjálfarinn reyndi að setja hann í stöður sem hann ræður ekki við.
Einar Hólmgeirs - 4
Lala leikur hjá honum. Slæmt að byssan hans skuli vera rammskökk og illa stillt í dag, sem áður.
Ásgeir Hallgríms -4
Ekkert að meika það í dag.
Alexander Petterson - 9
Langbestur í dag. Sýndi það og sannaði að hann leikur með hjartanu í dag. Skoraði nokkur mörk í lok leiksins sem björguðu heiðri liðsins.
Bjarni Fritzon - 6
Fékk að koma inn á skoraði eitt mark ef ég man rétt. Enginn stórkosleg mistök.
Hannes Jón - 5
Gæti gert betur. Reynsluleysi hans í alþjóðabolta kemur í ljós, og þess vegna mun hann verða betri í næstu leikjum - og í næstu keppni.
Snorri Steinn - 6
Spilaði þokkalega. Hefði mátt hlusta á þjálfara sinn og skjóta uppi á markið.
Sverre Jakobssen - 5
Svona rétt undir meðallagi í íslensku vörninni.
Róbert Gunnars - 7
Alltaf til í að berjast og grípur flesta bolta. Var óheppinn með dómarana í fyrri hálfleik.
Birkir Ívar - 5
Varði einn bolta með tilþrifum. Man ekki fleira úr hans leik.
Hreiðar Guðmunds - 7
Varði ágætlega. Alfreð gefur honum ekki mikinn séns þegar hann er að fá mörk á sig úr galopnum færum trekk í trekk. Hef trú á að með betri varnarleik hefði hann tekið mun fleiri bolta.
Logi Geirsson - 6
Sprækur og reyndi það sem hann átti til. Fiskaði tvö eða þrjú víti sem átti að nýta betur.
Einar Þorvarðar - 1,2
Sást í mynd, fær stóra plúsinn fyrir það.
laugardagur, 19. janúar 2008
Slóvakaleikurinn
Jæja þá er búið að kasta tuðru í netið 28 sinnum í dag. Það er undir meðallagi hjá íslenska landsliðinu undanfarin ár. Uppstilltar sóknir virðast ennþá vera vandamál hjá okkur alveg eins og í Svíaleiknum. Hraðaupphlaupin voru hins vegar mögnuð hjá okkur í dag eins og vörnin, sem var góð með Sigfús Sigurðsson sem mann leiksins í ham. Hefðum líklega sigrað með 9 eða 10 mörkum hefði kúbumaðurinn ekki komið inná.
Einkunnir:
Einar Þorvarðarson - 1,3 (fær einkunn í þetta sinn)
Fyrir að ætla að róa Alfreð Gíslason niður, sem horfði á hann sem geimvera væri mætt á svæðið. Frekar fyndið.
Alfreð Gíslason - 7,0
Hefur fundið varnarskipulag sem hentar íslenska liðinu. Hefur mesta keppnisskapið í landsliðinu. Fær stóran mínus fyrir að setja Garcia of snemma inn á og gefa Slóvökum séns á að minnka muninn í fjögur mörk.
Einar Hólmgeirsson - 4,0
Hef áhyggjur af því að þessi skotharðasti drengur liðsins finni ekki fjölina sína úr þessu. Tekst ekki að nýta sprengikraft og áræðni sína til afreka. Gerði eitt gott mark, og skaut nokkrum skotum sem hefðu allt eins getað farið í markið. Stóra mínusinn fær hann fyrir að hætta að dromba á markið í síðari hálfleik.
Jalesky Garcia - 1,5
Sónarleikurinn var arfaslakur í þær mínútur sem hann var inn á. Skaut einu arfaslöku skoti af sex metrum beint í markvörðinn og þaðan skoppaði hann í netið. Er helsti höfuðverkur minn. Virðist vera tognaður á báðum lærum og aðeins þarna uppi.
Snorri Steinn - 5,5
Ágætur í fyrri hálfleik, lélegur í þeim seinni. Nýtir sér ekki skottækni af gólfinu sem hann hefur til staðar, auk þess sem hann má reyna meira af gegnumbrotum. Stillir upp of mörgum þverhlaupakerfum með klippingum sem ekki hafa virkað í hvorugum leiknum.
Guðjón Valur - 9
Eitursnöggur. Sýndi góðan varnarleik, skoraði úr horninu og kláraði hraðaupphlaup. Dúndurleikmaður í dag.
Hannes Jón - 7
Hefði fengið meira, ef hann hefði sýnt að hann kunni fleiri en eina gerða af finntu.
Logi Geirsson - 8,5
Megnið af einkununni fær hann fyrir gríðarlegt "Buzzer" mark sitt í lok seinni hálfleiks. Skoraði auk þess góð mörk og stóð sína plikt eins og til var ætlast.
Ásgrímur Hallgríms - 8,0
Magnaður í vörninni og öruggur á boltanum í sókninni. Sýnir leikskilning og öryggi á boltanum sem geri sóknarleik íslenska liðsins betri. Fær nokkuð stórann mínus fyrir að hika við að rífa sig upp í langskot í síðari hálfleik. Klárlega byrjunarliðsmaður á morgun frekar en Einar Hólmgeirs.
Alexander Petterson - 8,0
Stáli sjálfur spilaði mun betur en á móti Svíum. Setti hann úr hraðaupphlaupum, spilaði sterka vörn og gerði gott lið enn betra. Smá mínus fyrir að skjóta tvisvar framhjá úr úrvalsfærum í síðari hálfleik.
Sigfús Sigurðsson - 10,0
Lykilllinn að sigri Íslands. Stjórnaði öflugustu vörn sem íslenska landsliðið hefur sýnt mér í fyrri hálfleik. Rússajeppinn er komin í gang.
Hreiðar Guðmunds - 8,5
Fyrir að verja frábærlega í fyrri háfleik. Fékk á sig erfiðari skot í seinni hálfleik.
