föstudagur, 18. janúar 2008

Ísland 1/40 - Slóvakía 1/1000 - Frakkland 1/4

Nú er Íslandi spáð 11. sæti í EM-keppninni á af veðmöngurum.

Líkurnar á að Ísland verði Evrópumeistarar eru nú taldar vera frá 1/40 hjá Ladbrokes, niður í 1/100 hjá Paddy Power. Fyrir Svíaleikinn í gær voru líkurnar í sigri í EM 1/30 hjá Íslendingum.

Frökkum er spáð 1. sæti í keppninni, með 1/4 uppí 2/5 líkur.

Slóvakía er spáð neðsta sæti með sigurlíkurnar 1/500 hjá Ladbrokes og niður í 1/1000 hjá Paddy.

Samkvæmt þessu er 65% líkur á sigri Íslands gegn Slóvakíu!

Ætti þá ekki að vera létt verk og löðurmannlegt fyrir höndum á morgun? Ég er reyndar ekki þeirrar trúar.

Í blíðu,
Einar

1 ummæli:

Siggadis sagði...

Sko - ég held að fyrst við skitum á okkur upp á bak á fimmtudaginn og fyrst Ólafur Stef er ekki með (sem er reyndar ofmetin að verðleikum) þá ættum við að taka þetta í dag - eigum svo eftir að taka frakkana líka - svo við eigum eftir að skríða í sæmilegri stöðu upp úr riðlinum.

Gaman annars að rekast á blogg ,,gamalla" menntskælingja - pís :-)

Króna/EURO