föstudagur, 29. febrúar 2008
Tjaldvagnaparadísin Vestfirðir
Eins og staðan er nú þá eiga Vestfirðingar öngva reykspúandi verskmiðju eða mengandi iðnað. Telji þeir það vera heilladrjúgt fyrir sitt atvinnusvæði að byggja þar upp koltvísýringslosandi verksmiðju þá ber ég virðingu fyrir þeirri skoðun. Í það minnsta yrði slík lausn ekki skammtímalausn, og myndi í versta falli auka atvinnu á Vestfjörðum og ásamt því að auka útflutningstekjur þjóðarinnar varanlega.
Ég veit að úr fjarlægð er ákaflega rómantískt að eiga í pokahorninu stóriðjulausa Vestfirði.
Ég veit að úr fjarlægð er virkilega rómantískt að eiga þess kost að leggja Range Rover með hjólhýsi í aftanídragi í einhverjum eyðifirði.
Ég veit að úr fjarlægð er ákaflega rómantískt að vita af gömlum sjómönnum draga fram líftóruna með því að kæsa skötu og þurrka harðfisk.
Ég veit að úr fjarlægð er ákaflega þægilegt að reyna að hafa vit fyrir öðru fólki.
Í mínum huga eiga Vestfirðir fyrir sér meiri framtíð en að vera tjaldvagnaparadís - þess vegna mun ég bera virðingu fyrir ákvörðunum þeirra sem þar búa og þurfa að draga björg í bú.
Verða stöðumælar í 102?
Ég hugsaði með mér: "Vá - það er svo mikið mannlíf í Reykjavík."
- horfði svo á stöðumælavörð labba sér upp brekkuna og sekta eins og svona þrjá bíla og ég hugsaði með mér: "Vá - langt síðan ég hef fengið svona."
og hugsaði aðeins meir: "Ætli verði svona flottir stöðumælar í 102 Reykjavík?"
fimmtudagur, 28. febrúar 2008
Tækifæri
Ótrúlegt að enginn úr verkalýðshreyfingunni, af alþingi eða úr félagsmálaráðuneytinu skuli fylgja þessum orðum eftir og nýta tækifærið.
Verðtryggingin er böl þjóðfélagsins í dag. Mér finnst að Bjarni Ben og Illugi hefðu átt að hlusta betur á Hreiðar áður en þeir birtu grein sína í mogganum.
miðvikudagur, 27. febrúar 2008
Pókerfésin á alþingi
Ég veit ekki hverjum er að þakka fyrir þennan ótrúlega áhuga á pókerspilum. Fyrir nokkrum árum byrjaði sjónvarpsstöðin Sýn að sýna pókerleiki. Þar sátu átta manns til að byrja með við hringlaga grænt borð. Flestir drukku fagurgult viskí - en sumir drukku bjór eða kók við borðið. Þessu var svo lýst af tveimur pókerspekingum eins og um leik ársins í fótboltanu væri að ræða. Ég man að sumir vinir mínir fengu skyndilegan áhuga á póker vegna þessa. Einn vinurinn gekk svo langt að kaupa alvöru spilaborð og alvöru spilapeninga. Í eitt skiptið var mér boðið að vera með. Eftir að sjö vinir höfðu setið og svitnað í heilt kvöld, og einn vinurinn hafði hirt 35 þúsund króna pott, þá fóru allir heim. Eftir kvöldið ákvað ég að póker væri skrítið spil - reyndar skildi ég betur hvernig spenna er sótt í póker.
Seinna meir byrjaði SkjárEinn líka að sýna póker, og enn jókst áhugi á póker á Íslandi.
Kannski ætti að taka til sýninga þætti um kappdrykkju á Sýn. Það myndi auka áhuga á kappdrykkju sem síðar myndi leiða til þess að alþingismenn fengju áhuga á kappdrykkju. Það myndi svo leiða til þess að alþingismenn settust niður og samþykktu kappdrykkju formlega.
Ég hef líka komið í spilaklúbb í nokkur skipti árið 1999. Þar var veitt smyglað áfengi og spiluð ólögleg fjárhættuspil, þar sem starfsemin var algjörlega án vitundar skattayfirvalda. Hins vegar var vitað að lögreglan léti staðinn vera meðan starfsemin væri ekki of stór. Það þolir ekki dagsins ljós að segja frá því hverjir komu þar - en mér fannst stemmingin þarna inni ekki ólík þeirri spennu sem myndast í pókerspili.