Birkir Ívar - 7,0
Var þokkalegur.
Róbert Gunnars - 8
Setti fjögur góð mörk. Kom sterkur inn í hraðaupphlaupsspilið. Góður leikur hjá honum.
Vignir Svavars - 5
Ágætur í þann tíma sem hann fékk að spila. Alltof klaufalegur í að brjóta af sér, verður einfaldlega að laga það.
Einkunnir:
Einar Þorvarðarson - 1,3 (fær einkunn í þetta sinn)
Fyrir að ætla að róa Alfreð Gíslason niður, sem horfði á hann sem geimvera væri mætt á svæðið. Frekar fyndið.
Alfreð Gíslason - 7,0
Hefur fundið varnarskipulag sem hentar íslenska liðinu. Hefur mesta keppnisskapið í landsliðinu. Fær stóran mínus fyrir að setja Garcia of snemma inn á og gefa Slóvökum séns á að minnka muninn í fjögur mörk.
Einar Hólmgeirsson - 4,0
Hef áhyggjur af því að þessi skotharðasti drengur liðsins finni ekki fjölina sína úr þessu. Tekst ekki að nýta sprengikraft og áræðni sína til afreka. Gerði eitt gott mark, og skaut nokkrum skotum sem hefðu allt eins getað farið í markið. Stóra mínusinn fær hann fyrir að hætta að dromba á markið í síðari hálfleik.
Jalesky Garcia - 1,5
Sónarleikurinn var arfaslakur í þær mínútur sem hann var inn á. Skaut einu arfaslöku skoti af sex metrum beint í markvörðinn og þaðan skoppaði hann í netið. Er helsti höfuðverkur minn. Virðist vera tognaður á báðum lærum og aðeins þarna uppi.
Snorri Steinn - 5,5
Ágætur í fyrri hálfleik, lélegur í þeim seinni. Nýtir sér ekki skottækni af gólfinu sem hann hefur til staðar, auk þess sem hann má reyna meira af gegnumbrotum. Stillir upp of mörgum þverhlaupakerfum með klippingum sem ekki hafa virkað í hvorugum leiknum.
Guðjón Valur - 9
Eitursnöggur. Sýndi góðan varnarleik, skoraði úr horninu og kláraði hraðaupphlaup. Dúndurleikmaður í dag.
Hannes Jón - 7
Hefði fengið meira, ef hann hefði sýnt að hann kunni fleiri en eina gerða af finntu.
Logi Geirsson - 8,5
Megnið af einkununni fær hann fyrir gríðarlegt "Buzzer" mark sitt í lok seinni hálfleiks. Skoraði auk þess góð mörk og stóð sína plikt eins og til var ætlast.
Ásgrímur Hallgríms - 8,0
Magnaður í vörninni og öruggur á boltanum í sókninni. Sýnir leikskilning og öryggi á boltanum sem geri sóknarleik íslenska liðsins betri. Fær nokkuð stórann mínus fyrir að hika við að rífa sig upp í langskot í síðari hálfleik. Klárlega byrjunarliðsmaður á morgun frekar en Einar Hólmgeirs.
Alexander Petterson - 8,0
Stáli sjálfur spilaði mun betur en á móti Svíum. Setti hann úr hraðaupphlaupum, spilaði sterka vörn og gerði gott lið enn betra. Smá mínus fyrir að skjóta tvisvar framhjá úr úrvalsfærum í síðari hálfleik.
Sigfús Sigurðsson - 10,0
Lykilllinn að sigri Íslands. Stjórnaði öflugustu vörn sem íslenska landsliðið hefur sýnt mér í fyrri hálfleik. Rússajeppinn er komin í gang.
Hreiðar Guðmunds - 8,5
Fyrir að verja frábærlega í fyrri háfleik. Fékk á sig erfiðari skot í seinni hálfleik.
Birkir Ívar - 7,0
Var þokkalegur.
Róbert Gunnars - 8
Setti fjögur góð mörk. Kom sterkur inn í hraðaupphlaupsspilið. Góður leikur hjá honum.
Vignir Svavars - 5
Ágætur í þann tíma sem hann fékk að spila. Alltof klaufalegur í að brjóta af sér, verður einfaldlega að laga það.
föstudagur, 18. janúar 2008
Ísland 1/40 - Slóvakía 1/1000 - Frakkland 1/4
Nú er Íslandi spáð 11. sæti í EM-keppninni á af veðmöngurum.
Líkurnar á að Ísland verði Evrópumeistarar eru nú taldar vera frá 1/40 hjá Ladbrokes, niður í 1/100 hjá Paddy Power. Fyrir Svíaleikinn í gær voru líkurnar í sigri í EM 1/30 hjá Íslendingum.
Frökkum er spáð 1. sæti í keppninni, með 1/4 uppí 2/5 líkur.
Slóvakía er spáð neðsta sæti með sigurlíkurnar 1/500 hjá Ladbrokes og niður í 1/1000 hjá Paddy.
Samkvæmt þessu er 65% líkur á sigri Íslands gegn Slóvakíu!
Ætti þá ekki að vera létt verk og löðurmannlegt fyrir höndum á morgun? Ég er reyndar ekki þeirrar trúar.
Í blíðu,
Einar
Líkurnar á að Ísland verði Evrópumeistarar eru nú taldar vera frá 1/40 hjá Ladbrokes, niður í 1/100 hjá Paddy Power. Fyrir Svíaleikinn í gær voru líkurnar í sigri í EM 1/30 hjá Íslendingum.
Frökkum er spáð 1. sæti í keppninni, með 1/4 uppí 2/5 líkur.
Slóvakía er spáð neðsta sæti með sigurlíkurnar 1/500 hjá Ladbrokes og niður í 1/1000 hjá Paddy.
