Jamm við sigruðum Tékkana í handboltanum í dag. Það var svosum ekkert afrek. Alltaf gott að vinna samt sem áður.
í nokkur ár hefur verið beðið eftir að kúbumaðurinn Jalesky Garcia geti leikið með íslenska landsliðinu. Hann hefur ýmist verið meiddur, ekki komist af persónulegum ástæðum, legið á sólarströnd eða ekki verið valinn í liðið. Nú gat hann hins vegar spilað með, þótt litlu munaði að hann gæti það ekki vegna veikinda. En hvar var útkoman? Jú alveg hræðileg, Jalesky Garcia undirstrikaði að hann er lélegasti leikmaður íslenska landsliðsnins. 3 skot, ekkert mark og nokkrar feilsendingar - þarf að segja meir. Hann fékk meira að segja óþarfa tækifæri til að koma og gera betur í seinni hálfleik, og fékk þá á sig tvo ruðninga á einni mínútu og tékkar skoruðu í bæði skiptin úr hraðaupphlaupum. Mjög hlunkaleg innkoma vægast sagt.
Ég legg til að Jalesky Garcia verði hvíldur sem mest á Evrópumótinu í handknattleik, svona þar sem Alfreð hefur engann aðstoðarþjálfara til að benda sér á þetta.
Að öðru leyti áttu: Ólafur Stefánsson, Bjarni Fritsson, Snorri Steinn, Logi Geirs, Roland Eradse og Róbert Gunnars ágætis leik.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Jamm, það var ótrúlegt að horfa á drenginn, við vorum fjórum mörkum inn á þegar hann kom inn á í seinni hálfleik, hann var inni í svona fimm mínútur og á þeim tíma hvarf forskotið í gegnum sóknarvillur sem hann gerði... en besti leikur hjá bjarna fritzsyni sem ég hef séð, sem segir svosem ekki mikið... kv,P
Skrifa ummæli