mánudagur, 14. janúar 2008

Nútímalegt bankarán

Á vef hagstofunnar segir:

"Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 5,9% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 2,4%. "

Á mannamáli þýðir þetta væntanlega að verðtryggt lán upp á 10 milljónir hækkar um 590.000 krónur á ári, með húsnæðisverði. Sem er reglan hér á landi, ólíkt öllum öðrum Evrópulöndum.

Þetta þýðir líka að væri verðtrygging án húsnæðisverðs, þá hækkar 10 milljón króna lán um 240.000 þúsund krónur á ári.

Þetta er munur upp á 350 þúsund krónur á aðeins tólf mánuðum. Líklega "bankarán".


Einar K. Guðfinnsson, rökstyður þetta hér.

Engin ummæli:

Króna/EURO