mánudagur, 28. janúar 2008

Ég vonast eftir mogganum

Ég er einn af óánægðum áskrifendum moggans. Ég er nefnilega áskrifandi ennþá. Ef ske skildi að ég myndi segja upp áskriftinni væri það ekki vegna leiðaraskrifa, heldur vegna þess að ég hef ekki fengið blaðið síðan 14. desember - þó að ég greiði skilvíslega þá greiðsluseðla sem gjaldkeri Björgólfs sendir mér.

Ég velti því stundum fyrir mér af hverju ég fæ ekki blaðið sem ég borga fyrir. Líkleg skýring er að ég bý í nýju hverfi á Egilsstöðum - og þann aukakrók leggur blaðberi varla á sig fyrir eitt eintak. Önnur ólíklegri skýring er að ég hef sjálfur sett upp límmiða þar sem ég afþakka ruslpóst - ég vona að blaðberinn taki það ekki sérstaklega til sín og blaðsins.

Engin ummæli:

Króna/EURO