Samkvæmt þessu er 65% líkur á sigri Íslands gegn Slóvakíu!
Ætti þá ekki að vera létt verk og löðurmannlegt fyrir höndum á morgun? Ég er reyndar ekki þeirrar trúar.
Í blíðu,
Einar
Svokallað
Það eru þrjú nöfn í gangi yfir stærsta dópmál hin síðari ár. Þ.e. svokallað Fáskrúðsfjarðamálið, svokallað Pólstjörnumáli og svokallað Dópskútumál.
Svo-kalla ég eftir fleiri svokölluðum nöfnum á þetta svokallaða mál.
Svo-kalla ég eftir fleiri svokölluðum nöfnum á þetta svokallaða mál.
fimmtudagur, 17. janúar 2008
Svíarnir sniðugir
Talsverð vonbrigði þessi Svíaleikur.
Vörnin hjá okkur = bara mjög góð
Sóknin hjá okkur = tilviljanakennd
Líklega lélegasti sóknarleikur íslenska landsliðsins síðan Þorbjörn Jensson stjórnaði liðinu leit dagsins ljós í kvöld. Ekki bara lélegur sóknarleikur, heldur óheppni, klúður og Thomas Svensson hafði allt sín áhrif. Reyndar vissu Svíar hvað þeir voru að gera, spiluðu frekar hægt og náðu hraða leiksins niður. Sterk 6-0 vörn þeirra olli okkur of miklum vandræðum. í heildina voru þeir sniðugir.
Einkunnir:
Alfreð Gíslason = 5,5
Fær plús fyrir að hætta ekki að reyna að finna lausn á sóknarleiknum. En mínus fyrir að finna hana alls ekki. Set spurningu við ást hans á kúbumanninum.
Jalesky Garcia = 3
Arfaslakur, ragur við að skjóta. Hægur og staður. Hugmyndasnauður.
Sigfús Sigurðsson = 8,5
Öflugur í miðju varnarinnar. Svíarnir skoruðu lítið, Fúsi var flottur.
Róbert Gunnarsson = 6
Sýnir alltaf mikla baráttu. Skilaði sínu að mestu. Mátti skora oftar einn á móti Svensson.
Alexander Petterson = 5,5
Frekar lúinn í þessum leik. Kemur ekki oft fyrir.
Ásgeir Hallgrímsson = 7
Fékk lítið að taka ábyrgð í leiknum sóknarlega. Mátti fá að reyna sig meira. Góður í vörn og setti hann í restina í sókninni.
Guðjón Valur = 6
Hefur gert betur.
Snorri Steinn = 3,5
Nokkur arfaslök skot á markið. Gekk ekki upp hjá honum það sem hann ætlaði sér. Veit að hann mun koma sterkur tilbaka.
Ólafur Stefánsson = 5
Óþolandi að horfa á hann við það að stökkva upp allan leikinn. Reyndi að hnoða honum inn á línuna hvað eftir annað, sem gerði sóknarleikinn mun stirðari en ella.
Hannes Jón Jónsson = 5,5
Kom lítið við sögu í leiknum og klúðraði fáu.
Einar Hólmgeirsson = 6,5
Fyrir þá viðleitni sem Ólafur Stefánsson má taka sér til fyrirmyndar að þora að skjóta á markið.
Vignir Svavars = 5
Meðalmaður. Klúðraði úrvalsfæri.
Logi Geirsson = 3,5
Hræðileg skot hans í fyrri hálfleik áttu meðal annars þátt í að Ísland var ekki yfir hálfleik.
Hreiðar Guðmunds = 9
Mjög góð innkoma, tók góða bolta. Mun betri en ég átti von á.
Birkir Ívar = 8
Fínn framan af. Betri en ég átti von á.
Vörnin hjá okkur = bara mjög góð
Sóknin hjá okkur = tilviljanakennd
Líklega lélegasti sóknarleikur íslenska landsliðsins síðan Þorbjörn Jensson stjórnaði liðinu leit dagsins ljós í kvöld. Ekki bara lélegur sóknarleikur, heldur óheppni, klúður og Thomas Svensson hafði allt sín áhrif. Reyndar vissu Svíar hvað þeir voru að gera, spiluðu frekar hægt og náðu hraða leiksins niður. Sterk 6-0 vörn þeirra olli okkur of miklum vandræðum. í heildina voru þeir sniðugir.
Einkunnir:
Alfreð Gíslason = 5,5
Fær plús fyrir að hætta ekki að reyna að finna lausn á sóknarleiknum. En mínus fyrir að finna hana alls ekki. Set spurningu við ást hans á kúbumanninum.
Jalesky Garcia = 3
Arfaslakur, ragur við að skjóta. Hægur og staður. Hugmyndasnauður.
Sigfús Sigurðsson = 8,5
Öflugur í miðju varnarinnar. Svíarnir skoruðu lítið, Fúsi var flottur.
Róbert Gunnarsson = 6
Sýnir alltaf mikla baráttu. Skilaði sínu að mestu. Mátti skora oftar einn á móti Svensson.
Alexander Petterson = 5,5
Frekar lúinn í þessum leik. Kemur ekki oft fyrir.
Ásgeir Hallgrímsson = 7
Fékk lítið að taka ábyrgð í leiknum sóknarlega. Mátti fá að reyna sig meira. Góður í vörn og setti hann í restina í sókninni.
Guðjón Valur = 6
Hefur gert betur.
Snorri Steinn = 3,5
Nokkur arfaslök skot á markið. Gekk ekki upp hjá honum það sem hann ætlaði sér. Veit að hann mun koma sterkur tilbaka.
Ólafur Stefánsson = 5
Óþolandi að horfa á hann við það að stökkva upp allan leikinn. Reyndi að hnoða honum inn á línuna hvað eftir annað, sem gerði sóknarleikinn mun stirðari en ella.
Hannes Jón Jónsson = 5,5
Kom lítið við sögu í leiknum og klúðraði fáu.
Einar Hólmgeirsson = 6,5
Fyrir þá viðleitni sem Ólafur Stefánsson má taka sér til fyrirmyndar að þora að skjóta á markið.
Vignir Svavars = 5
Meðalmaður. Klúðraði úrvalsfæri.
Logi Geirsson = 3,5
Hræðileg skot hans í fyrri hálfleik áttu meðal annars þátt í að Ísland var ekki yfir hálfleik.
Hreiðar Guðmunds = 9
Mjög góð innkoma, tók góða bolta. Mun betri en ég átti von á.
Birkir Ívar = 8
Fínn framan af. Betri en ég átti von á.
Næsti takk
Nú hafa þrír skósveinar þingflokks Sjálfstæðiflokksins komið fram í Kastljósinu og reynt að verja skipan Þorsteins Davíðssonar sem héraðsdómara. Þetta eru þeir Pétur Blöndal, Sigurður Kári og Birgir Ármannsson.
Einnig hefur settur ráðherra komið fram í sama þætti með og haft frammi eftirminnilegan valdhroka og ógleymanlegar "rökfærslur".
Eftir stendur að málið er enn á allra vörum, og forkálfar samstarfsflokksins keppast við að gagnrýna gjörðina.
Nú er búið að afgreiða fjóra í Kastljósinu. Næsti takk.
Einnig hefur settur ráðherra komið fram í sama þætti með og haft frammi eftirminnilegan valdhroka og ógleymanlegar "rökfærslur".
Eftir stendur að málið er enn á allra vörum, og forkálfar samstarfsflokksins keppast við að gagnrýna gjörðina.
Nú er búið að afgreiða fjóra í Kastljósinu. Næsti takk.
miðvikudagur, 16. janúar 2008
1 á móti 30 að Ísland sigri EM
Samkvæmt Sænskum veðbönkum er Íslandi spáð 10. sæti á EM í handbolta og eru líkurnar á að Ísland verði Evrópumeistari taldar vera 1/30. Á sama tímar eru Spáni og Frakklandi spáð sigri með líkunum 1/4,25.
Evrópukeppnin í handbolta byrjar á morgun hjá íslenska liðinu með ákaflega mikilvægum leik gegn Svíum. Sem betur fer stöndum við aðeins sterkari gegn Svíum en á árum áður þegar Faxi og félagar skildu okkur eftir í sárum hvað eftir annað. Frammistaðan gegn Tékkum á sunnudag og mánudag var ágæt, en dómararnir frá Danmörku dæmdu okkur öll vafaatriði í hag - og því gefa endanleg úrslit leikjanna falskt öryggi.
Sænskir handboltafræðingar segja leikinn gegn Íslandi á morgun ofurmikilvægan og ljóst er að allt mun verða lagt í sölurnar til að ná sigri.
Líklegt er að byrjunarlið Íslands verði svona:
Alexander Petterson (h.horn)
Ólafur Stefánsson (h.skytta)
Snorri Steinn (miðja)
Logi Geirsson (v.skytta)
Guðjón Valur (v. horn)
Róbert Gunarsson (lína)
Birkir Ívar (mark)
Erfiðast verður fyrir íslenska liðið að setja mörk úr hefðbundnum sóknum. Vörn Svíanna hentar tildæmis lágvöxnum skotmönnum eins og t.d Loga, Snorra Stein og Hannes Jóni frekar illa og ólíklegt er að þeir setji mörg mörk gegn Svíum. Þá er hlutverk Ólafs Stefánssonar mjög mikilvægt og verður hann að skjóta langskotum í markið í fyrri hálfleik, það myndi opna leiðir í gegnum varnarpakka Svía þegar á leikinn líður.
Ekki er ólíklegt að Garcia þurfi að koma inn í leikinn og freista þess að skjóta yfir vörn Svíanna. Þá er mikilvægt að Alfreð hafi sett upp leiðir til að Garcia nái hlaupaleið svo hann geti náð sér upp í loftið. Hann þarf flugbraut, er einfaldlega þannig leikmaður, frekar þungur á sér og lítið teknískur - hefur þó ágætis auga fyrir sendingum sem skila marki.
Markvarslan verður mesti höfuðverkur íslenska liðsins á EM. Gegn Svíum er það ráðgáta hvort Birkir Ívar eða Hreiðar byrji í markinu. En ég spái því að Birkir Ívar byrji leikinn, því hann hefur náð athyglisverðri frammistöðu gegn Svíþjóð í gegnum tíðina.
Svíarnir munu koma fullir sjálfstrausts til leiks eftir að hafa unnið Svisslendinga ansi auðveldlega 35-21 um helgina. Reyndar athyglisvert að þeir velji að spila gegn slöku liði Sviss svo skömmu fyrir mót.
Evrópukeppnin í handbolta byrjar á morgun hjá íslenska liðinu með ákaflega mikilvægum leik gegn Svíum. Sem betur fer stöndum við aðeins sterkari gegn Svíum en á árum áður þegar Faxi og félagar skildu okkur eftir í sárum hvað eftir annað. Frammistaðan gegn Tékkum á sunnudag og mánudag var ágæt, en dómararnir frá Danmörku dæmdu okkur öll vafaatriði í hag - og því gefa endanleg úrslit leikjanna falskt öryggi.
Sænskir handboltafræðingar segja leikinn gegn Íslandi á morgun ofurmikilvægan og ljóst er að allt mun verða lagt í sölurnar til að ná sigri.
