þriðjudagur, 15. janúar 2008

Skapandi verkefni

Heilsíðuauglýsing Ástþórs Magnússonar vakti athygli mína í dag. Þótt tími minn hafi ekki dugað til að lesa hana í heild.

Rifjaðist þá upp fyrir mér lítil saga:
Einhverju sinni á mínum yngri árum er ég bjó í höfuðborg Íslands kynntist ég ungri stelpu. Hún var skemmtileg og frökk. Í eitt skiptið barst tal okkar að Peace 2000 og sagði hún mér þá frá því þegar hún vann fyrir Ástþór Magnússon í nokkra daga, og var samtal okkar eitthvað á þessa leið:

Ég: Hvað varstu að vinna fyrir Ástþór?
Hún: Ég var að vinna að ákveðnu verkefni.
Ég: Hvað verkefni var það?
Hún: Ég safnaði undirskriftum fyrir forsetaframboðið hans.
Ég: Var það ekki strembið?
Hún: Jú, en það var mjög skemmtilegt og vel borgað.
Ég: Vel borgað?
Hún: Já, ég fékk borgað tímakaup og svo bónus á hverja undirskrift.
Ég: Já..... ég skil.
Hún: Ég fékk borgaðar 2.000 krónur á hverja undirskrift. Ég vann í nokkra daga og fékk fullt af peningum.

Í framhaldi af þessu bendi ég á að framboð Ástþórs gæti verið atvinnuskapandi eða allavega skapandi.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvar sækir maður um :-)

Króna/EURO