Það er vefmyndavél á eyjunni.is. Hún tekur myndir af vegfarendum og búðagluggum þarna í Bankastræti, eða neðst á Laugaveginum. Ég sat allt í einu og glápti á þessa myndrænu framsetningu áðan. Það var talsvert af fólki hlaupandi, gangandi eða trítlandi upp og niður götuna. Sumir hlupu jafnvel yfir hana.
Ég hugsaði með mér: "Vá - það er svo mikið mannlíf í Reykjavík."
- horfði svo á stöðumælavörð labba sér upp brekkuna og sekta eins og svona þrjá bíla og ég hugsaði með mér: "Vá - langt síðan ég hef fengið svona."
og hugsaði aðeins meir: "Ætli verði svona flottir stöðumælar í 102 Reykjavík?"
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
væntanlega verður gert ráð fyrir að það verði nóg af bílastæðum...eða það vona ég
Skrifa ummæli