þriðjudagur, 22. janúar 2008

Pípararass og laufabrauð

Þetta hefur m.a. á daga mína drifið mjög nýlega:

Í kaupfélaginu:
"Pabbi sjáðu manninn, hann er með pípararass. Svona plummer." sagði fimm ára sonur minn. "USS." Reyndi ég að segja. Rökfærsla sonar míns hljómaði enn hærra: "En pabbi, þú sagðir að þetta heitir pípararass."

Eftir Frakkaleikinn:
"Yfir hverju ert þú svona sorgmæddur?" spurði konan mín við eldhúsborðið. Hún beið ekki svara og sagði: "Þú varst búinn að segja að við myndum ekki vinna Frakkland."

Á fundi Hrossaræktarsambandi Austurlands:
Jónas Hallgrímsson segir: "Sjáið þessa laufabrauðsköku sem ég fékk að gjöf, með útskornu X-B. Þetta er fallegt." Einhver annar stjórnarmaður: "Þarf ekki að stinga þessar laufabrauðskökur vel í bakið áður en þær eru settar í heita feitina, svo að þær verði ekki eintómar loftbólur."

Engin ummæli:

Króna/EURO