Líklegt er að byrjunarlið Íslands verði svona:
Alexander Petterson (h.horn)
Ólafur Stefánsson (h.skytta)
Snorri Steinn (miðja)
Logi Geirsson (v.skytta)
Guðjón Valur (v. horn)
Róbert Gunarsson (lína)
Birkir Ívar (mark)
Erfiðast verður fyrir íslenska liðið að setja mörk úr hefðbundnum sóknum. Vörn Svíanna hentar tildæmis lágvöxnum skotmönnum eins og t.d Loga, Snorra Stein og Hannes Jóni frekar illa og ólíklegt er að þeir setji mörg mörk gegn Svíum. Þá er hlutverk Ólafs Stefánssonar mjög mikilvægt og verður hann að skjóta langskotum í markið í fyrri hálfleik, það myndi opna leiðir í gegnum varnarpakka Svía þegar á leikinn líður.
Ekki er ólíklegt að Garcia þurfi að koma inn í leikinn og freista þess að skjóta yfir vörn Svíanna. Þá er mikilvægt að Alfreð hafi sett upp leiðir til að Garcia nái hlaupaleið svo hann geti náð sér upp í loftið. Hann þarf flugbraut, er einfaldlega þannig leikmaður, frekar þungur á sér og lítið teknískur - hefur þó ágætis auga fyrir sendingum sem skila marki.
Markvarslan verður mesti höfuðverkur íslenska liðsins á EM. Gegn Svíum er það ráðgáta hvort Birkir Ívar eða Hreiðar byrji í markinu. En ég spái því að Birkir Ívar byrji leikinn, því hann hefur náð athyglisverðri frammistöðu gegn Svíþjóð í gegnum tíðina.
Svíarnir munu koma fullir sjálfstrausts til leiks eftir að hafa unnið Svisslendinga ansi auðveldlega 35-21 um helgina. Reyndar athyglisvert að þeir velji að spila gegn slöku liði Sviss svo skömmu fyrir mót.
þriðjudagur, 15. janúar 2008
Skapandi verkefni
Heilsíðuauglýsing Ástþórs Magnússonar vakti athygli mína í dag. Þótt tími minn hafi ekki dugað til að lesa hana í heild.
Rifjaðist þá upp fyrir mér lítil saga:
Einhverju sinni á mínum yngri árum er ég bjó í höfuðborg Íslands kynntist ég ungri stelpu. Hún var skemmtileg og frökk. Í eitt skiptið barst tal okkar að Peace 2000 og sagði hún mér þá frá því þegar hún vann fyrir Ástþór Magnússon í nokkra daga, og var samtal okkar eitthvað á þessa leið:
Ég: Hvað varstu að vinna fyrir Ástþór?
Hún: Ég var að vinna að ákveðnu verkefni.
Ég: Hvað verkefni var það?
Hún: Ég safnaði undirskriftum fyrir forsetaframboðið hans.
Ég: Var það ekki strembið?
Hún: Jú, en það var mjög skemmtilegt og vel borgað.
Ég: Vel borgað?
Hún: Já, ég fékk borgað tímakaup og svo bónus á hverja undirskrift.
Ég: Já..... ég skil.
Hún: Ég fékk borgaðar 2.000 krónur á hverja undirskrift. Ég vann í nokkra daga og fékk fullt af peningum.
Í framhaldi af þessu bendi ég á að framboð Ástþórs gæti verið atvinnuskapandi eða allavega skapandi.
Rifjaðist þá upp fyrir mér lítil saga:
Einhverju sinni á mínum yngri árum er ég bjó í höfuðborg Íslands kynntist ég ungri stelpu. Hún var skemmtileg og frökk. Í eitt skiptið barst tal okkar að Peace 2000 og sagði hún mér þá frá því þegar hún vann fyrir Ástþór Magnússon í nokkra daga, og var samtal okkar eitthvað á þessa leið:
Ég: Hvað varstu að vinna fyrir Ástþór?
Hún: Ég var að vinna að ákveðnu verkefni.
Ég: Hvað verkefni var það?
Hún: Ég safnaði undirskriftum fyrir forsetaframboðið hans.
Ég: Var það ekki strembið?
Hún: Jú, en það var mjög skemmtilegt og vel borgað.
Ég: Vel borgað?
Hún: Já, ég fékk borgað tímakaup og svo bónus á hverja undirskrift.
Ég: Já..... ég skil.
Hún: Ég fékk borgaðar 2.000 krónur á hverja undirskrift. Ég vann í nokkra daga og fékk fullt af peningum.
Í framhaldi af þessu bendi ég á að framboð Ástþórs gæti verið atvinnuskapandi eða allavega skapandi.
mánudagur, 14. janúar 2008
Nútímalegt bankarán
Á vef hagstofunnar segir:
"Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 5,9% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 2,4%. "
Á mannamáli þýðir þetta væntanlega að verðtryggt lán upp á 10 milljónir hækkar um 590.000 krónur á ári, með húsnæðisverði. Sem er reglan hér á landi, ólíkt öllum öðrum Evrópulöndum.
Þetta þýðir líka að væri verðtrygging án húsnæðisverðs, þá hækkar 10 milljón króna lán um 240.000 þúsund krónur á ári.
Þetta er munur upp á 350 þúsund krónur á aðeins tólf mánuðum. Líklega "bankarán".
Einar K. Guðfinnsson, rökstyður þetta hér.
"Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 5,9% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 2,4%. "
Á mannamáli þýðir þetta væntanlega að verðtryggt lán upp á 10 milljónir hækkar um 590.000 krónur á ári, með húsnæðisverði. Sem er reglan hér á landi, ólíkt öllum öðrum Evrópulöndum.
Þetta þýðir líka að væri verðtrygging án húsnæðisverðs, þá hækkar 10 milljón króna lán um 240.000 þúsund krónur á ári.
Þetta er munur upp á 350 þúsund krónur á aðeins tólf mánuðum. Líklega "bankarán".
Einar K. Guðfinnsson, rökstyður þetta hér.
sunnudagur, 13. janúar 2008
Sigurinn ekki Garcia að þakka
Jamm við sigruðum Tékkana í handboltanum í dag. Það var svosum ekkert afrek. Alltaf gott að vinna samt sem áður.
