föstudagur, 4. janúar 2008

Er bara til ein grafa?

Það er eitthvað svo íslenskt þetta þras við samgönguráðherra um hvort komi á undan Vaðlaheiðargöng eða Sundabraut. Af hverju í ósköpunum stilla fjölmiðlar og ráðherra málinu þannig upp að önnur hvor vegaframkvæmdin sé á undan eða eftir í röðinni? Þetta er svona sérhannað mál til að skapa úlfúð milli höfuðborgar og landsbyggðar.
Lykilatriði í málinu er að allflestir eru mjög sammála um að Sundabraut sé mikilvæg framkvæmd, og líka Vaðlaheiðargöng.
Er bara til ein beltagrafa í landinu? Gerum bara bæði í einu, og hættum að þrasa um málið.

Engin ummæli:

Króna/EURO