þriðjudagur, 22. janúar 2008

Hvernig er þetta með biðlaunin?

Á gáfumannatali, sem fór fram símleiðis, spunnust upp ófyrirséðar samræður um nýjan borgarstjóra í Reykjavík og að nú væri hann kominn í starf sem hefði ígildi læknalauna. Í framhaldinu velti viðmælandinn fyrir sér hvað þetta eiginlega kostaði.

....og spurði mig. (og ég vissi ekki)

Er Vilhjálmur ekki ennþá biðlaunum?
Fer Dagur B. Egggerts þá ekki líka á biðlaun?
Fer þá Ólafur á biðlaun, þegar Villi tekur við?

Hvorugur okkar vissi, en langar að vita hvað þetta kostar allt saman.

Viðbætt: Og mogginn svaraði þessu....líklega áður en okkur datt þetta í hug.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

http://eyjan.is/silfuregils/2008/01/22/skritin-atbur%c3%b0aras/#comments

Króna/EURO