þriðjudagur, 26. febrúar 2008
Skottulækningar
Þeir vilja hjálpa þessum svokölluðu bönkum að halda áfram að bjóða upp á verstu kjör sem neytendum bjóðast í allri Evrópu. Hvers lags rugl er þetta eiginlega?
Ég held að það þurfi ekki að hjálpa íslenskum bönkum neitt sérstaklega. Ég held frekar að það ætti að hjálpa erlendum bönkum að fóta sig á íslenskum markaði.
Bankarnir voru einkavæddir í nafni frjálsa markaðarins. Leyfum bara frjálsa markaðnum að skera úr um tilvist þeirra.
Þingmennirnir ættu að beita sér fyrir afnámi verðtryggingarinnar og inngöngu í Evrópubandalagið - því aðeins það gagnast almenningi í landinu......eða voru þeir ekki að vinna fyrir almenning...?
mánudagur, 25. febrúar 2008
Rétti maðurinn
Aðalatriðið er að undir stjórn Guðmundar getum við verið viss um fagleg vinnubrögð og ágætis árangur.
Áfram Ísland!
Þjálfari 5
Var að spá hvort hann verði kynntur sem fimmti besti kosturinn í stöðuna, svona af því fjórir hafa sagt Nei.
föstudagur, 22. febrúar 2008
Bormenn Íslands
Ferðinni var heitið í Kárahnjúka að skoða borkarl þann sem heilborar nú mestu vatnsgöng Íslands. Í förinni voru skýrslugerðarmenn vegna svokallaðra Samgangna Austurlandi, verktakar og samgöngunefnd Alcoa Fjarðaáls.
Fengu leiðangursmenn að fylgjast með bornum að störfum og hvernig hann boraði göng átta metra í þvermál án þess að hiksta. Þennan bor vilja þeir meina að geti borað jarðgöng á Austurlandi fyrir mun minni upphæðir en sprengd göng, og vilja sértæka fjármögnun til að ljúka verkinu á 2-3 árum. Gera má ráð fyrir að Vegagerðin lyki verkinu á 25-30 árum - en með sértækri fjármögnun býðst þeim einmitt að eignast göngin á þeim tíma - á betri kjörum.
Mæli með þessu.
Kostar því miður að Oddskarðsgöng myndu frestast um eitt ár, en hvað er það milli vina þegar hagsmunir heildarinnar eru í húfi.
miðvikudagur, 20. febrúar 2008
NEI-in þrjú
Mál manna er það að það vitlausasta sem hægt er að gera í sambandi við þjálfararáðningar sé að láta ekki líta út fyrir að minnsta kosti 4-7 áhugasamir séu um stöðuna. Þannig náist að semja án þess að tilkynnt sé um að nokkur hafi gefið afsvar. Einnig skapist sálræn samkeppni um stöðuna og auðveldara sé að ganga frá samningum og setja pressu á þjálfarana.
Nú hefur HSÍ fengið NEI-in þrjú, og mogginn er farinn að benda á að öll vötn falli til Viggós Sigurðssonar. Það hlýtur samt að vera óþægileg staðreynd fyrir næsta þjálfara sem fær atvinnutilboð að vera svo aftarlega í röðinni. Þetta er algjört klúður.
Áhugaleysi þjálfara á starfinu nú er líka skýrt með því að þetta sé slæm tímasetning til að taka við íslenska handboltaliðinu, framundan séu leikir við Pólverja og Svía sem skipti öllu máli - og nánast ómögulegt sé að vinna þessa leiki nema með einskærri heppni. Því gæti þjálfari sem tæki við liðinu nú lent strax í fyrstu leikjum í mótbyr frá stjórninni, fjölmiðlum og almenningi.
Annars var ágætt að Geir Sveinsson gaf afsvar, þótt að vinur hans Einar Þorvarðarson hafi lengi beðið eftir tækifæri til að ráða Geir - þá virtist reynslulaus Geir skynsamari en svo að taka starfið að sér þrátt fyrir að hafa dreymt um það í mörg ár.
þriðjudagur, 19. febrúar 2008
"Afstyrming"
Sjálfur er ég ritstjóri landshlutablaðs. Það er frekar lítill snepill. En þó nokkuð mikið lesin, já - miðað við höfðatölu. Þar er "Styrmisástandið" viðvarandi allt árið. Verði leiðarahöfundi á þau mistök að hafa aðrar skoðanir en fjölmörgum byggðarlögum sæmir - þá hringir fólk, fyrirtæki eða jafnvel opinberar stofnanir og segir upp áskrift. Vandamálið er að byggðarlögin eru nánast aldrei sömu skoðunar og togast á innbyrðis um ólíklegustu mál.