í nokkur ár hefur verið beðið eftir að kúbumaðurinn Jalesky Garcia geti leikið með íslenska landsliðinu. Hann hefur ýmist verið meiddur, ekki komist af persónulegum ástæðum, legið á sólarströnd eða ekki verið valinn í liðið. Nú gat hann hins vegar spilað með, þótt litlu munaði að hann gæti það ekki vegna veikinda. En hvar var útkoman? Jú alveg hræðileg, Jalesky Garcia undirstrikaði að hann er lélegasti leikmaður íslenska landsliðsnins. 3 skot, ekkert mark og nokkrar feilsendingar - þarf að segja meir. Hann fékk meira að segja óþarfa tækifæri til að koma og gera betur í seinni hálfleik, og fékk þá á sig tvo ruðninga á einni mínútu og tékkar skoruðu í bæði skiptin úr hraðaupphlaupum. Mjög hlunkaleg innkoma vægast sagt.
Ég legg til að Jalesky Garcia verði hvíldur sem mest á Evrópumótinu í handknattleik, svona þar sem Alfreð hefur engann aðstoðarþjálfara til að benda sér á þetta.
Að öðru leyti áttu: Ólafur Stefánsson, Bjarni Fritsson, Snorri Steinn, Logi Geirs, Roland Eradse og Róbert Gunnars ágætis leik.
í nokkur ár hefur verið beðið eftir að kúbumaðurinn Jalesky Garcia geti leikið með íslenska landsliðinu. Hann hefur ýmist verið meiddur, ekki komist af persónulegum ástæðum, legið á sólarströnd eða ekki verið valinn í liðið. Nú gat hann hins vegar spilað með, þótt litlu munaði að hann gæti það ekki vegna veikinda. En hvar var útkoman? Jú alveg hræðileg, Jalesky Garcia undirstrikaði að hann er lélegasti leikmaður íslenska landsliðsnins. 3 skot, ekkert mark og nokkrar feilsendingar - þarf að segja meir. Hann fékk meira að segja óþarfa tækifæri til að koma og gera betur í seinni hálfleik, og fékk þá á sig tvo ruðninga á einni mínútu og tékkar skoruðu í bæði skiptin úr hraðaupphlaupum. Mjög hlunkaleg innkoma vægast sagt.
Ég legg til að Jalesky Garcia verði hvíldur sem mest á Evrópumótinu í handknattleik, svona þar sem Alfreð hefur engann aðstoðarþjálfara til að benda sér á þetta.
Að öðru leyti áttu: Ólafur Stefánsson, Bjarni Fritsson, Snorri Steinn, Logi Geirs, Roland Eradse og Róbert Gunnars ágætis leik.
föstudagur, 11. janúar 2008
Massív hárígræðsla
Eftir að hafa horft á Kastljósið og horft á þá Jón Magnússon og Pétur Blöndal ræða um lífsins mál hef ég komist að niðurstöðu.
Niðurstaðan tengist ekki pólítík, heldur Pétri Blöndal. Hef komist að niðurstöðu um að annað hvort verði Pétur Blöndal að fara í massíva hár-í-græðslu, ellegar sætta sig við orðin hlut og hætta að greiða svo klaufalega yfir skallann.
Ekkert persónulegt.
Niðurstaðan tengist ekki pólítík, heldur Pétri Blöndal. Hef komist að niðurstöðu um að annað hvort verði Pétur Blöndal að fara í massíva hár-í-græðslu, ellegar sætta sig við orðin hlut og hætta að greiða svo klaufalega yfir skallann.
Ekkert persónulegt.
fimmtudagur, 10. janúar 2008
Hinn bóhemíski minnihluti
10.1.2008 11:07
Húsafriðunarmál við Laugaveginn finnast mér afar skemmtileg.
Svo virðist að með aðgerðaleysi í miðbænum síðustu tvo áratugi hafi borgaryfirvöldum tekist að gera hann að einskonar Soho hverfi þar sem skítugar knæpur, rónar, eiturlyfjasala og stöðumælasektir þrífast afar vel. Þetta er líka einskonar ferðamannaparadís Grafarvogs- og Kópavogsbúa þar sem gott er að koma einu sinni í mánuði og míga á veggi og sparka í bíla.
Þegar að einkaaðilar vilja koma til hjálpar og breyta ásýnd og standard miðborgarinnar, þá taka einhver skrítnustu öfl hins bóhemíska minnihluta við sér og hrópa ÚLFUR ÚLFUR. Ég held að Þorgerður Katrín sé þroskaðri en svo að friða timburkofana við Laugaveg.
"Það eru tár á rúðunni."
Húsafriðunarmál við Laugaveginn finnast mér afar skemmtileg.
Svo virðist að með aðgerðaleysi í miðbænum síðustu tvo áratugi hafi borgaryfirvöldum tekist að gera hann að einskonar Soho hverfi þar sem skítugar knæpur, rónar, eiturlyfjasala og stöðumælasektir þrífast afar vel. Þetta er líka einskonar ferðamannaparadís Grafarvogs- og Kópavogsbúa þar sem gott er að koma einu sinni í mánuði og míga á veggi og sparka í bíla.
Þegar að einkaaðilar vilja koma til hjálpar og breyta ásýnd og standard miðborgarinnar, þá taka einhver skrítnustu öfl hins bóhemíska minnihluta við sér og hrópa ÚLFUR ÚLFUR. Ég held að Þorgerður Katrín sé þroskaðri en svo að friða timburkofana við Laugaveg.
"Það eru tár á rúðunni."
miðvikudagur, 9. janúar 2008
Best að tala varlega núna
Það er aldrei að vita nema að Þorsteinn Davíðsson eigi eftir að dæma einhvern daginn í málum tengdum mér, þannig að það er betra að tala varlega. Allavega skilst mér að í hans ætt þá muni menn langt aftur í tímann. Ekki það að ég eigi von á málshöfðun, en maður veit aldrei sína framtíð alla.
