miðvikudagur, 30. janúar 2008

Fær Stjáni Blái flokkssvipuna í rassinn?

Nú fara þjóðlendumálin brátt að dúkka upp í ræðustóli alþingis. Þá er rétt að minna á grein Kristján Þórs Júlíussonar í Vikudegi fyrir kosningar.

Þar segir hann m.a. :

"Eftir viðræður við fulltrúa nokkurra landeigenda í Þingeyjarsýslum undanfarnar vikur þá er ég þess fullviss að nýleg kröfugerð ríkisins á hendur margra landeigenda í Þingeyjarsýslum sé endemis vitleysa, ríkisvaldinu til skammar og ekki í nokkru samræmi við yfirlýstan tilgang þjóðlendulaganna.
Að mínum dómi ber að fresta nú þegar frekari framgangi málsins og taka lögin um þjóðlendur til gagngerrar endurskoðunar. Jafnframt lýsi ríkið ekki yfir kröfum í ný svæði fyrr en þessi endurskoðun hefur farið fram. Einnig þarf að endurskoða kröfugerð ríkisins í þeim málum sem þegar hafa verið lögð fram og leita sátta við eigendur þeirra jarða sem um ræðir."


Er þá ekki rétt að velta því fyrir sér hvort Stjáni Blái sjálfur þori í átök við eigin flokk, og Landsvirkjun sem á mikið undir?

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ríkinu liggur á. Hér er örbyrgð og fátækt, landsfeðurnir og stjórnendur stórfyritækja éta mat úr ruslagámum.

Bloggi þínu að öllu óskylt, en ég sendi þér póst á dögunum. Skrif og skrjáf fyrir bleðilinn.

Króna/EURO