fimmtudagur, 24. janúar 2008

Hrottafengin nauðgun

Nú fannst mér lýðræðinu vera nauðgað allhressilega í henni Reykjavík, og dela hefur verið þröngvað alla leið inn á borgarstjóraskrifstofuna. Líklega hefði ég heldur valið að hafa Ástþór Magnússon sem forseta, heldur en Ólaf F. sem borgarstjóra.

Nú fannst mér ein af betri mjólkurkúm Framsóknarflokksins vera kysst bless og fórnað fyrir hneggjandi fótaveikt folald.

Nú fannst mér erfitt að sjá til vinstri bóhemista enn á ný haga sér sem þeir væru varg-mávar á tjörninni.

Nú fannst mér jafn sorglegt að sjá Ólaf F. Magnússon verða að borgarstjóra og þegar Þórunn Sveinbjarnardóttir varð umhverfisráðherra.

Nú fannst mér lágkúran í 101 Reykjavík ná hámarki.

Borgarstjórinn í Reykjavík eru einhver stærstu lýðræðislegu mistök sem Ísland hefur alið af sér.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vel mælir þú meistari. Les þetta hjá þér reglulega væri gaman að fá smá ljóð frá þér hingað inn. :Þau voru oft hressileg.

Einar sagði...

Rekur ekki upp kollinn gamli góði Kobbi. Ánægður að sjá þig á prenti, þótt það væri skemmtilegra að hitta þig. :) mbk. Einar

Unknown sagði...

Þeir eru eflaust fáir sem eru sáttir við þennan meirihluta, sem er þó ekki svo ólíkur öðrum meirihlutum sem starfað hafa í borginni þetta kjörtímabil. Samt á þessi meirihluta að vera á einhvern hátt verri en REI-listinn svokallaði, ekki voru uppi þessar háværu óánægjuraddir þá - þótt margir hafi mótmælt. Þessi meirihluti mun þó vart endast út kjörtímabilið, menn geta huggað sig við það.
En mikið óendanlega er fyrirsögn þessa pistils ósmekkleg. Ég legg til að þú fáir álit frá einhverju fórnarlambi hrottafenginnar nauðgunar um hvort þessi samlíking sé réttlætanleg.

Króna/EURO