fimmtudagur, 14. febrúar 2008

Vill HSÍ reynslulausan þjálfara?

Það eru svekkjandi tíðindi að Dagur Sigurðsson muni ekki taka við starfi landsliðsþjálfara í handbolta.

Það eru meira svekkjandi tíðindi að maður sem hefur ekki þorað að þjálfa félagslið í ein sex ár skuli vera inni í myndinni sem næsti þjálfari Íslands. Þar á ég við Geir Sveinsson, sem hefur náð hörmulegum árangri í þjálfun með einhvern besta mannskap sem íslenskur þjálfari hefur haft aman í einu liði.

En af því að Geir er búinn að passa sig á því að taka ekki við þjálfun í nokkur ár og er búinn að vera stillt upp sem "handboltasérfræðingi" síðan hann hætti, þá virðist nafn Geirs tolla inni í umræðunni.

Geir er drengur góður. Maður fallegur. Duglegur og allt það, en hefur ekki sýnt fram á hæfileika sem þjálfari.

....og svo er það einkennilegt að Henry Birgir á Fréttablaðinu skuli standa fyrir herferð svo Geir fái fengið þessa þjálfarastöðu. Hey Henry - kommon þótt að Geir sé búinn að skrifa fyrir þig pistla í gegnum tíðina um handbolta, þá þýðir það ekki að hann kunni að stjórna handboltaliði.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég vil fá Viggó Sigurðsson aftur...eini maðurinn með viti! hann hefur gert sín mistök en góður þjálfari er hann!

Bergur Þorgeirsson sagði...

Ég er ekki sammála ykkur, er raunar sannfærður um að Geir sé góður í djobbið. Hann náði mjög góðum árangri á sínum tíma með ungt lið Vals, auk þess sem hann hefur mikla reynslu af þátttöku í stórmótum. Hann á eftir að gefa sig allan í starfið og standast mjög vel það álag sem því fylgir.

Nafnlaus sagði...

Bergur: Mjög góðum árangri með ungt lið Vals? Hann náði afleitum árangri með mjög gott lið. Var með unnin íslandsmeistaratitil í höndunum gegn KA - 2-0 og þeir náðu því einstæða afreki að tapa þremur í röð og missa titillinn. Það er alveg ástæða að Geir var ekki endurráðinn á Hlíðarenda.

Páskaungi sagði...

Bergur Þorgeirsson: "Geir náði mjög góðum árangri með ungt lið Vals á sínum tíma". Í fyrsta lagi var liðið ekki það ungt. Vissulega voru ungir og mjög efnilegir leikmenn í liðinu en í því voru einnig eldri leikmenn með mikla reynslu. Síðasta heila tímbil sem Geir Sveinsson þjálfaði var 2000-2001. Þá var leikmannahópur Vals skipaður 12 leikmönnum sem voru, eða urðu síðar, landsliðsmenn. Þar af voru tveir leikmenn sem höfðu verið valdir í sjálft heimsliðið og einn átti eftir að njóta þess heiðurs síðar á sínum ferli. Leikmannahópur Vals þessa leiktíðina er sennilega sterkasti leikmannahópur sem nokkurt lið hefur teflt fram í handknattleik karla á Íslandi. Liðið lauk keppni í deildinni í 7. sæti með jafn mörg stig og ÍR. Valur vann 11 leiki og tapaði 11. Þeir duttu út úr úrslitakeppninni í undarúrslitum fyrir Haukum. Þetta er skelfilegur árangur. Leikmannahópurinn sem endaði í 7. sætti þennan vetur var m.a. skipaður eftirfarandi 12 landsliðsmönnum: Egidijus Petkevicius, Roland Eradze, Bjarki Sigurðsson, Daníel Snær Ragnarsson,
Hannes Jón Jónsson, Júlíus Jónasson, Markús Máni Michaelsson, Sigfús Sigurðsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Valdimar Grímsson,
Valgarð Thoroddsen auk þess sem Geir sjálfur lék með liðinu.

Nafnlaus sagði...

Ágætt bogg hjá þér sem ég kíki annaðslagið á. Það er eitt sem ég átta mig ekki á. Hvað skot eru þetta annaðslagið á Henry? Ég kannast við piltinn og hef ekkert nema gott um hann að segja. Skemmtilegur fréttaritari og nauðsynlegur til að hrista aðeins uppí landanum. Er ekki nær að þú frontir þetta við hann persónulega í stað leiðinda "skítkast" hér á blogginu sem skilar aldrei neinu.

Króna/EURO