mánudagur, 7. janúar 2008

Hrós á eftir hrósi

7.1.2008 11:17

Jæja þá er www.austurglugginn.is byrjaður að rúlla og verð ég einfaldlega að hvetja alla vinveitta til að linka á vefinn og lesa hann sem oftast, þó að ég sé ekki hlutlaus sem ritstjóri.
Það er athyglisvert og alls ekki leiðinlegt að fá hrós frá Björgvin Val í bloggfærslu hans um miðilinn. En mér hefur sýnst að það sé afar erfitt að fá hrós úr þeim herbúðum. :)
Í annan stað verð ég að hrósa nýjum fréttamanni RÚV á Egilsstöðum fyrir góða byrjun á Svæðisútvarpinu, og fyrir m.a. að þora að spyrja menningarfulltrúa Austurlands "erfiðra" spurninga sem hafa brunnið vörum nokkuð margra. Ég vona að hann haldi áfram á sömu braut.

Engin ummæli:

Króna/EURO