Það er aldrei að vita nema að Þorsteinn Davíðsson eigi eftir að dæma einhvern daginn í málum tengdum mér, þannig að það er betra að tala varlega. Allavega skilst mér að í hans ætt þá muni menn langt aftur í tímann. Ekki það að ég eigi von á málshöfðun, en maður veit aldrei sína framtíð alla.
.2008 09:53
Þess vegna ætla ég ekkert að tala um Þorstein Davíðsson.
Hins vegar fannst mér málflutningur Sigurðar Kára í Kastljósinu fyrir neðan allar hellur. Um mig fór einskonar kjánahrollur þegar hann lýsti embættisveitingu ráðherra síns sem vel ígrundaðri og faglegri. Púff. Sé eitthvað óhæft í þessu öllu saman, þá er það rökflutningur Sjálfstæðismanna.
Þegar ég hlusta á þennan dreng, bíð ég eftir að Sigurður Kári klári og hætti að tala.
Svo var þessi Sigurður Kári efnilegur á sínum tíma. Nú hefur hann hvað eftir annað látið senda sig í Kastljósið og á Rás 2 sem skósvein órökstyðjanlegra ákvarðana. Verður Sigurður Kári skósveinn vafasamrar ákvörðunartöku á Sjálfstæðisflokknum í mörg kjörtímabil í viðbót? Hefur hann ekki vit á því að benda á einhvern annan til að taka við? Er hann lægst "rankaður" í þingflokknum og þarf að taka þetta að sér?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli