fimmtudagur, 17. janúar 2008

Svíarnir sniðugir

Talsverð vonbrigði þessi Svíaleikur.

Vörnin hjá okkur = bara mjög góð

Sóknin hjá okkur = tilviljanakennd

Líklega lélegasti sóknarleikur íslenska landsliðsins síðan Þorbjörn Jensson stjórnaði liðinu leit dagsins ljós í kvöld. Ekki bara lélegur sóknarleikur, heldur óheppni, klúður og Thomas Svensson hafði allt sín áhrif. Reyndar vissu Svíar hvað þeir voru að gera, spiluðu frekar hægt og náðu hraða leiksins niður. Sterk 6-0 vörn þeirra olli okkur of miklum vandræðum. í heildina voru þeir sniðugir.

Einkunnir:

Alfreð Gíslason = 5,5
Fær plús fyrir að hætta ekki að reyna að finna lausn á sóknarleiknum. En mínus fyrir að finna hana alls ekki. Set spurningu við ást hans á kúbumanninum.

Jalesky Garcia = 3
Arfaslakur, ragur við að skjóta. Hægur og staður. Hugmyndasnauður.

Sigfús Sigurðsson = 8,5
Öflugur í miðju varnarinnar. Svíarnir skoruðu lítið, Fúsi var flottur.

Róbert Gunnarsson = 6
Sýnir alltaf mikla baráttu. Skilaði sínu að mestu. Mátti skora oftar einn á móti Svensson.

Alexander Petterson = 5,5
Frekar lúinn í þessum leik. Kemur ekki oft fyrir.

Ásgeir Hallgrímsson = 7
Fékk lítið að taka ábyrgð í leiknum sóknarlega. Mátti fá að reyna sig meira. Góður í vörn og setti hann í restina í sókninni.

Guðjón Valur = 6
Hefur gert betur.

Snorri Steinn = 3,5
Nokkur arfaslök skot á markið. Gekk ekki upp hjá honum það sem hann ætlaði sér. Veit að hann mun koma sterkur tilbaka.

Ólafur Stefánsson = 5
Óþolandi að horfa á hann við það að stökkva upp allan leikinn. Reyndi að hnoða honum inn á línuna hvað eftir annað, sem gerði sóknarleikinn mun stirðari en ella.

Hannes Jón Jónsson = 5,5
Kom lítið við sögu í leiknum og klúðraði fáu.

Einar Hólmgeirsson = 6,5
Fyrir þá viðleitni sem Ólafur Stefánsson má taka sér til fyrirmyndar að þora að skjóta á markið.

Vignir Svavars = 5
Meðalmaður. Klúðraði úrvalsfæri.

Logi Geirsson = 3,5
Hræðileg skot hans í fyrri hálfleik áttu meðal annars þátt í að Ísland var ekki yfir hálfleik.

Hreiðar Guðmunds = 9
Mjög góð innkoma, tók góða bolta. Mun betri en ég átti von á.

Birkir Ívar = 8
Fínn framan af. Betri en ég átti von á.

Engin ummæli:

Króna/EURO