Jæja þá er búið að kasta tuðru í netið 28 sinnum í dag. Það er undir meðallagi hjá íslenska landsliðinu undanfarin ár. Uppstilltar sóknir virðast ennþá vera vandamál hjá okkur alveg eins og í Svíaleiknum. Hraðaupphlaupin voru hins vegar mögnuð hjá okkur í dag eins og vörnin, sem var góð með Sigfús Sigurðsson sem mann leiksins í ham. Hefðum líklega sigrað með 9 eða 10 mörkum hefði kúbumaðurinn ekki komið inná.
Einkunnir:
Einar Þorvarðarson - 1,3 (fær einkunn í þetta sinn)
Fyrir að ætla að róa Alfreð Gíslason niður, sem horfði á hann sem geimvera væri mætt á svæðið. Frekar fyndið.
Alfreð Gíslason - 7,0
Hefur fundið varnarskipulag sem hentar íslenska liðinu. Hefur mesta keppnisskapið í landsliðinu. Fær stóran mínus fyrir að setja Garcia of snemma inn á og gefa Slóvökum séns á að minnka muninn í fjögur mörk.
Einar Hólmgeirsson - 4,0
Hef áhyggjur af því að þessi skotharðasti drengur liðsins finni ekki fjölina sína úr þessu. Tekst ekki að nýta sprengikraft og áræðni sína til afreka. Gerði eitt gott mark, og skaut nokkrum skotum sem hefðu allt eins getað farið í markið. Stóra mínusinn fær hann fyrir að hætta að dromba á markið í síðari hálfleik.
Jalesky Garcia - 1,5
Sónarleikurinn var arfaslakur í þær mínútur sem hann var inn á. Skaut einu arfaslöku skoti af sex metrum beint í markvörðinn og þaðan skoppaði hann í netið. Er helsti höfuðverkur minn. Virðist vera tognaður á báðum lærum og aðeins þarna uppi.
Snorri Steinn - 5,5
Ágætur í fyrri hálfleik, lélegur í þeim seinni. Nýtir sér ekki skottækni af gólfinu sem hann hefur til staðar, auk þess sem hann má reyna meira af gegnumbrotum. Stillir upp of mörgum þverhlaupakerfum með klippingum sem ekki hafa virkað í hvorugum leiknum.
Guðjón Valur - 9
Eitursnöggur. Sýndi góðan varnarleik, skoraði úr horninu og kláraði hraðaupphlaup. Dúndurleikmaður í dag.
Hannes Jón - 7
Hefði fengið meira, ef hann hefði sýnt að hann kunni fleiri en eina gerða af finntu.
Logi Geirsson - 8,5
Megnið af einkununni fær hann fyrir gríðarlegt "Buzzer" mark sitt í lok seinni hálfleiks. Skoraði auk þess góð mörk og stóð sína plikt eins og til var ætlast.
Ásgrímur Hallgríms - 8,0
Magnaður í vörninni og öruggur á boltanum í sókninni. Sýnir leikskilning og öryggi á boltanum sem geri sóknarleik íslenska liðsins betri. Fær nokkuð stórann mínus fyrir að hika við að rífa sig upp í langskot í síðari hálfleik. Klárlega byrjunarliðsmaður á morgun frekar en Einar Hólmgeirs.
Alexander Petterson - 8,0
Stáli sjálfur spilaði mun betur en á móti Svíum. Setti hann úr hraðaupphlaupum, spilaði sterka vörn og gerði gott lið enn betra. Smá mínus fyrir að skjóta tvisvar framhjá úr úrvalsfærum í síðari hálfleik.
Sigfús Sigurðsson - 10,0
Lykilllinn að sigri Íslands. Stjórnaði öflugustu vörn sem íslenska landsliðið hefur sýnt mér í fyrri hálfleik. Rússajeppinn er komin í gang.
Hreiðar Guðmunds - 8,5
Fyrir að verja frábærlega í fyrri háfleik. Fékk á sig erfiðari skot í seinni hálfleik.
Birkir Ívar - 7,0
Var þokkalegur.
Róbert Gunnars - 8
Setti fjögur góð mörk. Kom sterkur inn í hraðaupphlaupsspilið. Góður leikur hjá honum.
Vignir Svavars - 5
Ágætur í þann tíma sem hann fékk að spila. Alltof klaufalegur í að brjóta af sér, verður einfaldlega að laga það.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Jamm, þetta er rétt hjá þér, mér fannst fyrri hálfleikurinn stórkostlegur og eins og þú segir þessi varnaruppstilling var flott, við höfum verið að fá mörg mörk á okkur frá vinstri hornamanni á móti óla stefáns en alexander var flottur í vörninni og sigfús algjörlega stórkostlegur, finnst þú aðeins of nískur á einkunn á hreiðar - en hann missti einbeitingu þegar markmaðurinn skoraði hjá honum... svo heitir hann ásgeir en ekki ásgrímur...
kv, P
Hannes Jón kann bara eina fittu! En hann gerir hana svo vel að hún er búin að koma honum í landsliðið
Skrifa ummæli