Þetta "styrmisástand" gerir ekki aðeins vart við sig varðandi leiðaraskrif. "Styrmisástandið" gerir líka vart við sig vegna viðtala við málsmetandi menn, vegna aðsendra greina, frétta um menningu, frétta um pólitík, frétta um íþróttir, spurningu vikunnar og jafnvel geta plötudómar verið of góðir eða of slæmir.
Hér er "styrmisástand" allt árið. Var að spá hvernig væri hægt að "afstyrma" blaðið.
mánudagur, 18. febrúar 2008
Um allt og ekkert
Þar fóru nokkrir frábærir leikarar á kostum í gamanleik sem verður þó of mikill farsi fyrir mig á köflum. Ég veit ekki betur en að það sé uppselt ansi langt fram í tímann. Verð að mæla með þessari skemmtan, þó ég geti ekki mælt með nóbelsverðlaunum vegna verksins.
Svo er ég talsverður áhugamaður um hestaíþróttir og lá leið mín í troðfulla Skautahöllina á Akureyri á laugardagskvöldið til að sjá hesta hlaupa í hringi. Það var gaman. Hef þó áhyggjur af því að of fáum finnist það gaman. Að minnsta kosti telja sumir íþróttafréttamenn hestasport ekki vera íþrótt og hafa lýst því yfir sérstaklega, það er áhyggjuefni.
Að endingu þrímennti fjölskyldan mín í Jarðböðin á Mývatni á sunnudag og lágum við þar í bleyti í dágóða stund. Það er eitthvað andlegt sem gerist í Jarðböðunum í Mývatni, uppsöfnuð þreyta og andlegir kvillar hverfa á braut og gera mann að nýjum manni eftir hæfilegan tíma í þessu náttúrulega heita vatni. Hefði líklega ekki fengið betri andlega upplyftingu þótt ég baðaði mig í vígðu vatni.
Svo keyrði ég í fang lögreglunnar á Egilsstöðum á 105 kílómetra hraða. Það kostaði mig 30 þúsund. Það er litlu lægra en maður á Austurland var dæmdur til að greiða fyrir að eiga 9,99 grömm af hassi í Héraðsdómi Austurlands nýlega. Þar fór "jarðbaðið" fyrir lítið. :)
föstudagur, 15. febrúar 2008
Ekki Geir
Staðreyndir um þjálfunarreynslu og árangur Geirs Sveinssonar.
ü Geir hefur þjálfað m.fl. í tvö heil tímabil, leiktíðina 1999-2000 og 2000-2001. Hann hætti þjálfun um mitt tímabilið 2001-2002.
ü Þau tvö heilu tímabil sem GS þjálfaði m.fl . Vals var árangurinn afar slakur. Liðinu var spáð velgengni í árlegri spá forráðamann liðanna fyrir mót en árangurinn var í engu samræmi við væntingar.
ü Tímabilið 2000-2001 er leikmannahópur Vals skipaður 12 leikmönnum sem voru eða urðu síðar landsliðsmenn. Þar af voru 2 leikmenn sem höfðu verið valdir í heimsliðið og einn átti eftir að njóta þess heiðurs síðar á sínum ferli. Leikmannahópur Vals þessa leiktíðina er sennilega sterkasti leikmannahópur sem nokkurt lið hefur teflt fram í handknattleik karla á Íslandi. 3 sem Liðið lauk keppni í deildinni í 7. sæti með jafn mörg stig og ÍR. Valur vann 11 leiki og tapaði 11. Þeir duttu út úr úrslitakeppninni í undarúrslitum fyrir Haukum.
ü Tímabilið 1999-2000 er leikmannahópur Vals skipaður 10 leikmönnum sem voru eða urðu síðar landsliðsmenn. Þar af var einn leikmenn sem hafði verið valdinn í heimsliðið og annar átti eftir að njóta þess heiðurs síðar á sínum ferli. Liðið lauk keppni í deildinni í 9. sæti, vann 9 leiki, gerði 2 jafntefli og tapaði 11. Liðið komst ekki í úrslitakeppnina.
ü GS hefur mjög litla reynslu af þjálfun, einungis rúm tvö tímabil. Það eru rúm 6 síðan GS kom að þjálfun. Árangur hans miðað við mannskap er einn sá slakasti sem um getur.