.2008 09:53
Þess vegna ætla ég ekkert að tala um Þorstein Davíðsson.
Hins vegar fannst mér málflutningur Sigurðar Kára í Kastljósinu fyrir neðan allar hellur. Um mig fór einskonar kjánahrollur þegar hann lýsti embættisveitingu ráðherra síns sem vel ígrundaðri og faglegri. Púff. Sé eitthvað óhæft í þessu öllu saman, þá er það rökflutningur Sjálfstæðismanna.
Þegar ég hlusta á þennan dreng, bíð ég eftir að Sigurður Kári klári og hætti að tala.
Svo var þessi Sigurður Kári efnilegur á sínum tíma. Nú hefur hann hvað eftir annað látið senda sig í Kastljósið og á Rás 2 sem skósvein órökstyðjanlegra ákvarðana. Verður Sigurður Kári skósveinn vafasamrar ákvörðunartöku á Sjálfstæðisflokknum í mörg kjörtímabil í viðbót? Hefur hann ekki vit á því að benda á einhvern annan til að taka við? Er hann lægst "rankaður" í þingflokknum og þarf að taka þetta að sér?
.2008 09:53
Þess vegna ætla ég ekkert að tala um Þorstein Davíðsson.
Hins vegar fannst mér málflutningur Sigurðar Kára í Kastljósinu fyrir neðan allar hellur. Um mig fór einskonar kjánahrollur þegar hann lýsti embættisveitingu ráðherra síns sem vel ígrundaðri og faglegri. Púff. Sé eitthvað óhæft í þessu öllu saman, þá er það rökflutningur Sjálfstæðismanna.
Þegar ég hlusta á þennan dreng, bíð ég eftir að Sigurður Kári klári og hætti að tala.
Svo var þessi Sigurður Kári efnilegur á sínum tíma. Nú hefur hann hvað eftir annað látið senda sig í Kastljósið og á Rás 2 sem skósvein órökstyðjanlegra ákvarðana. Verður Sigurður Kári skósveinn vafasamrar ákvörðunartöku á Sjálfstæðisflokknum í mörg kjörtímabil í viðbót? Hefur hann ekki vit á því að benda á einhvern annan til að taka við? Er hann lægst "rankaður" í þingflokknum og þarf að taka þetta að sér?
þriðjudagur, 8. janúar 2008
Minningar af Grensás
Viðurnefnið Dabbi Grensás er vísast eitt skemmtilegasta viðurnefni sem ég hef heyrt lengi. Þótt gjörðir hans geti vart telist skemmtilegar, þá finnst mér viðurnefnið sem drengurinn hefur hlotið bera vott um dálitla snilld.
Þessi nafngift ber það væntanlega með sér að lendi maður í höndum Dabba Grensás, þá eigi maður dapra tíma framundan á spítala og svo endurhæfingu á Grensásdeild.
Svona "by the way" þá þekki ég ágætlega húsakynni Grensás. Afi minn var húsvörður þar, og nokkrum sinnum fékk ég að fara með honum í vinnuna. Þá gekk ég með honum um gangana, hjálpaði honum að skipta um ljósaperur og safna rusli og óhreinum þvotti. Svo fórum við niður í kjallara í kompuna hans og lögðum okkur á sófanum. Það var fínt. Svo gaf hann mér banana. Merkilegast fannst honum að Helgi Sigurðsson knattspyrnumaður vann í garðinum undir hans stjórn í heilt sumar. Þar þarf vart að taka fram að það er uppáhalds fótboltamaðurin hans, þó hann hafi farið í Val.
Í daglega lífinu heyrir maður mikið af ýmiskonar viðurnefnum sem eru skemmtileg, en verða svo partur af hverri persónu og upphaflega merkingin gleymist. Þannig umgengst ég daglega persónur sem hafa hlotið viðurnefni, sem þær fá sjaldnast að heyra sjálfar. Toppurinn er að finna viðurnefni sem festist við einhvern.
Þessi nafngift ber það væntanlega með sér að lendi maður í höndum Dabba Grensás, þá eigi maður dapra tíma framundan á spítala og svo endurhæfingu á Grensásdeild.
Svona "by the way" þá þekki ég ágætlega húsakynni Grensás. Afi minn var húsvörður þar, og nokkrum sinnum fékk ég að fara með honum í vinnuna. Þá gekk ég með honum um gangana, hjálpaði honum að skipta um ljósaperur og safna rusli og óhreinum þvotti. Svo fórum við niður í kjallara í kompuna hans og lögðum okkur á sófanum. Það var fínt. Svo gaf hann mér banana. Merkilegast fannst honum að Helgi Sigurðsson knattspyrnumaður vann í garðinum undir hans stjórn í heilt sumar. Þar þarf vart að taka fram að það er uppáhalds fótboltamaðurin hans, þó hann hafi farið í Val.
Í daglega lífinu heyrir maður mikið af ýmiskonar viðurnefnum sem eru skemmtileg, en verða svo partur af hverri persónu og upphaflega merkingin gleymist. Þannig umgengst ég daglega persónur sem hafa hlotið viðurnefni, sem þær fá sjaldnast að heyra sjálfar. Toppurinn er að finna viðurnefni sem festist við einhvern.
mánudagur, 7. janúar 2008
Hrós á eftir hrósi
7.1.2008 11:17
Jæja þá er www.austurglugginn.is byrjaður að rúlla og verð ég einfaldlega að hvetja alla vinveitta til að linka á vefinn og lesa hann sem oftast, þó að ég sé ekki hlutlaus sem ritstjóri.
