þriðjudagur, 8. janúar 2008

Minningar af Grensás

Viðurnefnið Dabbi Grensás er vísast eitt skemmtilegasta viðurnefni sem ég hef heyrt lengi. Þótt gjörðir hans geti vart telist skemmtilegar, þá finnst mér viðurnefnið sem drengurinn hefur hlotið bera vott um dálitla snilld.

Þessi nafngift ber það væntanlega með sér að lendi maður í höndum Dabba Grensás, þá eigi maður dapra tíma framundan á spítala og svo endurhæfingu á Grensásdeild.

Svona "by the way" þá þekki ég ágætlega húsakynni Grensás. Afi minn var húsvörður þar, og nokkrum sinnum fékk ég að fara með honum í vinnuna. Þá gekk ég með honum um gangana, hjálpaði honum að skipta um ljósaperur og safna rusli og óhreinum þvotti. Svo fórum við niður í kjallara í kompuna hans og lögðum okkur á sófanum. Það var fínt. Svo gaf hann mér banana. Merkilegast fannst honum að Helgi Sigurðsson knattspyrnumaður vann í garðinum undir hans stjórn í heilt sumar. Þar þarf vart að taka fram að það er uppáhalds fótboltamaðurin hans, þó hann hafi farið í Val.

Í daglega lífinu heyrir maður mikið af ýmiskonar viðurnefnum sem eru skemmtileg, en verða svo partur af hverri persónu og upphaflega merkingin gleymist. Þannig umgengst ég daglega persónur sem hafa hlotið viðurnefni, sem þær fá sjaldnast að heyra sjálfar. Toppurinn er að finna viðurnefni sem festist við einhvern.

Engin ummæli:

Króna/EURO