fimmtudagur, 31. janúar 2008

Þæfingur eða ófærð

Þegar ég keyrði Fagradal í morgun varð mér hugsað til Vegagerðarinnar. Ég leit nefnilega á vefsíðuna þeirra áður en ég lagði af stað - og þar stóð að þar væri fært um dalinn og þar væri þæfingur.Þegar ég kom á dalinn nokkrum mínútum síðar varð mér hins vegar ljóst að um þæfing var ekki að ræða, heldur ófærð. Það varla sá fram fyrir húddið á tímabili, og vegstikur sem maður getur venjulega miðað ferðir sínar við sáust eiginlega bara alls ekki. Svo stöðvaðist öll umferð vegna árekstrar sem varð vegna afar lélegs skyggnis. Árekstur sem hefði ekki orðið hefði Vegagerðin einfaldlega gefið það út sem öllum vegfarendum varð síðar ljóst að það var kolófært.Ég festist bara einu sinni á leiðinni. Það var sveit vaskra Möðrudælinga sem dróg bílinn upp. Þess ber sérstaklega að geta að Möðrudælingar eru einhver öflugustu óveðramenn landsins og hafa bjargað ófáu fólkinu úr hremmingum - og þá sérstaklega á Möðrudalsöræfum. Þeir eru með fámennustu en einhverja öflugustu björgunarsveit landsins og víla ekkert fyrir sér. Dalurinn í dag var bara grín fyrir þeim.En alla vega formlegt "skamm" frá mér til Vegagerðarinnar.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvaðan fær vegagerðin gögn um færð vega?

Ætli þetta séu sjálfvirkar stöðvar eða hringja starfsmenn Vegagerðarinnar inn ástand vega?

Skyldi vera samstarf milli Veðurstofu og Vegagerðar?

Króna/EURO