NISSAN deild karla 2001 | |||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Meistaraflokkur | |||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skrifað 4. október 2007 kl. 11.02 | |||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
ATH: Taflan ekki rétt – Valur endaði í 7. sæti… | |||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
Valur = 12 landsliðsmenn, 3 valdir í heimslið | ||||||
NISSAN deild karla 2001 | ||||||
| ||||||
markverðir | Leikir | M | G | 2m | R | |
Egidijus Petkevicius | 8 | | | | | |
Roland Eradze | 21 | 1 | | 1 | | |
Stefán Þór Hannesson | 13 | | | | | |
| ||||||
Útileikmenn | Leikir | M | G | 2m | R | |
Arnar Þór Friðgeirsson | 2 | | | | | |
Bjarki Sigurðsson | 19 | 23 | | 1 | 2 | |
Daníel Snær Ragnarsson | 21 | 53 | | 3 | 7 | 1 |
Egidijus Petkevicius | 8 | | | | | |
Fannar Örn Þorbjörnsson | 16 | 12 | | 2 | 5 | |
Freyr Brynjarsson | 20 | 34 | | 1 | 2 | |
Geir Sveinsson | 12 | 11 | | 7 | 5 | |
Gísli Óskarsson | 2 | | | | | |
Hannes Jón Jónsson | 14 | 7 | | | 5 | |
Ingvar Þorsteinn Sverrisson | 19 | 39 | | 2 | 4 | |
Júlíus Jónasson | 21 | 46 | | 12 | 22 | 1 |
Markús Máni Michaelsson | 21 | 69 | | 8 | 11 | |
Ragnar Þór Ægisson | 3 | 1 | | 1 | 1 | |
Roland Eradze | 21 | 1 | | | 1 | |
Sigfús Sigurðsson | 8 | 15 | | | 3 | 2 |
Snorri Steinn Guðjónsson | 20 | 63 | | 3 | 1 | 1 |
Stefán Þór Hannesson | 13 | | | | | |
Sveinn Sveinsson | 2 | | | | | |
Theódór Hjalti Valsson | 15 | 2 | | 5 | 3 | |
Valdimar Grímsson | 21 | 97 | | 4 | 6 | |
Valgarð Thoroddsen | 21 | 30 | | 4 | 4 | |
Meistaraflokkur | |||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skrifað 4. október 2007 kl. 10.59 | |||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| |||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
Valur = 10 landsliðsmenn, 2 valdir í heimslið | ||||||
Nissandeild ka. 2000 | ||||||
| ||||||
markverðir | Leikir | M | G | 2m | R | |
Axel Stefánsson | 22 | 1 | 1 | | | |
Benedikt Ólafsson | 5 | | | | | |
Bjarki Sigurðsson | 20 | 44 | 1 | 5 | | |
Daníel Snær Ragnarsson | 21 | 52 | 3 | 3 | | |
Davíð Örn Ólafsson | 17 | 31 | 4 | 3 | | |
Einar Örn Jónsson | 19 | 19 | 1 | 5 | | |
Fannar Örn Þorbjörnsson | 6 | | | 1 | | |
Ingimar Jónsson | 13 | 16 | | | | |
Ingvar Þorsteinn Sverrisson | 10 | 9 | | 1 | | |
Júlíus Jónasson | 21 | 48 | 8 | 18 | 1 | |
Kári Marís Guðmundsson | 18 | 7 | 5 | 5 | | |
Markús Máni Michaelsson | 20 | 93 | 6 | 9 | | |
Stefán Þór Hannesson | 16 | | | | | |
| ||||||
Útileikmenn | Leikir | M | G | 2m | R | |
Einar Örn Jónsson | 19 | 19 | | 1 | 5 | |
Fannar Örn Þorbjörnsson | 6 | | | | 1 | |
Freyr Brynjarsson | 16 | 23 | | 2 | 7 | |
Ingimar Jónsson | 13 | 16 | | | | |
Ingvar Þorsteinn Sverrisson | 10 | 9 | | | 1 | |
Júlíus Jónasson | 21 | 48 | | 8 | 18 | 1 |
Júlíus Þór Gunnarsson | 18 | 18 | | 1 | | |
Kári Marís Guðmundsson | 18 | 7 | | 5 | 5 | |
Markús Máni Michaelsson | 20 | 93 | | 6 | 9 | |
Ragnar Þór Ægisson | 2 | | | | | |
Snorri Steinn Guðjónsson | 15 | 30 | | 2 | | |
Stefán Þór Hannesson | 16 | | | | | |
Theódór Hjalti Valsson | 14 | 18 | | 4 | 10 | 1 |