sunnudagur, 20. janúar 2008

Landsliðið með hnífasett í bakinu

Það var engu líkara en landsliðið hafi komið til leiks í dag með hnífasett Framsóknarflokksins í bakinu.

Leikur liðsins var þó ekki ósvipaður leiknum frá því gegn Svíum og Slóvökum, því liðið er enn í vandræðum með að skora úr hefðbundnum sóknum. Lendir í vandræðum með að fá góða skotmöguleika, lætur verja frá sér í ágætis skotfærum og oftar en ekki þurfa þeir að taka léleg skotfæri þegar hönd dómarana er farin að gefa merki um leikleysu. Frakkarnir gerðu fá mistök, og þess vegna fengu Íslendingar ekki hraðaupphlaup rétt eins og gegn Svíum.

Í framhaldinu er stærsti möguleiki landsliðsins fólgin í því að Ólafur Stefánsson nái sér þokkalega af lærmeiðslum og geti spilað á ný í Evrópukeppninni. Í ljósi síðustu 10 mínútna leiksins hljóta að vera möguleikar fólgnir í því að stilla Alexander Petterson upp sem bakverði hægra megin í næsta leik. Júggafærslurnar og hornaklippingarnar sem liðið hefur verið að stíla inn á hafa brugðist, og er það á ábyrgð þjálfarans að finna fleiri sóknarafbrigði. Tilraunir Alfreðs til að stilla Guðjóni Val upp sem skyttu eða miðjumanni hafa klikkað, en tilraunarinnar virði - hann má ekki reyna þetta meir.

Stóri munurinn á Íslandi og Frakklandi sem handboltaliðum í dag var Karabatic, sem var yfirburðamaður á vellinum og skoraði að vild. Og svo náttúrulega Ólafur Stefánsson sem var ekki inn á vellinum.

Maður íslenska liðsins í dag er Alexander Petterson.

Einkunnir dagsins:

Alfreð Gíslason - 5,5
Enn á ný stillir hann upp ágætis varnarleik. Fær stórann mínus fyrir að koma ekki með ný sóknarleikbrigði. Fær líka mínus fyrir að taka Loga út úr skyttunni í fyrri hálfleik þegar hann var nýbúinn að fiska víti og skora úr gegnumbroti. Fær annan mínus fyrir reyna að skipta Guðjóni Val aftur í vinstri skyttuna í seinni hálfleik - alls ekki að virka. Fær smáplús fyrir að gefa kúbumanninum hvíld.

Sigfús Sigurðsson - 6
Ekki jafn sterkur í vörninni eins og gegn Svíum og Slóvökum. Kannski er leikformið farið að segja til sín. Hefði klárlega átt að grípa góða línusendingu frá Einari Hólmgeirs.

Vignir Svavarsson - 6
Ágætur í vörninni. Ágætur í sókninni. Enginn afreksmaður hingað til.

Guðjón Valur - 6
Fyrir leik sinn í horninu og hraðaupphlaup. Þvi miður bitnar á honum að þjálfarinn reyndi að setja hann í stöður sem hann ræður ekki við.

Einar Hólmgeirs - 4
Lala leikur hjá honum. Slæmt að byssan hans skuli vera rammskökk og illa stillt í dag, sem áður.

Ásgeir Hallgríms -4
Ekkert að meika það í dag.

Alexander Petterson - 9
Langbestur í dag. Sýndi það og sannaði að hann leikur með hjartanu í dag. Skoraði nokkur mörk í lok leiksins sem björguðu heiðri liðsins.

Bjarni Fritzon - 6
Fékk að koma inn á skoraði eitt mark ef ég man rétt. Enginn stórkosleg mistök.

Hannes Jón - 5
Gæti gert betur. Reynsluleysi hans í alþjóðabolta kemur í ljós, og þess vegna mun hann verða betri í næstu leikjum - og í næstu keppni.

Snorri Steinn - 6
Spilaði þokkalega. Hefði mátt hlusta á þjálfara sinn og skjóta uppi á markið.

Sverre Jakobssen - 5
Svona rétt undir meðallagi í íslensku vörninni.

Róbert Gunnars - 7
Alltaf til í að berjast og grípur flesta bolta. Var óheppinn með dómarana í fyrri hálfleik.

Birkir Ívar - 5
Varði einn bolta með tilþrifum. Man ekki fleira úr hans leik.

Hreiðar Guðmunds - 7
Varði ágætlega. Alfreð gefur honum ekki mikinn séns þegar hann er að fá mörk á sig úr galopnum færum trekk í trekk. Hef trú á að með betri varnarleik hefði hann tekið mun fleiri bolta.

Logi Geirsson - 6
Sprækur og reyndi það sem hann átti til. Fiskaði tvö eða þrjú víti sem átti að nýta betur.

Einar Þorvarðar - 1,2
Sást í mynd, fær stóra plúsinn fyrir það.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahaha, hnífasett framsóknarflokksins er besta skýring sem ég hef séð á genginu, djöfullinn samt að það virðist sem Framsóknarflokkurinn hafi geymt þetta sett í Hattarliðinu sl vetur :)

En ég er búinn að finna mótið til að senda Garcia á ef við ætlum að senda hann á fleiri mót fyrir Íslands hönd

http://www.mbl.is/mm/folk/frettir/2008/01/20/danmerkurmot_i_sjalfsfroun/

Nafnlaus sagði...

sérstaklega er athyglisvert af hverju Alli er ekki að nota Alex mun meira í skyttunni fremur en í horninu. Ekkert komið úr h. skyttunni hingað til og því um að gera að nota Alex þar - sem nota bene er skytta með sínu liði - og Einar H. er einmitt á bekknum þar.

Króna/EURO