Það er athyglisvert og alls ekki leiðinlegt að fá hrós frá Björgvin Val í bloggfærslu hans um miðilinn. En mér hefur sýnst að það sé afar erfitt að fá hrós úr þeim herbúðum. :)
Í annan stað verð ég að hrósa nýjum fréttamanni RÚV á Egilsstöðum fyrir góða byrjun á Svæðisútvarpinu, og fyrir m.a. að þora að spyrja menningarfulltrúa Austurlands "erfiðra" spurninga sem hafa brunnið vörum nokkuð margra. Ég vona að hann haldi áfram á sömu braut.
Jæja þá er www.austurglugginn.is byrjaður að rúlla og verð ég einfaldlega að hvetja alla vinveitta til að linka á vefinn og lesa hann sem oftast, þó að ég sé ekki hlutlaus sem ritstjóri.
Það er athyglisvert og alls ekki leiðinlegt að fá hrós frá Björgvin Val í bloggfærslu hans um miðilinn. En mér hefur sýnst að það sé afar erfitt að fá hrós úr þeim herbúðum. :)
Í annan stað verð ég að hrósa nýjum fréttamanni RÚV á Egilsstöðum fyrir góða byrjun á Svæðisútvarpinu, og fyrir m.a. að þora að spyrja menningarfulltrúa Austurlands "erfiðra" spurninga sem hafa brunnið vörum nokkuð margra. Ég vona að hann haldi áfram á sömu braut.
sunnudagur, 6. janúar 2008
Hennar tími er löngu kominn
6.1.2008 18:38
Jóhanna Sigurðardóttir, hver er það?
Konan sem gagnrýnt hefur verðtrygginguna í öll þessi herrans ár.
Konan sem ég hélt að væri gribba og kæmi sínu fram.
Konan sem ég hélt að tæki strax til starfa.
Konan sem ég hélt að væri málsvari fólksins.
Konan sem allir virðast vera búnir að gleyma, og er félagsmálaráðherra.
Er hún gengin í Sjálfstæðiflokkinn? Eða er hún bara ánægð með stöðuna? Ætli hún láti einhvern tímann heyrast í sér? Eða ætlar hún bara að verða sendiherra eftir tvö ár?
Jóhanna Sigurðardóttir, hver er það?
Konan sem gagnrýnt hefur verðtrygginguna í öll þessi herrans ár.
Konan sem ég hélt að væri gribba og kæmi sínu fram.
Konan sem ég hélt að tæki strax til starfa.
Konan sem ég hélt að væri málsvari fólksins.
Konan sem allir virðast vera búnir að gleyma, og er félagsmálaráðherra.
Er hún gengin í Sjálfstæðiflokkinn? Eða er hún bara ánægð með stöðuna? Ætli hún láti einhvern tímann heyrast í sér? Eða ætlar hún bara að verða sendiherra eftir tvö ár?
föstudagur, 4. janúar 2008
Er bara til ein grafa?
Það er eitthvað svo íslenskt þetta þras við samgönguráðherra um hvort komi á undan Vaðlaheiðargöng eða Sundabraut. Af hverju í ósköpunum stilla fjölmiðlar og ráðherra málinu þannig upp að önnur hvor vegaframkvæmdin sé á undan eða eftir í röðinni? Þetta er svona sérhannað mál til að skapa úlfúð milli höfuðborgar og landsbyggðar.
Lykilatriði í málinu er að allflestir eru mjög sammála um að Sundabraut sé mikilvæg framkvæmd, og líka Vaðlaheiðargöng.
Er bara til ein beltagrafa í landinu? Gerum bara bæði í einu, og hættum að þrasa um málið.
Lykilatriði í málinu er að allflestir eru mjög sammála um að Sundabraut sé mikilvæg framkvæmd, og líka Vaðlaheiðargöng.
Er bara til ein beltagrafa í landinu? Gerum bara bæði í einu, og hættum að þrasa um málið.
fimmtudagur, 3. janúar 2008
Fálkaorðan
Held að sá Íslendingur sem nær fyrstur að binda launasamning sinn við vísitölu neysluverðs ætti að fá fálkaorðuna. Sá maður/kona væri hinn mesti snillingur í mínum huga.
miðvikudagur, 2. janúar 2008
Spreðum peningum
Eftir hreint ágætis jólafrí í Þýskalandi er maður aftur mættur til starfa. Hið daglega amstur mun væntanlega taka við uppgötvunum þeim sem hugarfóstur mitt bar augum í Þýskalandi.
Þýskaland er eins og Ísland land bílanna. Þar er mikið keyrt. Hvort sem er innan bæjar eða á hraðbrautum. Ég er ennþá sannfærðari um nú en fyrr að Ísland á að eyða sem allra mest af peningum í samgöngur og menntun. Greiðar samgöngur gera ótrúlega hluti, og skapa ótrúleg tækifæri. Það verður bara að spreða eins miklu og hægt er í alls kyns samgöngur og ekki spara neitt til. Borum göng, byggjum stokka, byggjum vegamót á mörgum hæðum og höfum sem flesta akvegi tvíbreiða í báðar áttir. Þetta er niðurstaða mín frá Þýskalandi. Notum þjóðarauðinn í alltof góðar samgöngur um allt land.
Já :) ekki spurning.
Þýskaland er eins og Ísland land bílanna. Þar er mikið keyrt. Hvort sem er innan bæjar eða á hraðbrautum. Ég er ennþá sannfærðari um nú en fyrr að Ísland á að eyða sem allra mest af peningum í samgöngur og menntun. Greiðar samgöngur gera ótrúlega hluti, og skapa ótrúleg tækifæri. Það verður bara að spreða eins miklu og hægt er í alls kyns samgöngur og ekki spara neitt til. Borum göng, byggjum stokka, byggjum vegamót á mörgum hæðum og höfum sem flesta akvegi tvíbreiða í báðar áttir. Þetta er niðurstaða mín frá Þýskalandi. Notum þjóðarauðinn í alltof góðar samgöngur um allt land.
Já :) ekki spurning.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)