fimmtudagur, 10. janúar 2008

Hinn bóhemíski minnihluti

10.1.2008 11:07

Húsafriðunarmál við Laugaveginn finnast mér afar skemmtileg.
Svo virðist að með aðgerðaleysi í miðbænum síðustu tvo áratugi hafi borgaryfirvöldum tekist að gera hann að einskonar Soho hverfi þar sem skítugar knæpur, rónar, eiturlyfjasala og stöðumælasektir þrífast afar vel. Þetta er líka einskonar ferðamannaparadís Grafarvogs- og Kópavogsbúa þar sem gott er að koma einu sinni í mánuði og míga á veggi og sparka í bíla.
Þegar að einkaaðilar vilja koma til hjálpar og breyta ásýnd og standard miðborgarinnar, þá taka einhver skrítnustu öfl hins bóhemíska minnihluta við sér og hrópa ÚLFUR ÚLFUR. Ég held að Þorgerður Katrín sé þroskaðri en svo að friða timburkofana við Laugaveg.
"Það eru tár á rúðunni."

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er það ég hef viljað kalla hinn íslenska "bobo"-isma, en hugtakið er útskýrt hér http://en.wikipedia.org/wiki/Bobos_in_Paradise

En á hinu ilhýra þá er rétt að kalla þetta fólk frjálslyndasmáborgarar.

Króna/EURO